Ilmur Kristjánsdóttir

  • Ilmur Kristjánsdóttir

Ilmur Kristjánsdóttir leikur í Englinum og Kópavogskróniku í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020, en hún er jafnframt annar leikgerðarhöfunda í Kópavogskróniku.

Ilmur útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2003.

Fyrsta hlutverk hennar að lokinni útskrift var titilhlutverkið í Línu langsokk í Borgarleikhúsinu. Meðal annarra verkefna hennar þar má nefna Úti að aka, Fólkið í kjallaranum, Ófögru veröld, titilhlutverkið í Sölku Völku, Ausu Steinberg, Chicago, Púntila og Matta, Sekt er kennd, Belgíska Kongó, Terrorisma og Ræðismannsskrifstofuna.

Í Þjóðleikhúsinu hefur Ilmur meðal annars leikið í Einræðisherranum, Íslandsklukkunni, Gerplu, Ívanov og Heddu Gabler.

Ilmur hefur leikið talsvert í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars í kvikmyndunum Fúsa, Ófeigur gengur aftur, Brúðgumanum, Dís, sjónvarpsþáttunum Ófærð, Stelpunum og Ástríði, og Áramótaskaupinu.

Hún einnig starfað fyrir sjónvarp sem handritshöfundur. Má þar nefna sjónvarpsþættina Stelpurnar og Ástríður, en báðir þættirnir hafa hlotið fjölda tilnefninga til Eddunar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna.

Ilmur hlaut Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin fyrir leik sinn í Ívanov og var tilnefnd fyrir Ausu Steinberg, Sölku Völku, Ófögru veröld og Íslandsklukkuna. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Stelpunum og var tilnefnd til sömu verðlauna fyrir Ástríði, Brúðgumann og Dís.