Birna G. Björnsdóttir

Birna er danshöfundur ásamt Auði Snorradóttur í fjölskyldusöngleiknum Ronju ræningjadóttur sem Þjóðleikhúsið sýnir leikárið 2018-2019.
Birna hefur unnið sem danshöfundur árum saman og sett upp fjölda sýninga ásamt því að vera danshöfundur í fjölda vinsælla söngleikja. Þar má nefna Grease, Gosa og Kalla á þakinu í Borgarleikhúsinu, Fame, Ástin er diskó, lífið er pönk og Kardemommubæinn  í Þjóðleikhúsinu, Buddy Holly  og tíu söngleiki fyrir Verslunarskóla Íslands. Hún sá líka um sviðshreyfingar í Um það bil í Þjóðleikhúsinu.
Birna hefur einnig verið kóreógraf fyrir Eurovisonfara árum saman og hefur unnið mikið við auglýsinga- og myndbandagerð og komið að ótal sjónvarpsþáttum eins og Áramótaskaupinu, Spaugstofunni, Stundinni okkar, Stelpunum, 70 mínútum o.fl. Þá er ótalin vinna hennar við Latabæjarþættina til tíu ára. Birna hefur einnig séð um sviðshreyfingar fyrir marga stórtónleika í Hörpu. 
Dansskóli Birnu Björns hefur verið starfræktur í 25 ár.


Birna Björnsdóttir og Auður B. Snorradóttir voru tilnefndar til Grímunnar fyrir dans- og sviðshryefingar í Ronju ræningjadóttur.