Ásta Jónína Arnardóttir

Myndbandshönnuður

Ásta Jónína hannar myndband fyrir Þitt eigið leikrit II - Tímaferðalag í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020

Ásta stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands 2017-2018.

Hún sá um myndbandshönnun fyrir Ég heiti Guðrún, sem leikhópurinn Leiktónar sýndi í Þjóðleikhúsinu, og var aðstoðarmaður leikstjóra í þeirri sýningu. Hún sá um myndbandshönnun fyrir sýninguna Trouble in Tahiti sem sýnd var í Tjarnarbíói 2018. Aðstoðaði við myndbandagerð fyrir sýninguna Matthildur í Borgarleikhúsinu árið 2019. Sá um uppsetningu á myndböndum fyrir sýninguna Skoppa og Skrítla - Brot af því besta í Hörpu árið 2019.