Allt leikárið

Ljóð fyrir þjóð

Einn leikari - einn áhorfandi - eitt ljóð. Streymi alla virka daga kl. 16:30.

  • Frumsýning 18.3.2020

RÚV og Þjóðleikhúsið taka höndum saman um að skemmta landsmönnum meðan á samkomubanni stendur. Almenningi býðst að velja eftirlætisljóð og fá einkalestur frá leikurum á stóra sviði Þjóðleikhússins.

Listafólk Þjóðleikhússins leitar nú nýrra og fjölbreyttra leiða til að nýta hæfileika sína og gleðja landsmenn meðan á samkomubanni stendur. Nýir tímar kalla á nýtt form. Við verðum með fjölbreytta viðburði sem hleypt verður af stokkunum á næstu dögum. Allir viðburðir Þjóðleikhússins næstu vikurnar miða að því að fólk þurfi ekki að koma saman í hópum, hvorki listafólk né áhorfendur.
"Ljóð fyrir þjóð"  í samstarfi við Rás 1

"Ljóð fyrir þjóð" fer þannig fram að almenningur getur sent inn ósk um eitt ljóð sem er í sérstöku uppáhaldi hjá viðkomandi. Daglega, frá mánudegi til föstudags, meðan samkomubannið er í gildi, fær einn Íslendingur boð um að koma í Þjóðleikhúsið og fá ljóðið sitt flutt af einum leikara hússins á Stóra sviði Þjóðleikhússins, fyrir sig einan.

Ljóðaflutningnum er streymt beint af Þjóðleikhúsinu og Rás 1.


TAKA ÞÁTT

 

Ljóð fyrir þjóð

6. apríl 2020.
Ljóð dagsins er Tíminn og vatnið, eftir Stein Steinarr.
Atli Rafn Sigurðarson les fyrir Björn Steinar Hauksson.

Atli
3. apríl 2020.
Ljóð dagsins er Sonatorrek, eftir Egil Skallagrímsson.
Arnar Jónsson les fyrir Skúla Pálsson.

Arnar
2. apríl 2020.
Ljóð dagsins er Stjörnufákur, eftir Jóhannes úr Kötlum.
Guðrún S. Gísladóttir les fyrir Vilhjálm Pétursson.

Guðrún


1. apríl 2020.
Ljóð dagsins er Á hringvegi ljóðsins I, eftir Sigurð Pálsson.
Ingvar E. Sigurðsson les fyrir Borgþór Arngrímsson.

Ingvar


31. mars 2020.
Ljóð dagsins er Brotnar borgir, eftir Steinunni Sigurðardóttur. 
Ebba Katrín Finnsdóttir les fyrir Jóhönnu Gyðu Stefánsdóttur.

Ebba Katrín


30. mars 2020.
Ljóð dagsins er Til barna, eftir Evu Rún Snorradóttur.
Þröstur Leó Gunnarsson les fyrir Guðrúnu Láru Pétursdóttur.

Þröstur Leó

27. mars 2020.
Ljóð dagsins er Víst er það sárt eftir Karin Boye, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.
Ragnheiður Steindórsdóttir les fyrir Þorgeir Tryggvason 

Heiða Steindórs


26. mars 2020.
Ljóð dagsins er Undarlegt er að spyrja mennina, eftir Nínu Björk Árnadóttur.
Lára Jóhanna Jónsdóttir les fyrir Hólmfríði Jónsdóttur.

Lára Jóhanna


25. mars 2020.
Ljóð dagsins er Ferðalok, eftir Jónas Hallgrímsson.
Pálmi Gestson les fyrir Bryndísi Kristjánsdóttur.

Pálmi Gestsson


24. mars 2020.

Ljóð dagsins er Eilífð daganna eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur.
Edda Björgvinsdóttir les fyrir Sólborgu Öldu Pétursdóttur.

Edda Björgvins


23. mars 2020.
Ljóð dagsins er Til ofjarls míns, eftir Sigfús Daðason
Hákon Jóhannesson les, fyrir Viðar Eggertsson
Hákon Jóhannesson

20. mars 2020
Ljóð dagsins er Við dúnhreinsum, eftir Júlíönu Jónsdóttur.
Arndís Hrönn Egilsdóttir les, fyrir Maríu Gestsdóttur.

Arndís Hrönn Egilsdóttir les Við dúnhreinsum, eftir Júlíönu Jónsdóttur.


19. mars 2020
Ljóð dagsins er Til eru fræ, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Baldur Tausti Hreinsson les fyrir Auði Leifsdóttur. 

Baldur Trausti flytur Til eru fræ, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi 


18. mars 2020
Ljóð dagsins er Sólstöðuþula eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum.
Ilmur Kristjánsdóttir les fyrir Svövu Björk Ólafsdóttir.

Ilmur Kristjándóttir flytur Sólstöðuþulu eftir Ólöfu Sigurðardóttir frá Hlöðum.


Næstu sýningar

  • Engin sýning framundan

MyndböndLjósmyndir
Ljóðin

Ferðalok, eftir Jónas Hallgrímsson

Ástarstjörnu
yfir Hraundranga
skýla næturský;
hló hún á himni,
hryggur þráir
sveinn í djúpum dali.

Veit ég hvar von öll
og veröld mín
glædd er guðs loga.
Hlekki brýt ég hugar
og heilum mér
fleygi faðm þinn í.

Sökkvi eg mér og sé ég
í sálu þér
og lífi þínu lifi;
andartak sérhvert,
sem ann þér guð,
finn ég í heitu hjarta.

Tíndum við á fjalli,
tvö vorum saman,
blóm í hárri hlíð;
knýtti ég kerfi
og í kjöltu þér
lagði ljúfar gjafir.

Hlóðstu mér að höfði
hringum ilmandi
bjartra blágrasa,
einn af öðrum,
og að öllu dáðist,
og greipst þá aftur af.

Hlógum við á heiði,
himinn glaðnaði
fagur á fjallabrún;
alls yndi
þótti mér ekki vera
utan voru lífi lifa.

Grétu þá í lautu
góðir blómálfar,
skilnað okkarn skildu;
dögg það við hugðum
og dropa kalda
kysstum úr krossgrasi.

Hélt ég þér á hesti
í hörðum straumi,
og fann til fullnustu,
blómknapp þann gæti
ég borið og varið
öll yfir æviskeið.

Greiddi ég þér lokka
við Galtará
vel og vandlega;
brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.

Fjær er nú fagri
fylgd þinni
sveinn í djúpum dali;
ástarstjarna
yfir Hraundranga
skín á bak við ský.

Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.