Allt leikárið

Rómeó <3 Júlía

Dans og dauði - Glæný og ögrandi túlkun á Rómeó og Júlíu Prokofievs

  • Frumsýning 15.6.2020

Rómeó <3 Júlía er dansverk eftir Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur í túlkun Íslenska dansflokk-sins. Um er að ræða frumflutning á Íslandi, en dansverkið Rómeó <3 Júlía var upphaflega skapað í samstarfi við dansara Gärtnerplatz-leikhússins í München og hlutu höfundarnir í kjölfarið tilnefningu til Faust-verðlaunanna, eftirsóttustu sviðslistarverðlauna Þjóðverja.

Sígildur harmleikur Shakespeares er rækilega afbyggður og brotinn niður í fjölmargar samhliða frása-gnir, svo úr verður veröld þrungin lostafullri þrá, líkamsvessum og logandi eldtungum, særingarmætti öskursins og heilandi ást – undir skæru og neonlituðu hjarta. Saman við allt þetta renna ævintýraleg sviðsmynd og búningar, mögnuð vídeóverk og stórkostleg tónlist Sergeis Prokofievs svo úr verður sýning sem lætur enga ósnortna.

Næstu sýningar