Allt leikárið

Útsending

 • Eftir Lee Hall, byggt á kvikmyndahandriti eftir Paddy Chayefsky
 • Leikstjórn Guðjón Davíð Karlsson

Magnað verk um átök innan fjölmiðlaheimsins og vald fjölmiðlanna, sem hefur slegið rækilega í gegn í London og New York

 • Lengd 2:10 eitt hlé
 • Frumsýning 21.2.2020
 • Svið Stóra sviðið

Og áður en upp var staðið var Pálmi kominn með heljartök á verkefninu, kröftugur og öruggur en um leið berskjaldaður.

ÞT, MBL

TILKYNNING VEGNA SAMKOMUBANNS


Fréttamanninum Howard Beale er sagt upp eftir tuttugu og fimm ára starf hjá sömu bandarísku sjónvarpsstöðvakeðjunni. Áhorfið þykir of lítið. Hann tilkynnir áhorfendum að eftir viku muni hann svipta sig lífi í beinni útsendingu og skyndilega er fréttaþátturinn hans orðinn miðpunktur athyglinnar. Sjónvarpsstöðin þarf á auknu áhorfi að halda og Howard er leyft að halda áfram á skjánum. Hann fer að tjá sig reglulega í beinni útsendingu um grimmdina í heiminum, hræsnina og blekkingarnar í þjóðfélaginu og hvetur fólk til að rísa upp.

Spennandi leikrit sem vekur fjölda spurninga um vald fjölmiðla og áhrif þeirra á líf fólks. Nýta fjölmiðlar sér skeytingarlaust mannlega harmleiki og andlegt ójafnvægi fólks í samkeppni sinni um æsilegasta efnið? Eða er einmitt mikilvægt að raddir reiðinnar og sársaukans fái að hljóma hindrunarlaust?

Sýning Breska þjóðleikhússins, sem var á fjölunum bæði í London (2017-18) og New York (2018-19), sló rækilega í gegn og var tilnefnd til fjölda verðlauna. Bryan Cranston (Breaking Bad) hlaut fimm virt leiklistarverðlaun fyrir leik sinn í aðalhlutverkinu, meðal annars Laurence Olivier og Tony verðlaunin.

Leikrit Lee Halls er byggt á Óskarsverðlaunamyndinni Network (leikstjórn: Sidney Lumet, handrit: Paddy Chayefsky).

Boðið verður upp á 20 mín. umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á verkinu þann 8. mars.

Næstu sýningar

 • Engin sýning framundan

Leikarar


Listrænir stjórnendur

 • Höfundur leikrits
  Lee Hall
 • Byggt á kvikmyndahandriti eftir
  Paddy Chayefsky
 • Þýðing
  Kristján Þórður Hrafnsson
 • Leikstjórn
  Guðjón Davíð Karlsson
 • Leikmynd
  Egill Eðvarðsson
 • Búningar
  Helga I. Stefánsdóttir
 • Lýsing
  Halldór Örn Óskarsson
 • Tæknihönnun
  Björn Helgason
 • Tónlist
  Eðvarð Egilsson
 • Hljóðmynd
  Aron Þór ArnarssonKristján Sigmundur Einarsson og Eðvarð Egilsson
 • Myndbönd og grafík
  Ólöf Erla Einarsdóttir
 • Sýningarstjórn
  Elín Smáradóttir
 • Aðstoðarleikstjóri
  Oddur Júlíusson
 • Textaaðstoð
  Tryggvi Freyr Torfason
 • Tæknistjórn og þátttaka í sýningu
  Sturla Skúlason Holm
 • Myndatökumenn og þátttakendur í sýningu
  Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir, Alexander John George Hatfield
 • Hljóðmaður og þátttakandi í sýningu
  Eysteinn Aron Halldórsson
 • Búningaumsjón og þátttaka í sýningu

  Snæfríður Jóhannsdóttir 

 • Annað starfsfólk sem tekur þátt í sýningunni
  Valur Hreggviðsson, Valdimar Róbert Fransson, Hera Katrín Aradóttir, Halldór Sturluson, Emelía Rafnsdóttir, Lena Birgisdóttir og Sandra Ruth Ásgeirsdóttir
 • Eltiljós
  Saga Einarsdóttir
 • Leikgervadeild

  Ingibjörg G. Huldarsdóttir deildarstjóri og yfirumsjón, Valdís Karen Smáradóttir, Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir, Tinna Ingimarsdóttir

 • Búningadeild
  Berglind Einarsdóttir deildarstjóri og yfirumsjón sýningar, Ásdís Guðný Guðmundsdóttir, Leila Arge, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Ingveldur Elsa Breiðfjörð, Snæfríður Jóhannsdóttir og Berglind Magnúsdóttir
 • Leikmunadeild
  Halldór Sturluson, yfirumsjón sýningar
 • Sviðsdeild

  Stóra sviðið, yfirumsjón: Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir. Sviðsmenn: Alex Hatfield, Valdimar Fransson, Valur Hreggviðsson, Lena Birgisdóttir, Hera Katrín Aradóttir og Sandra Ruth Ásgeirsdóttir 

 • Leikmynd
  Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Smiðir: Michael John Bown, Haraldur Levi Jónsson og Arturs Zorgis.  Málari: Viðar Jónsson.  Framleiðslustjóri: Hákon Örn Hákonarson.
 • Sérstakar þakkir

  Ingi R. Ingason hjá Origo, Hreinn Beck, Helgi Jóhannesson, Jón Páll Pálsson

 • Titill á frummáli
  Network
 • Sýningarréttur
  Nordiska ApS, Kaupmannahöfn
 • Ljósmyndir úr sýningu
  Hörður Sveinsson

Um verkið


Leikverkið Útsending eftir Lee Hall er byggt á bandarísku kvikmyndinni Network sem var frumsýnd árið 1976. Paddy Chayefsky skrifaði handrit kvikmyndarinnar og leikstjóri var Sidney Lumet. Meðal leikara í kvikmyndinni voru Faye Dunaway, William Holden, Peter Finch og Robert Duvall. Kvikmyndin öðlaðist miklar vinsældir og hlaut fern Óskarsverðlaun, meðal annars fyrir handritið. Paddy Chayefsky hlaut einnig Golden Globe verðlaunin fyrir handritið. Árið 2005 útnefndu Writers Guilds of America handrit Chayefskys eitt af tíu bestu kvikmyndahandritum sögunnar.

Image result for network film

Leikverk Lees Hall var frumsýnt í Breska þjóðleikhúsinu í nóvember árið 2017, í leikstjórn Ivo Van Hove. Bryan Cranston (Breaking Bad) fór með aðalhlutverkið í sýningunni og einnig þegar verkið var frumsýnt á Broadway í New York í desember árið 2018, í sviðsetningu sama leikstjóra. Uppfærsla verksins hlaut afar góðar viðtökur í London og New York, og Cranston hlaut Laurence Olivier-, Critics Circle-, Tony-, Outer Critics Circle- og Drama League-verðlaunin fyrir leik sinn.

Image result for network national theatre

Breska leikskáldið Lee Hall (f. 1966) hefur samið fjölda leikrita og söngtexta og skrifað handrit kvikmynda og sjónvarpsþátta. Meðal þekktustu verka hans eru handrit kvikmyndarinnar Billy Elliot (2000), og handrit og söngtextar í samnefndum söngleik (London, 2005 og New York, 2008), og handrit kvikmyndarinnar Rocketman (2019), sem er byggð á ævi Eltons John. Nokkur leikverk Lees Hall hafa verið sýnd á Íslandi, söngleikurinn Billy Elliot, Ausa Steinberg (Spoonface Steinberg), Eldað með Elvis (Cooking with Elvis) og leikgerð hans byggð á kvikmyndinni Shakespeare verður ástfanginn (Shakespeare in Love). Lee Hall hefur meðal annars hlotið Tony-verðlaunin, Evening Standard-verðlaunin og Laurence Olivier-verðlaunin fyrir verk sín.

Paddy Chayefsky (1923-1981) var bandarískt leikskáld, höfundur sjónvarps- og kvikmyndahandrita og skáldsagnahöfundur. Hann hlaut á ferli sínum þrenn Óskarsverðlaun, fyrir kvikmyndahandritin Marty (1955), The Hospital (1971) og Network (1976).


ViðtölViðtal við leikstjórann, Guðjón Davíð Karlsson

Viðtal við leikmyndahöfund, Egil Eðvarðsson


Umsagnir


Pálmi Gestsson er frábær í hlutverki Howards Beale og heldur sýningunni uppi frá byrjun til enda. Hann hefur aldrei verið betri og ég fagna því að hann skyldi fá þetta tækifæri til að skína.


Pálmi þarf að sýna endalaus tilfinningaviðbrögð og svipbrigði sem eru mögnuð upp hundraðfalt (eða meira?). Hann ER í rauninni sýningin þó að fjöldi persóna sé í verkinu og hann hélt manni gersamlega gagnteknum.


SA, TMM

Útsending er óvenjuleg sýning um margt. Þetta er tæknilega flókið, stíllega brotakennt og pólitískt hlaðið verk sem spyr flókinna spurninga, sakfellir engan, eða kannski okkur öll. Þessu er vel skilað í sýningu Þjóðleikhússins. Það er magnað að í þessari gömlu bíómynd hafi fundist leið til að segja svona glúrinn og mótsagnakenndan sannleika um fjölmiðla, múgmennsku, kapítalisma og nútímamenningu, og hina nagandi vissu um að eitthvað sé rotið í því Danaveldi sem heimurinn var orðinn þá og er enn.


Og áður en upp var staðið var Pálmi kominn með heljartök á verkefninu, kröftugur og öruggur en um leið berskjaldaður.

ÞT, MBL