Allt leikárið

Stormfuglar

  • Eftir Einar Kárason

Hinn rómaði sögumaður Einar Kárason stígur á svið

  • Verð 3.900
  • Lengd 2 klst. Eitt hlé
  • Frumsýning 28.9.2019
  • Svið Þjóðleikhúskjallarinn

Einar Kárason er einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar. Hér flytur hann okkur magnaða sögu sem hann gerði skil í bók sinni Stormfuglum sem kom út árið 2018.

Stormfuglar er áhrifamikil saga um örvæntingarfulla baráttu íslenskra sjómanna við miskunnarlaus náttúruöfl, á síðutogara sem lendir í aftakaveðri vestur undir Nýfundnalandi. Togarinn hleður á sig ísingu í nístandi frosti og ofsaroki, og klakabrynjan er við það að sliga drekkhlaðið skipið. Frá miðunum í kring berast neyðarköll annarra skipa sem eins er ástatt um. Baráttan er upp á líf og dauða.

Höfundur og flytjandi: Einar Kárason

https://www.youtube.com/watch?v=Z2GDwX5LOvk


Næstu sýningar

  • Engin sýning framundan