Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra við Þjóðleikhúsið

Salur2Óskað er eftir kraftmiklum og sjálfstæðum einstaklingi með yfirburða skipulags- og samskiptahæfni og mikinn áhuga á starfi leikhúsa til að leiða teymi sviðsfólks í Þjóðleikhúsinu. Sviðsstjóri sér um að dagleg starfsemi á leiksviðum hússins sé samkvæmt heildarskipulagi, skipuleggur vinnu sviðsfólks og tæknilegar útfærslur leiksýninga. Við leitum að jákvæðum, skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi með reynslu af verk- og verkefnastjórnun sem hefur metnað og drifkraft til að búa lista- og tæknifólki hússins skapandi og öruggt vinnuumhverfi og stuðla að stöðugum umbótum á sviðum Þjóðleikhússins í góðu samstarfi við allar deildir hússins.

Helstu verkefni:

• Daglegur rekstur leiksviða Þjóðleikhússins í samræmi við áherslur og heildarskipulag
• Teymistjórn sviðsdeildar og samhæfing milli sviða og deilda
• Umsjón með tæknibúnaði á leiksviðum hússins
• Umsjón með öryggismálum á og við leiksvið hússins
• Tæknileg útfærsla sviðsetninga
• Keyrsla sýninga
• Skipting leikmynda

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Viðeigandi menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af verkstjórn, verkefnastjórnun, starfi á sviði leikhúsa eða af sambærilegum vettvangi
• Reynsla af sýningarstjórn kostur
• Góð almenn tölvu- og tæknikunnátta
• Góð tök á ensku og Norðurlandamáli kostur
• Jákvæðni, lipurð, skipulagshæfileikar og góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið:

Um er að ræða 100% starf. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Sameykis. Þjóðleikhúsið er jafnlaunavottaður vinnustaður.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 4. ágúst eða eftir samkomulagi.

Umsókn, ferilsskrá og fylgiskjölum er skilað rafrænt á starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Þórhallsdóttir, s. 585 1269. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið steinunnth@leikhusid.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Leikhúsið áskilur sér rétt til að ráða engan uppfylli enginn umsækjandi kröfur.