Allt leikárið

Shakespeare verður ástfanginn

 • Eftir Marc Norman og Tom Stoppard, aðlagað að leiksviði af Lee Hall
 • Leikstjórn Selma Björnsdóttir

Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri

 • Lengd 2:20
 • Frumsýning 4.10.2019
 • Svið Stóra sviðið

Uppsetning Þjóðleikhússins á Shakespeare verður ástfanginn er metnaðarfull, kraftmikil og full af húmor og leikgleði. Hún er þó ekki síst full af eldheitum ástum og óði til listarinnar og leikhússins.

Eldfjörugur, rómantískur gamanleikur þar sem spunnið er frjálslega út frá ævi leikskáldsins Williams Shakespeares. Leikritið, sem er byggt á Óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love, var frumsýnt á West End í London árið 2014, fékk afar góðar viðtökur og hefur verið sýnt víða við miklar vinsældir.

Unga skáldið Will Shakespeare óttast að hann hafi glatað skáldgáfunni. Aðalsmeyna Víólu de Lesseps dreymir um að verða leikari, á tímum þar sem samfélagið leyfir einungis karlmönnum að stíga á svið. Shakespeare heillast af þessari skarpgreindu, ákveðnu og listhneigðu ungu konu, og ástin fyllir hann andagift á ný. En elskendurnir lifa á viðsjálum tímum þar sem stéttaskipting er mikil, valdabaráttan harðvítug og stutt er í að sverðin fari á loft.

Leikritið er í senn óður til töframáttar skáldskaparins og leiklistarinnar, og hefur verið kallað "ástarbréf til leikhússins". Fjölmargir leikarar og tónlistarmenn sameina krafta sína við að skapa sannkallaða stórsýningu þar sem horfið er aftur til Elísabetartímans í umgjörð og búningum.

Bráðfyndið og fjörugt verk um eldheitar ástir, baráttuna fyrir því að fylgja köllun sinni í hörðum heimi listarinnar og snilligáfuna sjálfa.


Sviðsetning Þjóðleikhússins

Shakespeare verður ástfanginn

leikverk byggt á kvikmyndahandriti eftir

Marc Norman og Tom Stoppard

aðlagað að leiksviði af

Lee Hall

Fyrst sett á svið á West End af Disney Theatrical Productions & Sonia Friedman Productions, í leikstjórn Declan Donnellan, leikmynd eftir Nick Ormerod, með tónlist eftir Paddy Cunneen

Næstu sýningar

 • Engin sýning framundan

Leikarar og hljómsveit


Listrænir aðstandendur


 • Leikverk byggt á kvikmyndahandriti eftir
  Marc Norman og Tom Stoppard
 • Aðlögun að leiksviði

  Lee Hall

 • Leikstjórn
  Selma Björnsdóttir
 • Þýðing
  Kristján Þórður Hrafnsson
 • Tónlist
  Jón Jónsson og Friðrik Dór
 • Leikmynd
  Finnur Arnar Arnarson
 • Búningar
  María Th. Ólafsdóttir
 • Lýsing
  Ólafur Ágúst Stefánsson
 • Tónlistarstjórn og útsetningar
  Karl Olgeir Olgeirsson
 • Hljóðhönnun

  Kristinn Gauti Einarsson og Kristján Sigmundur Einarsson

 • Grafík
  Pálmi Jónsson
 • Sviðshreyfingar
  Þórey Birgisdóttir
 • Bardagalistir
  Kevin McCurdy
 • Leikgervi
  María Th. Ólafsdóttir og Tinna Ingimarsdóttir
 • Aðstoðarleikstjóri
  Ingibjörg Huld Haraldsdóttir
 • Sýningarstjóri
  María Dís Cilia
 • Sýningarstjórn á sýningum
  María Dís Cilia / Kristín Hauksdóttir
 • Aðstoð við bardagaatriði
  Hilmir Jensson
 • Textaaðstoð
  Tryggvi Freyr Torfason
 • Leikgervadeild

  Ingibjörg G. Huldarsdóttir deildarstjóri, Valdís Karen Smáradóttir, Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir, Tinna Ingimarsdóttir, Salóme Ósk Jónsdóttir, Hildur Ingadóttir, Hildur Ösp Gunnarsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Unnur Día Karlsdóttir, Harpa Finnsdóttir, Svava Margrétardóttir, Friðrika Edda Þórarinsdóttir

 • Búningadeild

  Berglind Einarsdóttir deildarstjóri (yfirumsjón sýningar)Ásdís Guðný Guðmundsdóttir, Leila Arge, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Helga Ægisdóttir, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Ingveldur Elsa Breiðfjörð, Brynhildur Þórðardóttir

 • Leikmunadeild
  Halldór Sturluson, yfirumsjón:
 • Sviðsdeild
  Yfirumsjón sýningar: Hildur Evlalía Unnarsdóttir og Rebecca Scott Lord
 • Leikmyndagerð
  Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins og sviðsmenn. Framleiðslustjóri: Hákon Örn Hákonarsson. Yfirsmiður: Michael John Bown. Smiðir: Arturs Zorgis og Haraldur Levi Jónsson. Málarar og formlistamenn: Rebecca Scott Lord, Dagur Alex Ingason, Ricardo Othoniel Muniz Gutierrez, Valur Hreggviðsson, Melkorka Embla Hjartardóttir, Gavriil Voukelatos, Gísli Bjarki Guðmundsson, Hildur Evlalía Unnarsdóttir, Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir, Alex Hatfield, Valdimar Fransson, Sandra Ruth Ásgeirsdóttir, Lena Birgisdóttir, Helgi Þórsson, Þórunn Kolbeinsdóttir, Eglé Sipaviciute, Anna Steinunn Ingólfsdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir.
 • Hljóðmenn baksviðs
  Eysteinn Aron Halldórsson og Eyvindur Þorsteinsson
 • Aðstoð við grafík
  Lárey Huld Róbertsdóttir
 • Ljósmyndir úr sýningu
  Saga Sig
 • Titill á frummáli
  Shakespeare in Love
 • Sýningarréttur
  Nordiska ApS
 • Í leikritinu eru sungin brot úr ljóðum eftir William Shakespeare í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, Sonnettu númer 18 og söng fíflsins úr leikritinu Þrettándakvöldi.

Frikkidor_gdrn_jonUm leikritið

Shakespeare verður ástfanginn er rómantískur gamanleikur þar sem spunnið er frjálslega út frá ævi leikskáldsins Williams Shakespeares. 

Hallur_goi_thostur

Shakespeare er ungt skáld sem reynir að fóta sig í hinu róstusama leikhúslífi Lundúnaborgar á Elísabetartímanum. Hann glímir við að skrifa nýtt leikrit, sem síðar verður Rómeó og Júlía, en óttast að hann hafi glatað skáldgáfunni. Aðalsmeyna Víólu de Lesseps dreymir um að verða leikari, á tímum þar sem samfélagið leyfir einungis karlmönnum að stíga á svið. Shakespeare verður yfir sig ástfanginn af þessari skarpgreindu og listhneigðu ungu konu, og ástin fyllir hann andagift á ný. En elskendurnir lifa á viðsjálum tímum þar sem stéttaskipting er mikil, valdabaráttan harðvítug og stutt er í að sverðin fari á loft.

Orn_Siggi_Edda

Leikritið Shakespeare verður ástfanginn var frumsýnt á West End árið 2014 og naut mikilla vinsælda. Leikritið hefur verið sýnt víða og hlotið góðar viðtökur, meðal annars á Norðurlöndum, en það var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi fyrr í haust og rataði einnig á fjalir Østerbro Teater í Kaupmannahöfn á liðnu vori. Einnig frumsýnir Norska þjóðleikhúsið verkið haustið 2019.

Hilmir_joi_hakon

Verkið er byggt á kvikmyndahandriti eftir Marc Norman og Tom Stoppard en kvikmyndin Shakespeare in Love var frumsýnd árið 1998 og hlaut sjö Óskarsverðlaun, meðal annars sem besta kvikmynd ársins og fyrir besta handrit.

Thorey_heida_eyglo

Shakespeare verður ástfanginn er nokkurs konar „ástarbréf til leikhússins“. Dregin er upp litrík mynd af leikhúslífinu í Lundúnaborg árið 1593, sem minnir óneitanlega um margt á skemmtanaiðnaðinn í stórborgum samtímans, lífsbaráttuna í listaheiminum, harðvítuga samkeppnina, stjörnudýrkunina og átökin á milli voldugra framleiðenda og skapandi listafólks um hið listræna frelsi.

Strakur_atli_thorey

Hinar litríku persónur í leikverkinu eiga sér margar hverjar fyrirmyndir í þekktum einstaklingum frá þessum tíma, eins og Elísabetu drottningu og leikskáldinu Christopher Marlowe sem var ráðinn af dögum við dularfullar kringumstæður. Í leikritinu er einnig vísað með beinum hætti í leikrit Shakespeares sjálfs, atriði úr þeim, persónur og ljóðlínur.

Hansa_lara

Shakespeare verður ástfanginn er ástríðuþrungin ástarsaga, bráðfyndið og fjörugt verk um eldheitar ástir, baráttuna fyrir því að fylgja köllun sinni í hörðum heimi listarinnar og snilligáfuna sjálfa. 

Hakon_david_bjorn


Persónur og fyrirmyndir

Margt er á huldu um ævi leikskáldsins Williams Shakespeares og annarra þekktra samtímamanna hans, og settar hafa verið fram ýmsar tilgátur um einkalíf Shakespeares og tilurð leikrita hans. Höfundar Shakespeare verður ástfanginn gefa sér því talsvert frelsi til að móta persónur og spinna atburðarás, en persónurnar í leikritinu eiga sér margar hverjar fyrirmynd í raunveruleikanum eða skáldskap.

Will Shakespeare

Shakespeare-malverk

William Shakespeare (1564-1616) var eins og Will í verkinu leikskáld, ljóðskáld og leikari. Verkið gerist árið 1593 þegar Will er að hefja höfundarferil sinn, og veit ekki að hann mun síðar verða settur á stall sem fremsti rithöfundur Englands, og að verkin hans munu vera leikin reglulega um allan heim næstu aldirnar! Will hefur á þessum tíma samið nokkur leikrit, eins og til að mynda Tveir herramenn frá Veróna, en í upphafi leikritsins Shakespeare verður ástfanginn glímir hann, með litlum árangri, við að semja nýtt leikrit sem hann kallar Rómeó og Ethel sjóræningjadóttur. Hér er að sjálfsögðu vísað til eins frægasta verks skáldjöfursins enska, Rómeós og Júlíu. Í lok Shakespeare verður ástfanginn hefur Will lokið við Rómeó og Júlíu, og er að byrja að skrifa nýtt verk, hið fræga gamanleikrit Þrettándakvöld. Shakespeare fæddist og ólst upp í smábænum Stratford-upon-Avon í Englandi. Hann kvæntist aðeins 18 ára að aldri, konu að nafni Anne Hathaway, og átti með henni þrjú börn. Will segir í leikritinu að eiginkona hans eigi lítið kot í Stratford, en í dag er kot Anne Hathaway vinsæll áfangastaður ferðamanna sem koma til þessa fæðingarbæjar Shakespeares. Shakespeare hóf að hasla sér völl sem leikari og leikskáld í London einhvern tímann á árunum 1585-1592. Hann varð hluteigandi í leikflokknum Lord Chamberlain's Men, sem síðar var nefndur the King's Men. Talið er að Shakespeare hafi snúið heim til Stratford um 1613, og dáið þremur árum síðar.

Leikarar_19

Víóla de Lesseps

Nafn Víólu vísar til aðalpersónunnar í leikriti Shakespeares Þrettándakvöldi. Báðar þessar persónur eru ungar konur sem neyðast til að dulbúa sig sem karlmaður til að geta öðlast það sem þær vilja. Og báðar verða þær ástfangnar af karlmönnum en verða að gæta þess að mennirnir sem þær elska sjái ekki í gegnum dulargervi þeirra. Í dulargervinu kallar Víóla de Lesseps sig Thomas Kent, en í leikriti Shakespeares Lé konungi neyðist persóna sem heitir jarlinn af Kent til að dulbúast. Á Elísabetartímanum þótti ekki við hæfi að konur kæmu fram á leiksviði, og var það bannað allt til ársins 1660. Ungir piltar voru gjarnan fengnir til að leika ungar stúlkur og konur.

Leikarar_63

Elísabet drottning

Elisabet-I-drottning

Elísabet I (1533-1603) ríkti yfir Englandi og Írlandi frá árinu 1558 til dauðadags, eða í hartnær hálfa öld. Hún þótti gædd miklum persónutöfrum og sýna einstaka þrautseigju á róstursömum tímum. Valdatíð Elísabetar er kölluð Elísabetartíminn, en á þeim tíma blómstraði leiklist í Englandi.

Leikarar01

Christopher Marlowe

Marlowe

Christopher Marlowe (1564-1593) var eitt þekktasta leikskáld Elísabetartímans, ljóðskáld og þýðandi. Þeir Shakespeare voru jafnaldrar, en Marlowe varð þekktur á undan Shakespeare og hafði mikil áhrif á hann. Líkt og gildir um önnur leikskáld Elísabetartímans er fátt vitað um Marlowe, en bæði fræðimenn og skáld hafa sýnt lífi hans og störfum mikinn áhuga. Marlowe var litrík persóna sem hefur meðal annars verið lýst sem njósnara, slagsmálahundi, guðleysingja, peningafalsara og svallara. Gjarnan er litið svo á að Marlowe hafi verið samkynhneigður eða tvíkynhneigður. Meðal leikrita Marlowes eru Tamburlaine mikli, Gyðingurinn á Möltu, Dr. Faustus og Blóðbaðið í París. Þegar leikararnir í Shakespeare verður ástfanginn koma í leikprufu þylja þeir hver á fætur öðrum línur úr Dr. Faustusi, sem þá hafði nýlega slegið í gegn: „Lét þetta andlit flota halda' úr höfn....“ Talið er að Christopher Marlowe hafi skapað sum af frægustu hlutverkunum í leikritum sínum með leikarann Edward Alleyn í huga, en Alleyn lék meðal annars Tamburlaine, Faustus og Barabas í Gyðingnum á Möltu. Marlowe var ekki orðinn þrítugur þegar hann var stunginn til bana, en dauði hans hefur verið sveipaður ákveðinni dulúð og um ástæður þess að hann var ráðinn af dögum hafa verið settar fram ýmsar kenningar. Þegar Marlowe lést hafði handtökuskipun verið gefin út á hendur honum, hugsanlega vegna guðlasts í leikriti. Því hefur verið haldið fram að Marlowe hafi verið drepinn í drykkjuáflogum, vegna ástamála eða deilna um hver ætti að borga reikninginn fyrir veitingar. Einhver gæti hafa viljað hegna honum fyrir ólifnað eða guðleysi. Ein kenningin gengur út á að kona nokkur, sem taldi að eiginmaður sinn ætti í ástarsambandi við Marlowe, hafi lagt á ráðin um morðið. Önnur af lífseigum kenningum um dauða Marlowes er sú að í raun hafi Marlowe sviðsett dauða sinn, til að sleppa undan réttarhöldum og aftöku, og jafnvel haldið svo áfram að skrifa undir höfundarnafninu William Shakespeare!

Leikarar__15

Henslowe

Rosarleikhusid

Philip Henslowe (1550-1616) var kaupsýslumaður, þekktur í leikhúslífi Elísabetartímans sem leikhússtjóri og framleiðandi. Hann hélt dagbók, eða minnisbók, sem er í dag mikilvæg heimild um leikhúslífið á þessum tíma. Í dagbókinni er meðal annars að finna skrá yfir greiðslur og lánveitingar til fjölda leikskálda, vegna leikrita sem hann pantaði eða keypti. Dagbókin er meðal annars heimild um hvernig leikskáld unnu gjarnan saman að leikverkum. Henslowe reisti ásamt öðrum The Rose, eitt helsta leikhús Lundúna, en hann rak einnig fleiri leikhús, vændishús og leikhús þar sem dýr, eins og birnir, naut og hundar, voru látin berjast.

Thjodleikhus_53

Ned Alleyn

Alleyn

Edward (kallaður Ned) Alleyn (1566-1626) var einn virtasti leikarinn á Elísabetartímanum, en helsti keppinautur hans var Richard Burbage. Alleyn lék meðal annars aðalhlutverkin í leikritum Christophers Marlowes dr. Faustusi, Tamburlaine mikla og Gyðingnum á Möltu, en talið er að hlutverkin hafi verið skrifuð fyrir hann. Vitað er að árið 1593 ferðaðist Alleyn ásamt leikarahópi um sveitir Englands. Hann tók þátt í ýmsum leikhúsrekstri Philips Henslowes, sem var tengdafaðir hans. Alleyn var leiðtogi leikhópsins the Admiral's Men.

Leikarar__40

Burbage

Burbage

Richard Burbage (1567-1619) var einn þekktasti og vinsælasti leikari síns tíma, og var meðal annars aðalleikarinn í Globe-leikhúsinu. Hann var einnig leikhúseigandi, athafnamaður og listmálari. Burbage var fremsti leikarinn í leikflokki Shakespeares the Lord Chamberlain's Men og fór meðal annars með titilhlutverkin í frumflutningi á leikritum Shakespeares Hamlet, Óþelló, Ríkharði III og Lé konungi. Burbage lék í fjölda annarra verka, meðal annars eftir Ben Jonson og John Webster. Talið er að hann hafi málað tvær þekktar andlitsmyndir af Shakespeare.

Leikarar__23_1570199120739

John Webster

WebsterJohn Webster (um 1580-1634) byrjaði að skrifa um það leyti sem Shakespeare samdi síðustu leikrit sín, og er eitt þekktasta leikskáld 17. aldarinnar. Hann samdi gamanleiki og söguleg leikrit í samvinnu við önnur leikskáld, en þekktustu verk hans eru dramatísk leikrit, The White Devil og The Duchess of Malfi, harmræn verk, full af óhugnaði. Verk hans bera vott um svartsýni og þau þykja að sumu leyti erfið viðureignar, margslungin, úthugsuð og vitsmunaleg, en um leið afar áhugaverð og eru þau enn sett á svið.

Leikarar__33

Tilney

Tilney

Sir Edmund Tilney (1536–1610) gegndi frá árinu 1579 starfi við hirð Elísabetar drottningar, og síðar Jakobs konungs, sem nefnt var „Master of the Revels“ og fólst í yfirumsjón með ákveðnum hirðskemmtunum og leiksýningum í landinu. Tilney ríkti á afar viðburðaríkum tímum í ensku leikhúslífi. Fyrstu leikhúsbyggingarnar, The Theatre og The Curtain, höfðu verið reistar árið 1576, og mikill vöxtur var í leikhúslífinu. Leikskáld eins og Christopher Marlowe og Thomas Kyd öðluðust miklar vinsældir, og síðar William Shakespeare. Tilney hafði umsjón með ritskoðun í leikhúsi og hafði mikil áhrif á þróun leiklistarinnar á sínum tíma. Hann hafði vald til að varpa þeim sem ekki virtu ríkjandi kröfur varðandi velsæmi, stjórnmál eða trúmál í fangelsi. Talið er að Tilney hafi krafist talsverðra breytinga á leikritum Shakespeares. Þótt ritskoðunin hafi verið íþyngjandi fyrir leikskáldin studdi Tilney einnig leikskáld, meðal annars gegn borgaryfirvöldum sem yfirleitt voru andsnúin leikhúsum. Tilney stofnaði leikflokk við hirðina. Sú ákvörðun Tilneys að leggja meiri áherslu á flutning leikrita við hirðina, í stað hefðbundinna hirðsjónleikja eða grímuleikja, þar sem höfuðáherslan var á búninga, leiktjöld, söng og dans, efldi leikritun í landinu.

Leikarar__18

Jarlinn af Wessex

Jarlinn af Wessex er gamall titill, sem var notaður á 11. öld. Jarldómurinn var endurreistur árið 1999 þegar Játvarður prins, yngsti sonur Elísabetar II Englandsdrottningar, kvæntist og hlaut titilinn jarlinn af Wessex. Því hefur verið haldið fram að Játvarður hafi óskað eftir að fá þennan titil eftir að hafa séð kvikmyndina Shakespeare in Love þar sem Colin Firth fer með hlutverk jarlsins af Wessex.

Leikarar__12


MTÓ

William Shakespeare

William Shakespeare fæddist árið 1564 í Stratford-upon-Avon í Englandi. Eftir hann liggja fjórir tugir leikverka, sem talið er að hann hafi skrifað á árunum 1590-1613, auk ljóðmæla. Hans er getið sem leikara og leikritahöfundar í skrám leikflokksins Lord Chamberlain's Men árið 1594, en flokkurinn var einn fremsti leikflokkur Lundúna á sínum tíma. Vitað er að Shakespeare starfaði með leikflokknum allt þar til hann dró sig í hlé árið 1612 og flutti heim til Stratford-upon-Avon. Þar dó hann árið 1616, 52ja ára að aldri.

Talið er að Shakespeare hafi kvænst Anne Hathaway 18 ára gamall og átt með henni þrjú börn, en hún hafi orðið eftir í Stratford þegar hann hélt til Lundúna. 

William-Shakespeare

Meðal leikrita Shakespeares sem sýnd hafa verið á sviði íslenskra atvinnuleikhúsa eru Þrettándakvöld, Vetrarævintýri, Kaupmaður í Feneyjum, Hamlet, Sem yður þóknast, Draumur á Jónsmessunótt, Júlíus Sesar, Rómeó og Júlía, Óþelló, Makbeð, Lér konungur, Snegla tamin, Ríkarður þriðji og Ofviðrið. Einnig hafa áhugaleikfélög og Ríkisútvarpið flutt mörg leikrit Shakespeares.

Komið hefur út safn þýðinga Helga Hálfdanarsonar á leikritum Shakespeares, en meðal þeirra sem hafa þýtt leikrit skáldsins auk hans eru Þórarinn Eldjárn, Hallgrímur Helgason, Kristján Þórður Hrafnsson, Matthías Jochumson, Steingrímur Thorsteinsson, Indriði Einarsson, Sverrir Hólmarsson og Sölvi Björn Sigurðsson.

Royal Shakespeare Company í Bretlandi er leikhús sem er staðsett í fæðingarbæ Shakespeares, Stratford-upon-Avon, og leggur megináherslu á uppsetningar á verkum Shakespeares. Á heimasíðu leikhússins er margt forvitnilegt að finna um skáldið. Einnig er gaman að heimsækja heimasíðu Globe-leikhússins í London sem byggt var árið 1997, en fyrirmynd þess er leikhús sem Shakespeare starfaði í.


Leikrit Shakespeares á Íslandi

Hér að neðan er listi yfir leikrit Shakespeares og sýningar á verkum hans á Íslandi. Ekki liggur fyrir óyggjandi vitneskja um nákvæman ritunartíma allra verkanna.

Getið er um sýningar á verkunum á fjölum íslenskra atvinnuleikhúsa og í Nemendaleikhúsi LÍ og LHÍ. Leikrit Shakespeares hafa einnig verið flutt af áhugaleikfélögum og í Ríkisútvarpinu.

Helgi Hálfdanarson þýddi öll leikrit Shakespeares, og eru titlar úr þýðingasafni hans tilfærðir í listanum, en þess getið sérstaklega þegar aðrir titlar voru notaðir.

1588–97 Love's Labour's Lost (Ástarglettur)

1589–92 Henry VI, Part 1 (Hinrik sjötti, fyrsta leikrit)

1589–92 Titus Andronicus (Títus Andróníkus)

TÍTUS, Vesturport 2002, þýð. Helgi Hálfdanarson, leikstjórn og leikgerð: Björn Hlynur Haraldsson

TITUS-Vesturport-2002

1589–94 The Comedy of Errors (Allt í misgripum)

1590–92 Henry VI, Part 2 (Hinrik sjötti, annað leikrit)

1590–93 Henry VI, Part 3 (Hinrik sjötti, þriðja leikrit)

1590–94 The Taming of the Shrew (Snegla tamin)

ÓTEMJAN, LR 1981, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Þórhildur Þorleifsdóttir

1590–94 The Two Gentlemen of Verona (Herramenn tveir úr Verónsborg)

1592–94 Richard III (Ríkarður þriðji)

RÍKHARÐUR III, Borgarleikhúsið 2018, þýð. Kristján Þórður Hrafnsson, lstj. Brynhildur Guðjónsdóttir

RIKHARDUR-III-Borgarleikhusid-2018

RÍKARÐUR ÞRIÐJI, Þjóðleikhúsið 2003, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Rimas Tuminas

Rikardur-thridji-143

RÍKARÐUR ÞRIÐJI, Þjóðleikhúsið 1986, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. John Burgess

1594–96 King John (Jóhann landlausi)

1594–96 Romeo and Juliet (Rómeó og Júlía)

RÓMEÓ OG JÚLÍA, Vesturport 2002, þýð. Hallgrímur Helgason, lstj. og leikgerð Gísli Örn Garðarsson, meðlstj. Agnar Jón Egilsson. Enduruppsett í Borgarleikhúsinu 2010 og 2012.

ROMEO-OG-JULIA-Vesturport-2002

RÓMEÓ OG JÚLÍA, Þjóðleikhúsið 1991, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Guðjón Pedersen

ROMEO-OG-JULIA-Thjodleikhusid-1991-Baltasar-Kormakur-og-Halldora-Bjornsdottir

RÓMEÓ OG JÚLÍA, LR 1964, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Tomás Mac Anna

1595–96 A Midsummer Night's Dream (Draumur á Jónsmessunótt)

JÓNSMESSUNÆTURDRAUMUR, Þjóðleikhúsið 2019, þýð. Þórarinn Eldjárn, lstj. Hilmar Jónsson

DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT, Nemendaleikhús LHÍ 2013, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Stefán Jónsson

DRAUMUR-A-JONSMESSUNOTT-Nemendaleikhus-LHI-2013

DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT, Þjóðleikhúsið 2000, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Baltasar Kormákur

Draumur-a-Jonsmessunott

DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT, Nemendaleikhús LÍ 1993, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Guðjón Pedersen

DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT, ballett í Borgarleikhúsinu 1991. Íslenski dansflokkurinn í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Danshöfundur: Gray Veredon. Tónlist: Felix Mendelsohn.

Draumur-a-Jonsmessunott-Borgarleikhusid-1991-med-leikurum-ur-Thjodleikhusinu

DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT, LR í samvinnu við Nemendaleikhús LÍ 1985, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Stefán Baldursson

DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT, LA 1967, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Ragnhildur Steingrímsdóttir

JÓNSMESSUDRAUMUR, Þjóðleikhúsið 1955, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Walter Hudd

Jonsmessudraumur-Thjodleikhusid-1956-Baldvin-Bessi-Gestur-Robert-Klemenz-Indridi

1595–96 Richard II (Ríkarður annar)

1596–97 The Merchant of Venice (Kaupmaður í Feneyjum)

KAUPMAÐUR Í FENEYJUM, Þjóðleikhúsið 1974, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Stefán Baldursson og Þórhallur Sigurðsson

Kaupmadurinn-i-Feneyjum_Anna-Kristin-Arngrims_Randver-Thorlaks_Gudmundur-Magnusson_Helga-Jons

KAUPMAÐURINN Í FENEYJUM, LR 1945, þýð. Sigurður Grímsson, lstj. Lárus Pálsson

1596–97 Henry IV, Part 1 (Hinrik fjórði, fyrra leikrit)

1597–98 Henry IV, Part 2 (Hinrik fjórði, síðara leikrit)

1597–1601 The Merry Wives of Windsor (Vindsór-konurnar kátu)

1598–99 Much Ado About Nothing (Ys og þys útaf engu)

1598–1600 As You Like It (Sem yður þóknast)

SEM YÐUR ÞÓKNAST, Þjóðleikhúsið 1996, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Guðjón Pedersen

Sem-ydur-thoknast

SEM YÐUR ÞÓKNAST, Þjóðleikhúsið 1952, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Lárus Pálsson

Sem-ydur-thoknast-Thjodleikhusid-1952-Margret-Olafsdottir-Larus-Palsson-Klemenz-Jonsson

1599 Henry V (Hinrik fimmti)

1599–1600 Julius Caesar (Júlíus Sesar)

JÚLÍUS SESAR, Þjóðleikhúsið 1959, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Lárus Pálsson

Julius-Sesar-scan0003

1599–1601 Hamlet

HAMLET, LR 2014, þýð. Helgi Hálfdanarson og Jón Atli Jónasson, lstj. Jón Páll Eyjólfsson

HAMLET-LR-2014

HAMLET, LA 2002, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Sveinn Einarsson

HAMLET-LA-2002

HAMLET, Þjóðleikhúsið 1997, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Baltasar Kormákur

Hamlet

HAMLET, LR 1988, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Kjartan Ragnarsson

HAMLET, Þjóðleikhúsið 1963, þýð. Matthías Jochumsson, lstj. Benedikt Árnason

Hamlet-1963.-Gunnar-Eyjolfsson-Hamlet-Herdis-Thorvaldsdottir-Geirthrudur-.-II-

HAMLET, LR 1949, þýð. Matthías Jochumsson, lstj. Edvin Tiemroth

1600–02 Twelfth Night (Þrettándakvöld)

ÞRETTÁNDAKVÖLD EÐA... HVAÐ SEM ÞÉR VILJIÐ, Þjóðleikhúsið í samstarfi við Nemendaleikhús LHÍ 2009, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Rafael Bianciotto

ThRETTANDAKVOLD-EDA.-HVAD-SEM-ThER-VILJID-Thjodleikhusid-i-samstarfi-vid-Nemendaleikhus-LHI-2009

ÞRETTÁNDAKVÖLD, Nemendaleikhús LÍ 1987, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Þórhallur Sigurðsson

ÞRETTÁNDAKVÖLD, Þjóðleikhúsið 1967, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Benedikt Árnason

Threttandakvold-Thjodleikhusid-1967-Erlingur-Gislason-og-Kristbjorg-Kjeld

ÞRETTÁNDAKVÖLD, LA 1963, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Ágúst Kvaran

ÞRETTÁNDAKVÖLD, LR 1933, þýð. Indriði Einarsson, lstj. Brynjólfur Jóhannesson

ÞRETTÁNDAKVÖLD, LR 1926, þýð. Indriði Einarsson, lstj. Indriði Waage

Threttandakvold-LR

1601–02 Troilus and Cressida (Tróílus og Kressíta)

1601–05 All's Well That Ends Well (Allt er gott sem endar vel)

1603–04 Measure for Measure (Líku líkt)

1603–04 Othello (Óþelló)

ÓÞELLÓ, Þjóðleikhúsið 2016, þýð. Hallgrímur Helgason, lstj. og leikgerð Gísli Örn Garðarsson

Othello-National-Theatre-of-Iceland_C9Q9260

ÓÞELLÓ, Nemendaleikhús LÍ 1990, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Guðjón Pedersen, leikgerð: Guðjón Pedersen, Hafliði Arngrímsson og Gretar Reynisson

Othello

ÓÞELLÓ, Þjóðleikhúsið 1972, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. John Fernald

Othello_Jon-Laxdal_Kristin-Magnus

1605–06 King Lear (Lér konungur)

LÉR KONUNGUR, Þjóðleikhúsið 2010, þýð. Þórarinn Eldjárn, lstj. Benedict Andrews

_B7D7310_press_1550595839510

LÉR KONUNGUR, LR 2000, þýð. Steingrímur Thorsteinsson, endurskoðun þýðingar: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, lstj. Guðjón Pedersen

LER-KONUNGUR-LR-2000

LÉR KONUNGUR, Þjóðleikhúsið 1977, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Hovhanness I. Pilikian

LÉR KONUNGUR, Þjóðleikhúsið 1977, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Hovhanness I. Pilikian

1605–08 Timon of Athens (Tímon Aþeningur)

1606–07 Macbeth (Makbeð)

MACBETH, Þjóðleikhúsið 2012, þýð. Þórarinn Eldjárn, lstj. Benedict Andrews

Macbeth-Thjodleikhusid_B7D7488-copy_1550596013837

MACBETH, vinnusmiðja leikara í Þjóðleikhúsinu 2008, texti byggður á þýðingu Matthíasar Jochumssonar, lstj. Vignir Rafn Valþórsson og Stefán Hallur Stefánsson

Macbeth vinnusmiðja Vigdís Hrefna Stefán Hallur

MACBETH, Frú Emilía 1994, þýð. Matthías Jochumsson, lstj. Guðjón Pedersen, leikgerð: Hafliði Arngrímsson, Gretar Reynisson og Guðjón Pedersen

MACBETH, Alþýðuleikhúsið 1989, þýð. Sverrir Hólmarsson, lstj. Inga Bjarnason

MAKBEÐ, LR 1977, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Þorsteinn Gunnarsson

1606–07 Antony and Cleopatra (Anton og Kleópatra)

1606–08 Pericles (Períkles)

1608 Coriolanus (Kóríólanus)

1608–10 Cymbeline (Simlir konungur)

1609–11 The Winter's Tale (Vetrarævintýri)

SUMARÆVINTÝRI, LR 2003, þýð. Indriði Einarsson, lstj. Benedikt Erlingsson, leikgerð: Leikhópurinn

SUMARAEVINTYRI-LR-2003

VETRARÆVINTÝRI, LR 1926, þýð. Indriði Einarsson, lstj. Indriði Waage

1611 The Tempest (Ofviðrið)

OFVIÐRIÐ, LR í samstarfi við Íslenska dansflokkinn 2010, þýð. Sölvi Björn Sigurðsson, lstj. Oskaras Koršunovas

OFVIDRID-LR-i-samstarfi-vid-Islenska-dansflokkinn-2010

OFVIÐRIÐ, Nemendaleikhús LHÍ 2000, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Rúnar Guðbrandsson

OFVIÐRIÐ, Þjóðleikhúsið 1989, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Þórhallur Sigurðsson

Ofvidrid

1613 Henry VIII (Hinrik áttundi)


Nokkrar sýningar byggðar á verkum Shakespeares:


Shakespeare verður ástfanginn , Þjóðleikhúsið 2019, eftir Marc Norman og Tom Stoppard, aðlagað að leiksviði af Lee Hall, þýðing Kristján Þórður Hrafnsson, leikstjórn Selma Björnsdóttir.

Hamlet litli, LR 2014, leikgerð og lstj. Bergur Þór Ingólfsson

Hamlet-litli-LR-2014
Hvílíkt snilldarverk er maðurinn! Þjóðleikhúsið 2011, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Benedikt Árnason, handrit: Sigurður Skúlason og Benedikt Árnason

Hvilikt-snilldarverk-er-madurinn-Thjodleikhusid-2011

Macbeth, Íslenska óperan 2003, ópera eftir Giuseppe Verdi, lstj. Jamie Hayes.

Sjeikspír eins og hann leggur sig, Sjeikspírvinafélag Reykjavíkur (SVR) og Leikfélag Íslands 2000, höfundar: Borgeson, Long og Singer, þýð. Gísli Rúnar Jónsson, lstj. Benedikt Erlingsson.

Sjeikspír eins og hann leggur sig, Leikfélag Akureyrar, 2018, þýð. Vilhjálmur B. Bragason, lstj. Ólafur Egill Egillson.

Sjeikspir-eins-og-hann-leggur-sig-Leikfelag-Akureyrar-2018

Ys og þys út af engu, Íslenski dansflokkurinn 1977, lstj. og danshöfundur: Natalie Konjus.

Öll veröldin er leiksvið, LR 1972, þýð. Helgi Hálfdanarson, leikstjórn og leikgerð: Guðrún Ásmundsdóttir.

Ljóð

Í leikritinu eru sungin brot úr ljóðum eftir William Shakespeare í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, Sonnettu númer 18 og söng fíflsins úr leikritinu Þrettándakvöldi.

Sonnetta númer 18

Má segja að þú sért sumardegi lík?
Svo svipul er ei hin ljúfa fegurð þín.
Vindar oft herja' á vorblóm unaðsrík
og víst er að sumarblíðan of skjótt dvín.

Glóheit sólin getur stundum brennt,
geislar hennar vara mjög oft skammt.
Hið fagra geta óvænt áföll hent
eða það missir ljómann hægt og jafnt.

Þitt eilífa sumar eigi styttir neitt,
aldrei neitt fær rýrt þess töframátt.
Mynd þinni getur dauðinn ekki eytt,
í eilífu kvæði mínu skjól þú átt.

Jafn lengi' og mennskum augum auðnast sýn
í óði mínum lifir fegurð þín.


ViðtölSelma Björnsdóttir leikstjóri segir fráJón Jónsson og Friðrik Dór ræða tónlist verksins


GDRN ræðir um þátttöku sína í sýningunni

Tónlist


Umfjöllun

Uppsetning Þjóðleikhússins á Shakespeare verður ástfanginn er metnaðarfull, kraftmikil og full af húmor og leikgleði. Hún er þó ekki síst full af eldheitum ástum og óði til listarinnar og leikhússins.

Hugrás, KNE

Selma Björnsdóttir leikstýrir Shakespeare verður ástfanginn, en hún hefur ítrekað sýnt hvað í henni býr sem leikstjóri stórra uppsetninga í Þjóðleikhúsinu.

Hugrás, KNE

Leikarar sýningarinnar stóðu sig með prýði þar sem leikgleðin var allsráðandi. … fór Guðjón Davíð Karlsson á kostum sem hinn seinheppni Henslowe … Að lokum verður að minnast á samleik Láru Jóhönnu og Arons Más í hlutverkum ungu elskendanna; neistinn á milli þeirra var sannfærandi, einlægur og eldheitur.

Hugrás, KNE

Shakespeare verður ástfanginn ber vott um mikinn metnað af hálfu listrænna stjórnenda sýningarinnar. Lýsingin er áhrifarík og vinnur frá upphafi vel með leikmyndinni og vendingum sýningarinnar. … Leikmyndin er falleg og þjónar verkinu vel. … sannkallað búningadrama þar sem öllu er tjaldað til.

Hugrás, KNE

Dásamlega falleg sýning

Unnur Ösp Stefánsdóttir

Ég var svo heppin að vera á sýningu með stórum hópi af á að giska fjórtán ára unglingum og þeim fannst ekkert vanta upp á ástarhitann milli aðalleikaranna, Arons Más og Láru Jóhönnu. Þau skræktu, hrópuðu og hvíuðu af gleði

TMM, SA

Edda Björgvinsdóttir í essinu sínu sem fóstra Víólu og Sigurður Sigurjónsson líka þegar hann leikur fóstruna í leikritinu inni í leikritinu … Hilmir Jensson var góður í öllum sínum hlutverkum en bestur þegar hann reri Will og Víólu yfir Themsá í einu besta atriði sýningarinnar.

TMM, SA

Aldrei dauður punktur. Aron drífur alla leið inn í hjartað.

Jóhannes Haukur Jóhannesson

Selma Björnsdóttir sem stýrir hópi listamanna í fallegri og hressilegri sýningu … Leikstjórn Selmu Björnsdóttur bar þess skýr merki að hún er þaulvön að setja upp stórar sýningar á stóru sviði.

Menningin, RÚV, BB

Lára Jóhanna Jónsdóttir fór einstaklega fallega og skemmtilega með hlutverk Víólu sem var eins og skrifað fyrir hana … Aron Már Ólafsson var vörpulegur Shakespeare … Jóhann G. Jóhannsson var skemmtilega mjúkur og sjálfsöruggur sem Marlowe og Edda Björgvins frábær sem fóstran. Stefán Hallur var sannfærandi í hlutverki vonbiðils Víólu, hins óskemmtilega jarls af Wessex og Gói var mjög fyndinn í sínu hlutverki sem hinn örvæntingarfulli leikhússtjóri Henslow. Of langt mál er að telja upp alla leikara sýningarinnar en þeir stóðu sig vel í því að koma léttleikanum til skila.

Menningin, RÚV, BB

Leikmynd Finns Arnars Arnarssonar var einstaklega vel heppnuð … Búningar Maríu Ólafsdóttur voru litríkir og íburðarmiklir, hæfilega ýktir innan tímarammans til að hæfa rómantísku gamanyfirbragði sýningarinnar og lýsing Ólafs Ágústs Stefánssonar var einnig litrík og náði vel að skapa hughrif fyrir atriðin.

Menningin, RÚV, BB

Tónlist þeirra bræðra Friðriks Dórs og Jóns Jónssona var falleg

Menningin, RÚV, BB

mjög góður inngangur fyrir nútímann að Shakespeare og verkum hans. ... Ég var á sýningu með nokkrum fjölda unglinga sem virtust lifa sig af einlægni inn í sýninguna og hún ber öll merki þess að geta slegið í gegn hjá þeim aldurshópi sem einmitt er svo mikilvægt að læri að elska leikhúsið.

Menningin, RÚV, BB

Mér fannst mjög gaman í leikhúsinu þessa kvöldstund … nóg var af rómantík og gleði. Og hver þarf ekki meira af því í lífið?

Menningin, RÚV, BB

Guðjón Davíð Karlsson kætir með orkumikilli frammistöðu ... Alltaf má treysta á Örn Árnason, Sigurð Sigurjónsson og Eddu Björgvinsdóttur til að kitla hláturtaugarnar með frábærum tímasetningum.

Fréttablaðið, SJ

Selma Björnsdóttir stjórnar framvindunni af fagmennsku ... Finnur Arnar Arnarson hannar leikmyndina af hugvitssemi ... Litskrúðið fá áhorfendur svo sannarlega í gegnum búninga Maríu Th. Ólafsdóttur sem tjaldar öllu til

Fréttablaðið, SJ

Þessi sýning er geggjuð. Svo einfalt er það!!!!

Gunnar Helgason.ágætlega saminn og auk þess vel og lipurlega þýddur af Kristjáni Þórði Hrafnssyni.

Kjarninn, JJ

Leikmynd Finns Arnar Arnarsonar er listavel gerð, nýtir til fulls sviðsrýmið og er auk þess hluti af frásögninni og á ekki lítinn þátt í að fleyta henni áfram. Það er gaman að sjá slíkt og þá ekki síður gaman að sjá hugmyndaríka og stílhreina lýsingu Ólafs Ágústs Stefánssonar

Kjarninn, JJ

Þröstur Leó glæðir þennan karl lífi, sál, rödd og önd þannig að í hvert sinn sem hann birtist þokar hann áleiðis stemningu og karakterinn fær þrívídd, hæð, dýpt og breidd. ... Þá er Lára Jóhanna Jónsdóttur ekki síðri þegar kemur að sköpun karakters, hún leikur hina fögru Víólu og fer léttilega með ... þar sýndi Lára Jóhanna að hún hefur giska gott vald á þeim tæknilegu meðulum leikarans sem þarf til að glæða karakter lífi – og ekki svo lítilli kómík!

Kjarninn, JJ

Tónlistin lætur vel að þessari sýningu. Hún er á heimsmælikvarða

Egill Ólafsson

Uppfærsla Þjóðleikhússins á Shakespeare verður ástfanginn í leikstjórn Selmu Björnsdóttur, ber með sér að ekkert hefur verið til sparað í umgjörð og allri útfærslu.

Morgunblaðið, SBH

Handritshöfundar leika sér á skemmtilegan hátt með ýmsar vísanir í verk skáldsins og samtímamanna hans.

Morgunblaðið, SBH

óhætt að segja að Guðjón Davíð Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson hafi stolið senunni í hlutverkum sínum

Morgunblaðið, SBH