/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Oddur Júlíusson

Leikari
/

Leikari

Oddur Júlíusson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2013. Hann stundaði einnig dansnám við Listdansskóla Íslands. Hann leikur í Múttu Courage og Draumaþjófnum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Áður hefur hann m.a. leikið hér í Sem á himni, Ástu, Framúrskarandi vinkonu, Kardemommubænum, Slá í gegn, Ronju ræningjadóttur, Einræðisherranum, Jónsmessunæturdraumi, Loddaranum, Fjarskalandi, Tímaþjófnum, Oddi og Sigga, Hafinu, Lofthrædda erninum Örvari, Í hjarta Hróa hattar, ≈[um það bil], Hleyptu þeim rétta inn, Atómstöðinni, Meistaranum og Margarítu og Óvitum. Hann lék í kvikmyndunum Málmhausi, Vargi og Gullregni og þáttaröðunum Pabbahelgum og Ráðherranum. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir ≈ [um það bil] og Atómstöðina.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími