Ebba Katrín Finnsdóttir

  • Ebba-Katrin-Finnsdottir-2019

Ebba Katrín Finnsdóttir leikur Uglu í Atómstöðinni, í Meistaranum og Margarítu og í Þínu eigin leikriti II - Tímaferðalagi í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Ebba útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018.

Í Listaháskólanum tók hún þátt í ýmsum leiklistartengdum verkefnum samhliða náminu. Meðal sýninga eru Tíu skref blindandi eftir Silju Hauksdóttur, MADHVÍT eftir Andreu Vilhjálmsdóttur og Kæru vinir eftir Adolf Smára Unnarsson. Hún var hluti af leikhópnum KONUBÖRN sem settu upp samnefnda sýningu í Gaflaraleikhúsinu árið 2014.

Ebba lék annað aðalhlutverka í sjónvarpsmyndinni Mannasiðir eftir Maríu Reyndal sem sýnd var á RÚV páskana 2018 en myndin var valin besta leikna sjónvarpsefnið á Eddunni 2019. Einnig lék hún í kvikmyndinni Agnes Joy og þáttaseríunni Venjulegt Fólk 2.

Veturinn 2018-2019 starfaði Ebba í Borgarleikhúsinu þar sem hún lék í Dúkkuheimili 2. hluti, NÚNA 2019, Hamlet litla og Matthildi.

Ebba var tilnefnd til Grímunnar 2019 fyrir leik sinn í Matthildi.