Esther Talía Casey

Leikkona

Esther leikur í Leitinni að jólunum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Esther útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003.

Í Þjóðleikhúsinu hefur Esther leikið í sirkussöngleiknum Slá í gegn, Leitinni að jólunum, Svartalogni, Fjalla-Eyvindi og Höllu, Skilaboðaskjóðunni, Kardemommubænum, Sólarferð, Ástin er diskó, Hart í bak, Sumarljósi, Frida viva la vida og Oliver.

Í Borgarleikhúsinu hefur Esther leikið í Mamma mia, Mary Poppins og Húsi Bernhörðu Alba.

Hjá Leikfélagi  Akureyrar lék Esther í Oliver Twist, Litlu hryllingsbúðinni, Fullkomnu brúðkaupi og Maríubjöllunni. Með sjálfstæðum leikhópum hefur hún leikið í Grease og Fame hjá 3 Sagas entertainment, Úlfhamssögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Lísu í Undralandi í Austurbæ, Örlagaeggjunum með Reykvíska Listaleikhúsinu og Hættuför í Huliðsdal með leikhópnum Soðið Svið.

Hún er einn af stofnendum Leikfélagsins Kvenfélagið Garpur sem setti m.a. upp sýningarnar Riddarar Hringborðsins með veskið að vopni og Gunnlaðarsögu.

Esther var tilnefnd til Grímunnar - Íslensku leiklistarverðlaunanna fyrir leik sinn í Sumarljósi í Þjóðleikhúsinu. Árið 1999 hlaut hún hlustendaverðlaun FM957 sem söngkona ársins.