Aron Már Ólafsson

  • Aron-Mar-Olafsson

Aron Már leikur titilhlutverkið í Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020

Aron Már útskrifaðist af leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands vorið 2019. 

Hann lék í Kæru Jelenu í Borgarleikhúsinu.

Aron lék í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð II.

Aron er þekktur fyrir umfjöllun sína á samfélagsmiðlum undir nafninu Aron Mola um ýmis mikilvæg málefni, og hann stofnaði ásamt öðrum félagasamtökin Allir gráta, sem vinna að því markmiði að efla geðheilsu barna og ungmenna á Íslandi. Aron er einn af stofnendum útvarpsstöðvarinnar 101 og farsímaþjónustunnar Sambandið 101.