Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Leikkona

Þjóðleikhúsið leikárið 2017-2018

Lilja Guðrún leikur í Fjarskalandi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir brautskráðist frá Leiklistarskóla Íslands 1978, en hefur verið fastráðin við Þjóðleikhúsið um árabil. Meðal nýlegra verkefna hennar hér eru Sporvagninn Girnd, Karitas, Eldraunin, Dýrin í Hálsaskógi, Tveggja þjónn, Fyrirheitna landið, Heimsljós, Bjart með köflum, Ballið á Bessastöðum, Sögustund: Búkolla, Sögustund: Karlsson, Lítill, Trítill og fuglarnir, Oliver og Óhapp.

Af öðrum hlutverkum hennar hér má nefna Þrúði Hróðmarsdóttur í Tveimur tvöföldum, Panópu í Fedru, Stínu símalínu í Glanna glæp í Latabæ, ýmis hlutverk í Antígónu, Olgu Kokhlovu í Ástkonum Picassos, Mörthu í Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Soffíu í Jóni Oddi og Jóni Bjarna, ýmis hlutverk í Rauða spjaldinu, bangsamömmu í Dýrunum í Hálsaskógi, Ljúshu miðasölukonu í Svartri mjólk, Lilju í Frelsi og ýmis hlutverk í Virkjuninni.

Meðal annarra minnisstæðra hlutverka Lilju Guðrúnar í Þjóðleikhúsinu eru Elise í Aurasálinni, Halla í Fjalla-Eyvindi, Marta í Stundarfriði, Jórunn í Veghúsum í Húsi skáldsins, Sasja í Villihunangi, sú grænklædda í Pétri Gaut, fóstran í Rómeó og Júlíu, Ragnheiður í Hafinu, Agnes í Dansað á haustvöku, Kristín í Kjaftagangi, Sue Bayliss í Allir synir mínir, Marta í Stakkaskiptum, Soffía frænka í Kardimommubænum, Harriet í Glerbrotum, Marta í Í hvítu myrkri, Vilborg í Kaffi og Ingibjörg vinnukona í Solveigu.

Lilja Guðrún lék strax að námi loknu í nýju íslensku verki eftir Jónas Árnason, Valmúinn springur út á nóttunni, hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Meðal annarra hlutverka hennar þar eru Katrín í Skassið tamið.

Lilja Guðrún hefur meðal annars leikið í Falið fylgi hjá Leikfélagi Akureyrar, Við borgum ekki, við borgum ekki hjá Alþýðuleikhúsinu og Stóru börnunum hjá Lab Loka.