Elmar Þórarinsson

  • Elmar-Thorarinsson

Elmar gerir myndband fyrir leiksýninguna Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Ör er fyrsta verkefni Elmars í Þjóðleikhúsinu, en hann hefur áður hannaði myndband fyrir uppfærslur Borgarleikhússins á sýningunum Hystory, Línu Langsokk, Kenneth Mána, Brot úr Hjónabandi, Kartöfluætunum, Guð blessi Ísland og Tvískinnungi. Hann hefur starfað hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá árinu 2008, en ásamt því að vinna sem ljósamaður við sýningar hefur Elmar séð um myndbandsupptökur og heimildagerð á sýningum Borgarleikhússins. 

Elmar sá um myndband í Mannsröddinni fyrir Íslensku Óperuna. 

Árið 2015 var stuttmyndin Heimanám, úr smiðju Birnis Jóns Sigurðssonar og Elmars sýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni og bar hún sigur úr býtum á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí.