Anna Halldórsdóttir

Tónskáld

  • Anna-Halldorsdottir-tonskald

Anna Halldórsdóttir semur tónlist fyrir Þitt eigið leikrit II - Tímaferðalag í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020

Anna hefur sinnt ýmsum verkefnum á sviði tónlistar í gegnum tíðina, og hefur sent frá sér þrjár hljómplötur, Villtir morgnar, Undravefurinn og Here, en einnig tók hún þátt í framleiðslu hljómplötu Thedórs Einarssonar, afa hennar, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa samið lagið Kata rokkar sem bæði Björk Guðmundsdóttir og Erla Þorsteinsdóttir gerðu þekkt á sínum tíma. 

Anna hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir Villta morgna sem besti nýliðinn í tónlist og var valin að hita upp fyrir tónlistarmanninn Sting þegar hann heimsótti Ísland árið 1997. Hún bjó og starfaði í New York í 15 ár og vann þar í tónlist, hljóðmynd og fleiri verkefnum fyrir kvikmyndir og heimildamyndir. Hún hefur einnig unnið að fimm kvikmyndaverkefnum um Mongolíu. Hún samdi meðal annars tónlist fyrir leiksýninguna Ég heiti Guðrún sem leikhópurinn Leiktónar sýndi í Þjóðleikhúsinu 2018 og er nú að taka þátt í annað sinn í leikverkefni með Reykjavik Ensemble.

Vefsíður:
Tónlist fyrir kvikmyndir og leikhús www.fossfin.com
Sóló tónlist: annahalldorsdottir.com