Pálmi Á. Gestsson

Leikari

Pálmi leikur í leikritinu Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Útsendingu, Meistaranum og Margarítu og Einræðisherranum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Pálmi lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1982 og hefur síðan þá leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, LR, í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars með Spaugstofunni. 

Pálmi hefur verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá árinu 1983 og meðal nýlegra verkefna Pálma við leikhúsið eru Jónsmessunæturdraumur, Risaeðlurnar, Svartalogn, Konan við 1000°, Sjálfstætt fólk - hetjusaga, Fjalla-Eyvindur, Maður að mínu skapi, Pollock?, Macbeth, Fyrirheitna landið, Hreinsun, Heimsljós, Lér konungur, Bjart með köflum, Hænuungarnir, Engisprettur og Hart í bak.

Meðal annarra hlutverka Pálma við Þjóðleikhúsið má nefna Prohaska yngri í Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni, Braskara-Björn í Ömmu þó, Helga í Skugga-Sveini, Kasper í Kardemommubænum ('85 og '95), Billy Flinn í Chicago, Porterhouse í Með vífið í lúkunum, Herrick í Í deiglunni, Cléante í Aurasálinni, Viktor í Yermu, Pál í Brestum, Valmont í Háskalegum kynnum, Bill Sikes í Oliver Twist, Kvist í ballettinum Draumi á Jónsmessunótt, Torkelsen í Gleðispilinu, Ólaf í Elínu Helgu Guðríði, Jón í Hafinu, Doolittle í My Fair Lady, Önna í Kjaftagangi, Stefán í Þrettándu krossferðinni, Eugene yngri í Seið skugganna, McMurphy í Gaukshreiðrinu, Ragga Sagga í Taktu lagið, Lóa!, Pollock í Leigjandanum, Eirík leikstjóra í Nönnu systur, Hjálmar Ekdal í Villiöndinni, Bruce Delamitri í Poppkorni, Vigfús sýslumann í Solveigu, Krogstad í Brúðuheimili, Jón bónda í Gullna hliðinu, Tryggva í Landkrabbanum og Hannes Karlsson, eldri bróðurinn í Já, hamingjan, Simpson í söngleiknum Syngjandi í rigningunni, Georg í Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, de Guiche í Cyrano frá Bergerac, útflytjandann í Strompleiknum, Jonnipittimikka í Halta Billa og Hertogann af Bokkinham í Ríkarði þriðja, Hérastubb bakaria Dýrunum í Hálsaskógi og Louis Leplée og Bruno í Edith Piaf.

Pálmi hefur leikið í fjölda kvikmynda, en meðal þeirra nýjustu eru Fyrir framan annað fólk, Þrestir, Albatross og Afinn. Meðal annarra kvikmynda sem Pálmi hefur leikið í eru Gullsandur, Stella í orlofi, Benjamín dúfa, Englar alheimsins, Bíódagar, Ikingut og Vaxandi tungl. Ásamt félögum sínum hefur Pálmi unnið og leikið yfir 400 þætti af Spaugstofunni. 

Hann lék í sjónvarpsþáttunum Ófærð. 

Pálmi sat í Þjóðleikhúsráði um tólf ára skeið.

Pálmi var tilnefndur til Grímunnar - Íslensku leiklistarverðlaunanna fyrir leik sinn í Jónsmessunæturdraumi, Hænuungunum og Fyrirheitna landinu.