Ævar Þór Benediktsson

  • Ævar Þór Benediktsson

Ævar Þór er höfundur leikristsins Þitt eigið leikrit - Goðsaga sem Þjóðleikhúsið frumsýnir leikárið 2018-2019.

Ævar Þór er leikari og rithöfundur.

Hann vann áður sem leikari við Þjóðleikhúsið og lék þá í fjöldamörgum sýningum, meðal annars Vesalingunum, Englum alheimsins, söngleiknum Spamalot og sjálfan Lilla klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi.

Hann hefur einnig haslað sér völl á síðustu árum sem einn vinsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar, fengið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir starf sitt sem Ævar vísindamaður og var árið 2017 valinn sem einn af Aarhus39, 39 bestu barnabókahöfundum Evrópu undir fertugu. Þá hefur hann fimm sinnum staðið fyrir lestrarátökum á landsvísu og var í fyrra tilnefndur til Astrid Lindgren-verðlaunanna sem sérstakur lestrarhvetjari. 

Þitt eigið leikrit - Goðsaga var tilnefnt til Grímunnar sem barnasýning ársins.

Ævar er með vefsíðu á www.aevarthor.com