Íslensk leikritun og höfundastarf

Verkefnaval

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri ber ábyrgð á verkefnavali Þjóðleikhússins, en honum til ráðgjafar og aðstoðar eru:

  • Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur 
  • Þórhallur Sigurðsson, listrænn stjórnandi Kúlunnar-barnaleikhúss 
  • Listráð Þjóðleikhússins , skipað fimm aðilum að þjóðleikhússtjóra meðtöldum.

Höfundastarf

Þjóðleikhúsið starfar með íslenskum höfundum með ýmsum hætti, en það er ein af skyldum leikhússins að sinna íslenskri leikritun og leggja sitt af mörkum til að efla hana.

Aðdragandi þess að nýtt íslenskt verk er keypt til flutnings á einhverju sviða leikhússins getur verið með ólíku móti:


Skil á hugmyndum og handritum

Höfundar geta sent leikhúsinu fullskrifuð handrit eða handritsdrög til lestrar.

Þegar höfundur leggur fram hugmynd/handritsdrög er óskað eftir að hann skili inn eftirfarandi:

  • Handrit leikverks eða eitt eða fleiri atriði úr verkinu (minnst 10 bls.).
  • Stutta lýsingu á verkinu, eða svokallað synopsis, (1-2 bls.), þar sem fram kemur persónufjöldi, atburðarás, ætlunarverk höfundar og annað sem höfundur óskar að koma á framfæri.
  • Ferilskrá þar sem fram kemur menntun, fyrri störf og reynsla af skrifum.

Handritum, hugmyndum eða drögum að handritum skal skila til Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra, Þjóðleikhúsinu, Lindargötu 7, 101 Reykjavík, s. 551 1200 , ari@leikhusid.is. Netfang og sími höfundar skulu fylgja.

Leikhúsið sendir höfundi staðfestingu á móttöku handrits, og svarar höfundi innan fjögurra mánaða í samræmi við samning Þjóðleikhússins og RSÍ.