Hákon Jóhannesson

Hákon leikur í Shakespeare verður ástfanginn, Meistaranum og Margarítu, Vloggað um tilvistina og Ronju ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Hákon útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018, og lék í útskriftarverkefni leikaranema, Aðfaranótt, sem sýnt var í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Hann lék einnig í útskriftarverkefni Jóhanns Kristófers Stefánssonar af sviðshöfundarbraut, Vatn er gott, sem sýnt var í Kassanum.

Á meðan náminu stóð lék Hákon í sýningum hjá samnemendum sínum í sviðslistadeild Listaháskólans, þar má nefna leikritið Þvott eftir Matthías Tryggva Haraldsson og verkið hahaha eftir Jóhann Kristófer Stefánsson.

Hákon fór með hlutverk skemmtanastjórans í söngleiknum Kabarett hjá Leikfélagi Akureyrar áður en hann flutti sig yfir í Þjóðleikhúsið og lék þar í Jónsmessunæturdraumi.