Alexía Björg Jóhannesdóttir

Leikkona

Alexía Björg Jóhannesdóttir útskrifaðist frá Arts Education schools of London árið 2003. Hún lék í Borgarleikhúsinu í verkunum Saumastofan, Riðið inn í sólarlagið, Beðið eftir Godot og Kirsuberjagarðinum. 

Alexía hefur starfað með ýmsum sjálfstæðum leikhópum og er einn af stofnendum leikhópssins Pörupiltar. Með Pörupiltum hefur hún komið fram síðastliðin 10 ár bæði sem leikkona og höfundur.