Leikskrár

Leikskrá - Svartalogn

Nýtt leikverk byggt á skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Leikgerð: Melkorka Tekla Ólafsdóttir

Persónur og leikendur

Listrænir aðstandendur

 • Leikstjórn
  Hilmir Snær Guðnason
 • Leikgerð
  Melkorka Tekla Ólafsdóttir
 • Höfundur skáldsögu
  Kristín Marja Baldursdóttir
 • Leikmynd
  Gretar Reynisson
 • Búningar
  María Th. Ólafsdóttir
 • Tónlist
  Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson
 • Lýsing
  Halldór Örn Óskarsson
 • Hljóðmynd
  Elvar Geir Sævarsson, Aron Þór Arnarsson
 • Sýningastjórn
  María Dís Cilia
 • Aðstoðarleikstjórn
  Gunnar Gunnsteinsson
 • Hvíslari
  Tryggvi Freyr Torfason
 • Ráðgjöf varðandi pólsku
  Ewa Marcinek
 • Upptökustjórn og útsetningar
  Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson
 • Upptökur
  Sturla Mio Þórisson - Upptökur fóru fram í Masterkey Studios árið 2018
 • Um tónlistina
  Tónlistin í sýningunni er eftir Markétu Irglová og Sturlu Mio Þórisson, en einnig er sungið brot úr pólsku lagi, Bajka Iskierki, eftir Grzegorz Turnau. Leikin eru brot úr nokkrum lögum í flutningi Elvis Presleys, I Can Help eftir Billy Swan, Suspicious Minds eftir Mark James og Jailhouse Rock eftir Jerry Leiber og Mike Stoller.
 • Búningadeild
  Berglind Einarsdóttir (deildarstjóri), Ásdís Guðný Guðmundsdóttir (yfirumsjón sýningar), Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Leila Arge, Ingveldur E. Breiðfjörð (búningaumsjón)
 • Leikmunadeild
  Ásta S. Jónsdóttir (yfirumsjón)
 • Förðun og hárkollugerð
  Ingibjörg G. Huldarsdóttir (yfirumsjón), Silfá Auðunsdóttir, Valdís Karen Smáradóttir
 • Hárgreiðsla
  Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir (yfirumsjón), Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir
 • Stóra sviðið, yfirumsjón
  Viðar Jónsson
 • Sviðsmenn

  Gísli Bjarki Guðmundsson, Jón Stefán Sigurðsson, Stella Björk Hilmarsdóttir, Margrét Agnes Iversen, María Arnardóttir og Rebecca Scott Lord. Gísli Bjarki Guðmundsson og Jón Stefán Sigurðsson leika Höskuld, og fleiri sviðsmenn taka þátt í sýningunni.

 • Leikmyndarsmíði og -málun
  Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins
 • Yfirsmiður
  Michael John Bown
 • Smiðir

  Arturs Zorgis, Hildur Evlalía Unnarsdóttir, Reynir Þorsteinsson, Sallamaaria Koski, Gísli Bjarki Guðmundsson, Haraldur Levi Jónsson, Margét Agnes Iversen

 • Yfirmálari
  Viðar Jónsson
 • Málarar
  Rebecca Scott Lord, María Arnardóttir, Sallamaaria Koski og Björgvin Már Pálsson
 • Framleiðslustjóri
  Hákon Örn Hákonarsson
 • Sérstakar þakkir
  Lára Jóhanna Jónsdóttir


Ljóðin í sýningunni

 

Tárin
 
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
 
Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum (1857-1933)
  
Afturgengin ást
 
Sé konu hefndin hræðileg,
þið hljótið skynja það,
að raun sé óumræðileg,
sem ruddi henni af stað.
 
Þið ættuð að heyra urg í þjöl,
sem yddir konu hefnd.
Þið ættuð að takast á við kvöl,
sem ást í fyrstu er nefnd.
 
Því það er hún, það heiftarfarg,
hin hryggilega sjón,
sem gerir barn að brennuvarg
og breytir konu í Ijón.
 
Hún eitt sinn svaf í ungum hug,
svo afar heit og stór.
Menn vöktu hana og hófu á flug,
svo hátt í loft hún fór.
 
„Hún flýgur hátt", þeir hlógu dátt
og hertu flugið meir.
Svo féll hún lágt, er missti mátt,
og meira hlógu þeir.
 
Hún vægðar aldrei böðla bað,
þeir brostu að sinni fremd.
En afturgengin ást er það,
sem er nú kölluð hefnd.
 
Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum (1857-1933) 
 
 Vofan
 
Á kumblið ég horfði með hatri,
ég hélt, að hann lægi þar kyr.
En sveipaður líkblæjum leið hann
um lokaðar hjarta míns dyr
og mælti með óráð í augum:
"Hér átti ég heimkynni fyr.
 
Því af öllum, sem fyrri ég unni,
var mér engin svo hugljúf og góð.
Úr helþögn þitt hatur mig vakti,
það var hitað af elskunnar glóð;
ég mundi þá seiðandi söngva,
er söng mér þitt kornunga blóð.
 
Enn mun hönd mín á langspilið leika,
hún er lipur og hvít eins og ull.
Svo ber þú mér æskunnar bikar,
síðan bergjum við tryggðanna full.
Ég mun fylgja þér dapur og dauður,
því draugur er trúr eins og gull."
 
Og satt mælir elskhuginn aðeins,
er hann aftur frá gröf sinni snýr.
Nú er brjóst mitt sem kumblið hið kalda,
jafnvel kvölin og sorgin mig flýr.
Aldrei vorljóminn fögnuð mér vekur,
því að vofa í hjarta mér býr.
 
Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum (1899-1946) 
 
 
Svarað bréfi
 
Þú grátbiður mig að gleyma þér.
Það get ég ei, þó ég vildi.
Því allt, sem að bezt og bjartast er,
það bendir mér á þitt gildi.
— Og elskan hún hefur ábyrgzt mér
þig aldrei ég missa skyldi.
 
Þú heilsar mér sérhvern heiðan dag,
þig heyri' eg í lækjar kviki.
Ég finn þig í söng og fögrum brag,
sem faðmur mig örmum lyki.
Ég sé þig við hvert eitt sólarlag
í síðasta geislabliki.
 
Og jafnvel þótt augun sviptust sýn,
þá sérðu það, vinur minn góði,
fyrst ódauðleg sál er eiga mín,
þá ert þú í tryggum sjóði.
Það máist ekki' af henni minning þín,
sem mörkuð er tárum og blóði.
 
Ef drottinn sendir mér blund á brá,
þá blæða ekki hjartasárin.
En samt ég ekki' einu sviptast má,
þó svifi úr minni árin:
sælunni mestu, er sorgin á,
að sjá þig í gegnum tárin.
 
Þó heimili byði heimurinn mér
við hefðar og nautna brunna,
að meta þá tign sem maklegt er
það myndi ég ekki kunna.
— En eilífðin ein vinnst að þakka þér,
að þú hefur kennt mér að unna.
 
Ólína Andrésdóttir (1858—1935)

 

Svartalogn í fjölmiðlum


Menningin-hilmir

Menningin, RÚV, 25. apríl – viðtöl við Hilmi Snæ, Elvu Ósk, Snæfríði, Markétu og Mio

Gestaboð, Rás 1, 21. apríl – viðtal við Elvu Ósk og Melkorku Teklu

Melkorka-svartalogn-fbl.-26.4.18

Fréttablaðið, 26. apríl - viðtal við Melkorku Teklu


Þessi sýning er frábær. Enginn ætti að láta hana framhjá sér fara.

Edda Björgvinsdóttir