Oddur Júlíusson

Leikari

Oddur leikur í Atómstöðinni - Endurliti, Meistaranum og Margarítu og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Oddur útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Hann stundaði einnig dansnám við Listdansskóla Íslands í nútímadansi.

Í Þjóðleikhúsinu hefur Oddur leikið í sirkussöngleiknum Slá í gegn, Ronju ræningjadóttur, Einræðisherranum, Jónsmessunæturdraumi, Loddaranum, Fjarskalandi, Tímaþjófnum, Oddi og Sigga, Hafinu, Lofthræddi örninn Örvar, Í hjarta Hróa hattar, ≈ [um það bil], Hleyptu þeim rétta inn, Ævintýrum í Latabæ, Fjalla-Eyvindi, Dýrunum í Hálsaskógi, Óvitum, Þingkonunum, Spamalot og Eldrauninni.

Hann lék einnig hér í Ofsa á vegum Aldrei óstelandi og Svörtum fjöðrum sem sýnt var í samstarfi við Sigríði Soffíu.

Oddur sýnir með spunahópnum Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöldum og hefur verið virkur þáttakandi í þeim hópi frá stofnun hans 2015.

Oddur lék í kvikmyndunum Málmhaus, Vargi og Gullregni og lék í þáttaröðinni Pabbahelgar. Sumarið 2011 lék Oddur í sýningunni Das ehemelige Hause eftir dansk/austurríska leikhópinn SIGNA á leiklistarhátíðinni Salzburger Festspiele.

Oddur var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í ≈ [um það bil] og fyrir tónlist í Ofsa. Auk þess var sýningin Oddur og Siggi, þar sem Oddur er meðhöfunudur, tilnefnd sem barnasýning ársins.