María Pálsdóttir

Leikkona

María Pálsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1999. Hún lék í Veislunni, Dínamít, Halldór í Hollywood, Virkinu, Eldhúsi eftir máli og Fíusól í Þjóðleikhúsinu. Einnig hefur hún leikið töluvert með Leikfélagi Akureyrar, síðast Kellinguna í Gullna hliðinu og var tilnefnd til Grímunnar. Hún lék Höllu í Höllu og Kára með Hafnarfjarðarleikhúsinu og Krumpu í Hvítt í Gaflaraleikhúsinu. Hún fór í framhaldsnám í leiklist til Finnalands og er stofnmeðlimur leikhópsins Subfrau sem á að baki 8 sýningar. Hún skipar leikhópinn Pörupilta ásamt Sólveigu Guðmundsdóttur og Alexíu Björgu Jóhannesdóttur og hafa þær sýnt Kynfræðslu Pörupilta fyrir unglinga síðustu 4 ár.