Leikskrár

Leikskrá - Súper - þar sem kjöt snýst um fólk


"Þetta er meinlegt og glúrið verk sem kemur okkur við."

"Leikurinn er óaðfinnanlegur, eins og hver og einn leikari hafi fundið sjálfan sig nákvæmlega í persónu sinni. Farið bara og sjáið sjálf." SA, tmm.forlagid.is

Persónur og leikendur

Listrænir aðstandendur

Um höfundinn

Jón Gnarr er rithöfundur, leikari og fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur. 

Hann hefur skrifað og leikið í útvarps- og sjónvarpsþáttum af ýmsu tagi, eins og Heimsenda, Tvíhöfða, Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni. 

Hann hefur einnig fengist við auglýsingagerð, sviðsleik og uppistand.

Jón Gnarr er höfundur leikritsins Súper - þar sem kjöt snýst um fólk sem frumsýnt er í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 16. mars 2019,  en hann leikur jafnframt í sýningunni. Jón lék í sirkussöngleiknum Slá í gegn í Þjóðleikhúsinu.

Jón var borgarstjóri Reykjavíkur fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014.

Jón hefur gefið út skáldsögur og skáldaðar ævisögur, Miðnætursólborgina, Plebbabókina, Indjánann, Sjóræningjann og Útlagann. Jón gaf einnig út bók sína Gnarr: How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World árið 2014 hjá bandaríska forlaginu Melville House. Hann skráði ævisögu konu sinnar, Jógu, Þúsund kossar. 

Jón fékk Edduverðlaun árið 2010 fyrir túlkun sína á Georg Bjarnfreðarsyni en alls hefur Jón fengið á annan tug Edduverðlauna á sínum ferli sem handritshöfundur, framleiðandi og leikari.

Leiðir þeirra Jóns Gnarrs og Benedikts Erlingssonar hafa áður legið saman víða í kvikmyndum, sjónvarpi og leikhúsi í gegnum árin. Má þar nefna að þeir léku saman í hinum geysivinsælu Fóstbræðraþáttum sem fyrst fóru í loftið fyrir rúmum tuttugu árum, árið 1997. Benedikt leikstýrði árið 1998 einþáttungi eftir Jón Gnarr sem bar heitið Góð kona og var sýndur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Benedikt leikstýrði leikritinu Erling sem Jón Gnarr lék í. Verkið var frumsýnt árið 2003 og naut mikilla vinsælda, en var sýnt bæði í Reykjavík og norðan heiða, í samstarfi Leikfélags Akureyrar og Sagnar ehf. Fyrsta leikritið eftir Jón Gnarr sem Benedikt leikstýrði var Hótel Volkswagen sem Borgarleikhúsið sýndi á Stóra sviðinu árið 2012. Jóni Gnarr brá nú síðast fyrir í margverðlaunaðri kvikmynd Benedikts, Kona fer í stríð.

Viðtöl

Benedikt Erlingsson og Jón Gnarr

Halli Mello og Edda Björgvins


Umfjöllun

Hallgrímur Ólafsson í viðtali á K 100

Jón Gnarr í viðtali á RÚV.