Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Leikkona

  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Steinunn Ólína leikur í Útsendingu, Kardemommubænum og Leitinni að jólunum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Steinunn Ólína hóf feril sinn í atvinnuleikhúsi 16 ára gömul hjá Leikfélagi Reykjavíkur í söngleiknum Land míns föður árið 1985. Hún lauk svo leiklistarprófi frá Drama Centre í London 1990 og var fljótlega að námi loknu fastráðin leikari við Þjóðleikhúsið, allt til ársins 2005.

Steinunn Ólína lék í Efa í Þjóðleikhúsinu leikárið 2017-2018, eftir nokkurt hlé frá leikhúsinu.

Fyrsta hlutverk hennar  hér í Þjóðleikhúsinu  var Sólveig í Pétri Gaut og sama ár lék hún elstu dótturina Elízu í Söngvaseiði. Meðal annarra hlutverka Steinunnar Ólínu hér í Þjóðleikhúsinu má nefna Elísu Doolittle í My Fair Lady, brúðina í Blóðbrullaupi, Lindu í Gauragangi, ræningjastelpuna í Snædrottningunni, Dídí og Tótu í Sönnum sögum af sálarlífi systra, Aglaju í Fávitanum, Möggu í Þreki og tárum, Elísu Martinelli í Hamingjuráninu, Heiðveigu í Villiöndinni, Hodel í Fiðlaranum á þakinu, Irínu í Þremur systrum, Yndisfríði í Yndisfríði og ófreskjunni, Margréti í Kaffi og herbergisþernuna í Tveimur tvöföldum. Steinunn Ólína lék hér einnig Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki, Maríu mey og frillu Jóns í Gullna hliðinu og yngri leikkonuna í Hægan, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Hún lék Maureen í söngleiknum RENT. Hún fór með hlutverk Soniu í Lífinu þrisvar sinnum, Helenu í Draumi á Jónsmessunótt og Öddu Arnalds í Allir á svið. 

Steinunn fór með aðalhlutverk í Tjútti og trega hjá Leikfélagi Akureyrar, lék hlutverk nemandans í Kennslustundinni í Kaffileikhúsinu, Sheilu í Hárinu hjá Flugfélaginu Lofti og hlutverk Hildar í Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur í London.  

Steinunn lék hjá Leikfélagi Reykjavíkur í leikritunum Landi míns föður, Dunganon, Þrúgum reiðinnar og síðast í söngleiknum Chicago, þar sem hún fór með hlutverk Roxy Hart.

Steinunn hefur leikið í kvikmyndum og í sjónvarpi, nú síðast í framhaldsþáttunum Rétti, Föngum, Stellu Blómkvist og Ófærð. Í upphafi ferils síns lék hún í sjónvarpsþáttaröðunum Litbrigðum jarðarinnar og Sigla himinfley. Meðal kvikmynda sem Steinunn hefur leikið í eru Ein stór fjölskylda, Bjólfskviða, Perlur og svín og Ikingut.

Steinunn stjórnaði sjónvarpsþættinum Milli himins og jarðar um tveggja ára skeið hjá RÚV.

Steinunn rekur og ritstýrir Kvennablaðinu.

Steinunn hlaut Grímuverðlaunin fyrir hlutverk Margrétar í Ríkarði III. Hún var tilnefnd fyrir leik sinn í Efa. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Föngum og Rétti.

(Ljósmynd: Snorri Sturluson)