Anja Gaardbo

  • Anja-Gaardbo

Anja Gaardbo er höfundur sviðshreyfinga í Einræðisherranum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Gaardbo var dansari í leikhópnum Dr. Dante á árunum 1983-87. Hún lauk námi í dansi og kóreógrafíu frá Bjarnovs Dansecenter árið 1991. Hún stofnaði sinn eigin dansskóla, Gaardbo Dans. 

Hún hefur gert sviðshreyfingar fyrir fjölda leiksýninga og sýninga af ýmsu tagi. Þar má nefna Casino Moonlight og Simon hjá Östre Gasværk-leikhúsinu, Sommerballet í Bellevue-leikhúsinu, og leikhúskonsertana Beach Boys í Borgarleikhúsi Árósa, Mozart hjá Betty Nansen-leikhúsinu og Borgarleikhúsi Árósa, Hey Jude í Forum, Beethoven í Rogalands-leikhúsinu í Noregi og Bellevue-leikhúsinu, Come Together í Tívólí og Syng dans í Bellevue-leikhúsinu. 

Hún sigraði í samkeppni danshöfunda í Kaupmannahöfn árið 2010. Hún stofnaði árið 2014 TALENT, sem er verkefni sem miðar að því að þróa hæfileika ungra efnilegra dansara á aldrinum 13-16 ára. 

Hún hefur unnið sviðshreyfingar fyrir ýmsa sjónvarpsþætti, meðal annars Kan du Danse og Danmark har Talent. 

Anja Gaardbo og Kasper Ravnhöj voru tilnefnd til Grímunnar fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins í Einræðisherranum í Þjóðleikhúsinu.