Almar Örn Arnarson

  • Almar Örn Arnarson
Almar Örn leikur í Ronju ræningjadóttur hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Almar Örn Arnarson er 12 ára drengur úr Keflavík.  Hann er nemandi í 7. bekk í Holtaskóla.

Veturinn 2017 – 2018 tók hann þátt í uppfærslu Leikfélags Keflavíkur á Dýrunum í Hálsaskógi undir leikstjórn Gunnars Helgasonar.  Þar lék hann Pétur íkorna.

Almar Örn hefur lært á trompet síðan hann var 8 ára í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.  Þar er hann í fullu námi, einkatímum, tónfræði og lúðrasveit.  Áður llærði hann á blokkflautu í Suzukinámi frá 5 ára aldri.

Undanfarin ár hefur hann tekið þátt í Skapandi starfi á vegum Keflavíkurkirkju.  Skapandi starf er námskeið í leiklist, framsögn og söng.  Á þeirra vegum hefur hann tekið þátt í tónleikum og ýmsu öðru skemmtilegu.

Almar Örn æfir einnig körfubolta með Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og golf með Golfklúbbi Suðurnesja.