Jóhanna Vigdís Arnardóttir

  • Johanna-Vigdis-Arnardottir-2019

Jóhanna Vigdís leikur í Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Jóhanna Vigdís, einnig þekkt sem Hansa, útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999. Hún lauk burtfararprófi í söng og píanóleik frá Tónlistarskóla Garðabæjar, sem og BA-prófi í frönsku frá Háskóla Íslands.

Hansa lék í fjölda sýninga í Borgarleikhúsinu, meðal annars í Mary Poppins, þar sem hún fór með titilhlutverkið. Meðal helstu sýninga þar eru Mamma Mia, Billy Elliot, Mary Poppins, Galdrakarlinn í Oz, Fjölskyldan, Chicago, Píkusögur, Kysstu mig Kata, Grease, Fanný og Alexander, Enron, Ofviðrið, Söngvaseiður og Lér konungur, sem og sýningarnar Paris at night og Svik eftir Harold Pinter í samstarfi við leikhópinn Á senunni.

Meðal verkefna í sjónvarpi eru Ófærð II, Réttur 1, 2 og 3 og Allir litir hafsins eru kaldir, sem og fjöldi áramótaskaupa og skemmtiþátta.

Hansa var tilnefnd til Grímuverðlauna sem besta leikkona fyrir hlutverk í Chicago (2004), Fjölskyldunni (2010) og Mary Poppins (2013) og tilnefnd til Grímuverðlauna sem besta söngkona fyrir Mary Poppins (2013).

Hún var tilnefnd til Edduverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir bæði Rétt 1 og 2.

Hansa hefur jafnframt komið fram á fjölda tónleika og sungið inn á geisladiska.

Hansa starfar nú hjá Samtökum iðnaðarins.