Auður B. Snorradóttir

Auður er danshöfundur ásamt Birnu Björnsdóttur í fjölskyldusöngleiknum Ronju ræningjadóttur sem Þjóðleikhúsið sýnir leikárið 2018-2019.

Auður er með meistaragráðu í sviðslistum úr The Royal Academy of Dramatic Art og stundaði nám við listdansbraut Listdansskóla Íslands.

Síðasta áratug hefur hún unnið sem dans-og sviðshreyfingahöfundur fyrir áhuga-og atvinnuleikhús, menntaskóla og sjónvarp, ásamt því að kenna börnum og unglingum dans, söng og leiklist í fjölda sviðslistaskóla víðsvegar um heiminn.

Birna Björnsdóttir og Auður B. Snorradóttir voru tilnefndar til Grímunnar fyrir dans- og sviðshryefingar í Ronju ræningjadóttur.