Ernesto Camilo Aldazabal Valdes

Camilo er dansari í sirkussöngleiknum Slá í gegn hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Ernesto Camilo fæddist á Kúbu árið 1990 og  útskrifaðist úr La Escuela Nacional de Arte sem danskennari og dansari. Hann starfaði í þrjú ár með dansflokknum Danza Espiral á Kúbu og vann síðan um hríð í Mexíkó sem kennari og dansari. 

Camilo kom til Íslands  árið 2011 og hefur starfað hér sem danskennari og dansari í ýmsum verkefnum. 

Hann kenndi nútímadans á Akureyri í eitt ár hjá Point Dansstudíói á Akureyri. Hann vann á þeim tíma tvö dansverk með Önnu Richardsdóttur, Inanna og Ereskigal, sem voru sýnd í  Rýminu, og barnaverkin Oggun og Freyju. 

Camilo hefur kennt nútímadans við Klassíska listdansskólann frá árinu 2013. Hann hefur einnig kennt hjá Salsa Iceland og á salsahátíðum í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi (Midnight Sun Salsa).

Camilo lék Edda og dansaði í Mamma Mia í Borgarleikhúsinu. Hann dansaði með Íslenska dansflokknum á listahátíð Sigurrósar Norður og Niður í Hörpu. Hann hefur einnig leikið í Áramótaskaupinu. 

Camilo hefur unnið sem danshöfundur og dansari frá árinu 2016 með Forward Youth Company. Hann samdi sitt fyrsta stóra dansverk fyrir hópinn, RITMO. Brot af verkinu var sýnt á danskeppni í Riga, þar sem það vann til verðlauna.