Agla Bríet Gísladóttir

  • Agla Bríet ný

Agla Bríet leikur í Ronju ræningjadóttur og Leitinni að jólunum hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2012.

Agla Bríet hefur leikið í Vesalingunum, Dýrunum í Hálsaskógi, Macbeth, Fjalla-Eyvindi og Höllu, Í hjarta Hróa hattar og Fjarskalandi hér í Þjóðleikhúsinu.

Agla Bríet fór með stórt hlutverk í kvikmyndinni Vonarstræti  og stuttmyndinni Ungar, en að auki hefur hún leikið í Áramótaskaupinu, Steypustöðinni, auglýsingu fyrir Icelandair og í tónlistarmyndböndum.

Agla Bríet hefur komið fram með Stuðmönnum á afmælistónleikum kvikmyndarinnar Með allt á hreinu sem fram fóru í Eldborgarsal Hörpu. Einnig var hún í úrslitum söngkeppninnar Jólastjörnunnar á Stöð 2 og kom fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í kjölfarið.

Hún hefur æft söng hjá Söngskólanum í Reykjavík, dans hjá Jazzballetskóla Báru og er í áhaldafimleikum í Fjölni.