Allt leikárið

Smán

 • Eftir Ayad Akhtar
 • Leikstjórn Þorsteinn Bachmann

Margverðlaunað átakaverk um sjálfsmynd og sjálfsvitund okkar í fjölmenningarsamfélagi nútímans

 • Lengd 1:45 ekkert hlé
 • Frumsýning 11.9.2017
 • Svið Kúlan

Framtíðin brosir við viðskiptalögfræðingnum Amir Kapoor. Hann er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni, listakonunni Emily, og hefur af harðfylgni og eljusemi náð að vinna sig upp innan lögfræðifyrirtækisins. En velgengnin hefur kostað sitt og fortíðin bankar upp á þegar síst skyldi.

Þorsteinn Bachmann er reyndur leikhúslistamaður sem tekst greinilega að laða fram það besta í leikurum sínum.

MBL. S.B.H

 

 

óvænt, óvenjulegt og óviðjafnanlegt að fá svona gott og mikilvægt verk upp

 

TMM. S.A,

 

Ef þú vilt fá brennheitustu íkveikjuefni samfélagsins beint í æð, farðu þá í Kúluna

 

pressan b.s.

 

innihaldsríkt, haglega fléttað, pólitískt sterkt og vel leikið af dásamlega alþjóðlegum íslenskum leikhóp

 

Vefrit hugvísidadeildar hí D.K.

Amir og Emily bjóða vinahjónum heim. Fram að þessu hefur ólíkur bakgrunnur og uppruni þessara fjögurra einstaklinga ekki virst skipta neinu máli, en þegar samræðurnar berast skyndilega inn á óvænta braut er fjandinn laus.

 

Hvaða áhrif hefur uppruni, kyn og kynþáttur á það hvernig við skilgreinum okkur sjálf? Er hugsanlegt að við séum haldin fordómum sem við viljum ekki kannast við?

Leikritið var frumflutt í Bandaríkjunum árið 2012 og vakti strax gífurlega athygli. Það hlaut Pulitzer-verðlaunin og Obie-verðlaunin, var tilnefnt til Tony-verðlaunanna og hefur farið sigurför um heiminn.

Í samstarfi við leikhópinn Elefant.

Styrkt af Reykjavíkurborg og og Mennta- og menningarmálaráðuneyti – leiklistarráði.

Í samstarfi við Rauða krossinn.

Aðstandendur

 • Leikarar Jónmundur Grétarsson, Salóme R. Gunnarsdóttir, Magnús Jónsson, Tinna Björt Guðjónsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson
 • Leikstjórn Þorsteinn Bachmann
 • Höfundur Ayad Akhtar
 • Aðstoðarleikstjórn Aron Þór Leifson
 • Tónlist Borgar Magnason
 • Leikmynd Páll Banine
 • Búningar Páll Banine
 • Lýsing Jóhann Friðrik Ágústsson
 • Þýðing Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson

Næstu sýningar

 • Engin sýning framundan