Björn Ingi Hilmarsson

Leikari, leikstjóri og deildarstjóri barna- og fræðslustarfs

Björn Ingi leikur í Shakespeare verður ástfanginn og Meistaranum og Margarítu, og leikstýrir Ómari orðabelg, í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Björn Ingi hóf störf við barna- og fræðsludeild Þjóðleikhússins vorið 2016. Hann leikstýrði hér sýningunni Lofthræddi örninn Örvar sem fór í sex vikna leikferð um landið. Hann leikstýrir ferðasýningunni Oddur og Siggi og barnasýningunni Ég get á leikárinu 2017-2018.

Björn Ingi útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1990.

Hann hefur starfað sem leikari víða, meðal annars í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og í Svíþjóð.

Meðal verkefna hans í Borgarleikhúsinu eru 39 þrep, Sölumaður deyr, Sporvagninn Girnd, Beðið eftir Godot, Kysstu mig Kata, Fjandmaður fólksins, Feður og synir, Jesus Christ Superstar, Þrjár systur og Galdrakarlinn í Oz.

Hann lék í Niflungahringnum hjá Íslensku óperunni á Listahátíð í Reykjavík. 

Björn hefur tekið þátt í fjölmörgum dansleikhús uppfærslum, meðal annars  með Íslenska dansflokknum.

Hann starfaði með spunahópnum Follow the fun um sjö ára skeið.

Í Svíþjóð starfaði Björn Ingi í fimm ár hjá Teater Pero í Stokkhólmi og lék í sjónvarpsþáttunum Äkta människor sem framleiddir voru af sænska ríkissjónvarpinu (SVT).

Hann lék í uppfærslu Annars sviðs og Norræna hússins á Enginn hittir einhvern á Akureyri, í Reykjavík og Færeyjum.