Jóhann G. Jóhannsson

  • Johann-G.-Johannsson

Jóhann G. Jóhannsson leikur í Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Jóhann útskrifaðist með BA gráðu í leiklistar- og kvikmyndafræðum frá University of Hartford, Connecticut árið 1994. Hann hefur unnið sem atvinnudansari, tónlistarmaður og leikari um árabil. Hann hefur leikið í fjölda leikrita hér á landi og erlendis, auk kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Meðal fyrri verkefna hans í Þjóðleikhúsinu eru Litli Kláus og stóri Kláus, Fiðlarinn á þakinu, Dýrin í Hálsaskógi, Tveggja þjónn, Fyrirheitna landið og Kvennafræðarinn.

Í Borgarleikhúsinu lék hann meðal annars í Grease, Mávahlátri, Feitir menn í pilsum, Pétri Pan, Fegurðardrottningunni frá Línakri, Vorið vaknar, Kryddlegnum hjörtum, barnasöngleiknum Honk!, Súperstar og Gretti.

Hann lék í 39 þrepum og Farsælum farsa hjá Leikfélagi Akureyrar.

Meðal verkefna hans hjá sjálfstæðum leikhópum eru Hárið, Superstar, Stonefree, Himnaríki, Abbababb, Við borgum ekki, Buddy Holly og Alvöru menn.

Jói hefur leikið í fjölda innlendra og erlendra kvikmynda og sjónvarpsverkefna, þar má nefna Nonna og Manna, Kurteist fólk, Djúpið, Víti í Vestmannaeyjum, Hraunið, Rig 45, Arctic Circle, Fortitude og nú síðast kvikmyndina Eurovision. Jóhann hefur einnig unnið við ýmislegt fyrir sjónvarp, m.a. leikið í Áramótaskaupum, stýrt sjónvarpsþáttum eins og Stundinni okkar, HA? á Skjá Einum og Svörum saman á Stöð 2.

Jói skrifaði einnig og leikur í Icelandic sagas - The greatest hits sem hefur gengið í fjögur ár í Hörpu.