Aníta Ísey Jónsdóttir

  • Anita-Isey-2019

Aníta starfar sem aðstoðamaður leikstjóra við sýningunna Súper - þar sem kjöt snýst um fólk í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Aníta Ísey er nemi á þriðja ári sviðshöfundabrautar við Listaháskóla Íslands. 

Aníta stundaði ballett frá tveggja ára aldri í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins úti á Seltjarnarnesi. Þegar hún náði sjö ára aldri komst Aníta inn í konunglega ballettskólann í Noregi (Den Norske Opera og Ballett) og dansaði þar þar til hún fluttist aftur til Íslands orðin þá ellefu ára gömul en þá fór hún aftur út á Seltjarnarnes. Frá tólf ára aldri kenndi Aníta yngstu nemendum Ballettskóla Guðbjargar Björgvins og gerir það enn í dag. Þegar hún var fimmtán ára gömul setti hún sína fyrstu ballettsýningu fyrir skólann á svið í Borgarleikhúsinu og hefur hún gert það hvert ár síðan, bæði samið og sviðsett.  

Sumarið 2012 vann hún hjá True North sem Location Accountant við gerð myndarinnar Oblivion.

Árin 2016 og 2017 kóreógrafaði hún og setti á svið Miss Universe Iceland.

Á haustönn 2018 við Listaháskólann fór Aníta í starfsnám til Helenu Jónsdóttur í Belgíu þar sem hún varð framleiðslustjóri hátíðarinnar Physical Cinema sem verður sýnd í fyrsta skipti á þessu ári 2019 í Bíó Paradís undir regnhlíf Stockfish Film Festival.