Allt leikárið

Vloggað um tilvistina

  • Eftir Matthías Tryggva Haraldsson
  • Leikstjórn Björn Ingi Hilmarsson

Boðssýning fyrir unglinga

  • Frumsýning 13.1.2020

Þjóðleikhúsið vinnur að því að efla áhuga ungmenna á leikhúsinu og í því skyni verður elstu nemendum grunnskólans boðið að sjá farandsýningu á leikriti sem er sérstaklega skrifað fyrir unglinga, og verður frumsýnt í Breiðholti eftir áramót.

Matthías Tryggvi Haraldsson skrifar leikrit sem ber vinnutitilinn “Vloggað um tilvistina”. Hann útskrifaðist frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018 og hefur vakið athygli meðal annars fyrir leikritið Griðastað, sem hlaut þrjár tilnefningar til Grímunnar 2019, og skipulagningu á heimsyfirráðum sem liðsmaður Hatara. Hann hlaut Grímuverðlaunin 2019 í flokknum Sproti ársins.

Boðssýning fyrir unglinga eftir áramót á leikferð og í Þjóðleikhúsinu.

Næstu sýningar

  • Engin sýning framundan

Leikarar

Listrænir aðstandendur


  • Höfundur
    Matthías Tryggvi Haraldsson
  • Leikstjóri
    Björn Ingi Hilmarsson