Hildur Vala Baldursdóttir

  • Hildur-Vala-Baldursdottir

Hildur Vala leikur í Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Atómstöðinni - endurliti, Meistaranum og Margarítu, Útsendingu og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020, auk þess sem hún tekur við titilhlutverkinu í Ronju ræningjadóttur.

Hildur Vala útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2019, en útskriftarverkefni árgangsins var Mutter Courage sem sýnt var í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún lék einnig í útskriftarverki Adolfs Smára af sviðshöfundabraut, Heima er best.

Áður en hún hóf nám í LHÍ lék hún og söng í ýmsum söngleikjum í Borgarleikhúsinu.

Hún lék í Skeljum, stuttmynd eftir Ísak Hinriksson, og leikur í annarri seríu af Venjulegu fólki.