Þjóðleikhúsið auglýsir spennandi sumarstörf fyrir námsmenn

Leikhúsið stendur fyrir tveimur átaksverkefnum sumarið 2020 og við auglýsum eftir námsmönnum til að framkvæma þau með okkur.
Annað verkefnið er við skönnun og skráningu ljósmynda, leikskráa, veggspjalda, og fleiri munum í safnkosti leikhússins. Verkefnið er að hluta unnið í samstarfi við Ljósmyndasafn Íslands.

Einnig leitum við að hönnunar – list- eða iðnnemum til að koma upp bættri aðstöðu fyrir listamenn til sköpunar í nokkrum rýmum í Þjóðleikhúsinu. Þessi aðstaða nýtist listrænum stjórnendum, samstarfsaðilum og sjálfstæðum hópum, m.a. uppistandshópum ofl. Verkefnið er vinna í hóp við að útfæra hönnun og lausnir sem þjóna þessu markmiði og framkvæma undir leiðsögn og verkstjórn.

Verkefnin standa í tvo mánuði á tímabilinu 10. júní – 27. ágúst og við leitum að skipulögðum, hugmyndaríkum, laghentum og duglegum einstaklingum sem bæði geta starfað sjálfstætt og í teymi. Skilyrði er að umsækjendur séu 18 ára á árinu eða eldri og í námi á milli anna.

Umsóknarfrestur er til 5. júní.
Kynntu þér störfin nánar og sæktu um hér:

SÆKJA UM