Björn Helgason

  • Björn Helgason

Björn Helgason sér um tæknihönnun í Útsendingu í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020

Björn starfar sem kvikmyndatökumaður og ljósahönnuður.

Björn er einn af stofnendum Vesturports og hefur hannað lýsingu fyrir margar sýningar leikhópsins, meðal annars Rómeó og Júlíu og Hamskiptin. Hann hannaði lýsingu fyrir Í hjarta Hróa hattar í leikstjórn David Farr og Gísla Arnar Garðarssonar fyrir Royal Shakespeare Company, DNS í Bergen og ART í Boston. Hann hannaði lýsingu fyrir Ofviðrið í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar fyrir fyrir Residenz Theater í München.

Björn hefur starfað við fjölda kvikmynda, stuttmynda og sjónvarsþátta sem kvikmyndatökumaður o.fl. 

Hann hefur um árabil unnið fyrir Sjónvarpið sem kvikmyndatökumaður og ljósahönnuður. 

Sjá nánar hér.