Ágúst Örn Börgesson Wigum

  • Ágúst Örn B. Wigum

Ágúst Örn leikur í Shakespeare verður ástfanginn, Ronju ræningjadóttur og Leitinni að jólunum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Ágúst Örn hefur áður leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Í hjarta Hróa hattar (2015-16), Óvitum (2013), Macbeth (2012) og Oliver! (2009). Hann lék í Bláa hnettinum (2016-18) og Línu Langsokk (2014) í Borgarleikhúsinu. Hann lék í Stefán rís í Gaflaraleikhúsinu (2016-2017).

Hann lék í kvikmyndunum Eldfjalli (2011) og Hvalfirði (2013) og sjónvarpsþáttaröðinni Hrauninu.

Hann hefur einnig leikið í Stundinni okkar, Áramótaskaupinu og mörgum stuttmyndum fyrir Kvikmyndaskóla Íslands. Hann hefur jafnframt talsett teiknimyndir og kvikmyndir.

Ágúst Örn var tilnefndur til Edduverðlaunanna árið 2014 fyrir leik sinn í stuttmyndinni Hvalfirði. Hann var valinn leikari ársins árið 2015 á Brooklyn International Film Festival fyrir leik sinn í sömu stuttmynd.