Skotta
Skotta leikur leikhúshund í Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.
Skotta er einn reyndasti Shakespearehundur landsins, en hún lék áður hund Þeseifs í Jónsmessunæturdraumi eftir William Shakespeare í Þjóðleikhúsinu á liðnu leikári.
Skotta hefur tekið þátt í fleiri sýningum bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, og kom meðal annars fram í leiksýningunum Englum alheimsins og Njálu.
Hún var jafnframt aðstoðarleikstjóri í Djöflaeyjunni í Þjóðleikhúsinu.