Leikskrár

Leikskrá - Slá í gegn

eftir Guðjón Davíð Karlsson

Frumsýning á Stóra sviðinu  24. febrúar 2018

 

Slá í gegn

Glænýr, íslenskur sirkussöngleikur eftir Góa

Stuðið er rétt að byrja

Persónur og leikendur

 • Gítar
  Vignir Snær Vigfússon 
 • Hljómborð
  Karl Olgeirsson 
 • Hljómborð og gítar
  Helgi Reynir Jónsson
 • Trommur
  Þorvaldur Þór Þorvaldsson 
 • Bassi
  Róbert Þórhallsson 
 • Saxófón og ásláttarhljóðfæri
  Aron Steinn Ásbjarnarson

Myndbönd

 

Aðstandendur

 • Höfundur og leikstjóri:
  Guðjón Davíð Karlsson
 • Danshöfundur:
  Chantelle Carey
 • Tónlist:
  Stuðmenn
 • Tónlistarstjórn:
  Vignir Snær Vigfússon
 • Leikmynd:
  Finnur Arnar Arnarson
 • Búningar:
  María Th. Ólafsdóttir
 • Lýsing:
  Magnús Arnar Sigurðarson
 • Hljóðmynd:
  Kristinn Gauti Einarsson og Kristján Sigmundur Einarsson
 • Sýningastjórn:
  María Dís Cilia
 • Aðstoðarleikstjóri:
  Stefán Hallur Stefánsson
 • Myndband:

  Ingi Bekk (myndbandshönnun), Björgvin Már Pálsson og Árni Jón Gunnarsson (hreyfimyndagerð), Rúnar Steinn Skaftason (bakgrunnur).

 • Búningadeild:
  Berglind Einarsdóttir (deildarstjóri og yfirumsjón sýningar), Ásdís Guðný Guðmundsdóttir, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Leila Arge, Helga Lúðvíksdóttir, Ingveldur E. Breiðfjörð (búningaumsjón)
 • Leikmunadeild:
  Trygve J. Eliassen (yfirumsjón), Ásta Jónsdóttir, Högni Sigurþórsson, Halldór Sturluson.
 • Textaaðstoð:
  Tryggvi Freyr Torfason
 • Förðun og hárkollugerð:
  Silfá Auðunsdóttir (yfirumsjón), Ingibjörg G. Huldarsdóttir, Valdís Karen Smáradóttir
 • Hárgreiðsla:
  Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir (yfirumsjón), Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
 • Ljósastjórn:
  Hermann Karl Björnsson
 • Eltiljós:
  Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, Katla Rúnarsdóttir, Tómas Sveinsson, Iðunn Snædís Ágústsdóttir, Sallamaaria Koski, Rebecca Lord
 • Stóra svið yfirumsjón:
  Hildur Evlalía Unnarsdóttir
 • Sviðsmenn:
  Hildur Evlalía Unnarsdóttir, Stella Björk Hilmarsdóttir, Reynir Þorsteinsson, Haraldur Levi Jónsson, Eglé Sipaviciute, María Arnardóttir, Siobhán Antoinette Henry, Hera Katrín Aradóttir
 • Leikmyndarsmíði og - málun:
  Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins
 • Yfirsmiður:
  Michael John Bown
 • Smiðir:
  Arturs Zorgis, Reynir Þorsteinsson, Haraldur Levi Jónsson, Hildur Evlalía Unnarsdóttir, Viðar Jónsson, Gísli Bjarki Guðmundsson, Hákon Örn Hákonarson
 • Yfirmálari:
  Viðar Jónsson
 • Málarar:
  Rebecca Lord, María Arnardóttir, Sallamaaria Koski, Dagur Alex Ingason, Eglé Sipaviciute, Jón Stefán Sigurðsson, Hildur Evlalía Unnarsdóttir
 • Framleiðslustjóri:
  Hákon Örn Hákonarsson
 • Viðtöl:
  Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Atli Þór Albertsson og Sváfnir Sigurðarson, Gunnar Örn (Falcor)

Stuðmenn

Það sem einkennir helst tónlist Stuðmanna er að hún á sér engin takmörk, er hvorki bundin við stíl, tíðaranda né tískusveiflur. Hún leyfir sér að vera utan allra landamæra og að fara á móti ríkjandi stefnum og straumum hverju sinni.

Á hápunkti hippatímabilsins, þegar Stuðmenn voru stofnaðir, voru hljómsveitir almennt klæddar í hippamussur og Afghanpelsa, syngjandi um ást, frið og kærleika í þunglamalegum sýrurokksumgjörðum og lengri rokkverkum. Stuðmenn fóru þvert á þetta með því að klæðast þröngum og snjáðum borgaralegum jakkafötum með bindi um hálsinn og tónlistin var bein andhverfa þess sem þá var í gangi. Fyrsta smáskífa sveitarinnar Honey will you marry me, var t.a.m. bandarísk hallærissveifla með heiðskíru og glaðbeittu yfirbragði. Í öðrum listgreinum á borð við myndlist og bókmenntir er stefna eða stíll þar sem vitnað er í eldri stefnur og allt er leyfilegt nefndur póst-módernismi. Því mætti með réttu kalla tónlist Stuðmanna póst-móderníska.


Textar Stuðmanna og yrkisefni eru að sama skapi landamæralaus, en eiga það sammerkt með hinum frjálsmannlegu tónlistarstílbrögðum sveitarinnar að vera oft á tiðum blandnir spaugi og hárfínu háði. Sveitin hefur jafnan leitast við að höfða til allra aldurshópa og allra stétta og afkima samfélagsins. Þannig mætti segja að lagið og textinn Honey will you marry me hafi verið á yfirborðinu heiðskír og græskulaus og þannig meðtók stór hluti fólks lagið. Hinir djúphyggnari skildu hins vegar að þarna var verið að gantast með einfeldningslegan og bláeygan tónlistarsmekk og stílbrögð kynslóðarinnar á undan, þ.e. kynslóðar foreldra Stuðmanna. Aðrir lásu enn flóknari merkingar í þetta og önnur lög sveitarinnar.

Þannig mætti segja að textar sveitarinnar væru almennt einfaldir og auðskiljanlegir á yfirborðinu, en blandnir lævísum skírskotunum, háði og jafnvel undirhyggju.

Helstu áhrifavaldar Stuðmanna mundu vafalítið teljast The Beatles, en þeir byggðu sín verk gjarnan á e.k. heildarhyggju (concepti), sbr. Sgt. Peppers Heart Club Band, Let it be, Abbey Road o.s.frv.

Stuðmenn hafa gjarnan unnið út frá ákveðnum hugmyndum um heildarverk, sbr. Sumar á Sýrlandi, Tívolí, Með allt á hreinu o.s.frv.

Aðrir áhrifavaldar mundu teljast íslenskar sveitir á borð við Trúbrot og Flowers, Dáta, Tóna, Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Ólafs Gauks ásamt Svanhildi, KK sextett og Hauk Morthens. Erlendir áhrifavaldar aðrir mundu teljast Frank Zappa, Monty Python, Pink Floyd, Jimi Hendrix, Led Zeppelin, Mrs. Miller og fleiri gamanvísnasöngvarar, Willie Nelson, Liberace, Jack Bruce, Paul Simon, SydBarret, Frank Sinatra. Jim Morrisson, Janis Joplin, David Bowie, Robert Johnson, Kevin Ayers, Long John Baldry og Rolling Stones.


Tengsl Stuðmanna við sambærilegar stefnur eða hljómsveitir erlendis væru helst hin andlegu tengsl við frjálslyndi og póst-modernisma bresku Bítlanna, hverra trymbill Ringo Starr heimsótti Stuðmenn í Atlavík 1984.

Sömuleiðis var ýmsum þeirra á mótunarskeiði þeirra afar hlýtt til Long John Baldry (Hoochie Coochie Men, Bluesology, Steampacket) og Kevin Ayers (Soft Machine) á tímabili og a.m.k. einn þeirra starfaði með þeim listamönnum í Bretlandi um hríð. Þá hafa a.m.k. tveir trymblar Frank Zappa starfað með Stuðmönnum eða meðlimum þeirra, þeir Vince Colaiuta og David Logeman. Þá hafa ýmisir hljóðfæraleikarar úr herbúðum Pink Floyd starfað með sumum þeirra, t.a.m. Steve Sidelnyk og Tim Jeffries.

Póst-módernisminn lifir enn góðu lífi jafnt meðal ýmissa erlendra listamanna og hinna íslensku Stuðmanna. Kannski er það lykillinn að leyndarmáli Stuðmanna: Þú getur gert hvað sem er, hvernig sem er, hvenær sem er, óháð ríkjandi stefnum og straumum.

Stuðmenn eru þannig lifandi holdgervingar póst-módernismans á Íslandi.

Elmar Bjarkan


Lávarður lágtíðninnar

Minningarorð


Sú sorgarfregn barst í lok janúar 2018 að Stuðmaður væri fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Tómas M. Tómasson bassaleikari var einstakur maður. Auk þess að vera mikilvægur hlekkur í gleðimaskínu Stuðmanna, átti hann einkar glæsilegan feril sem upptökustjóri og var t.a.m. virkur þátttakandi á 19  af þeim 100 plötum sem valdar voru bestu plötur Íslandssögunnar í samnefndri bók. Enginn annar tónlistarmaður komst nálægt þessum fjölda.

Það sást snemma að Tommi var afburðamaður í tónlist. Hann lék framan af á gítar og söng með unglingahljómsveit sinni Amor, en tók bassann fljótlega traustataki og lagði hann ekki frá sér aftur. Hann fluttist til London snemma á áttunda áratugnum og vann fyrir sér sem tónlistarmaður. Fór meðal annars í prufu hjá pönkhljómsveitinni Sex Pistols en þótti allt of góður. 

Afrek hans með Þursaflokknum verða seint ofmetin og of langt mál væri að telja upp allar þær hljómsveitir sem hann lék með á sínum ferli. Tómas var húmoristi sem kunni öðrum mönnum betur að fá viðstadda til að skella upp úr yfir kostulegum athugasemdum. Tómas var líka sögumaður af guðs náð og hafði sérstakt vald á tímasetningum sem þrautþjálfaðir atvinnumenn í gríni hefðu verið stoltir af.

Tómas var umfram allt blíð og góð manneskja sem allir báru vel söguna,. „Dáldið út í væld, en samt þannig að snyrtimennskan var alltaf í fyrirrúmi...“
Blessuð sé minning Tomma Tomm.

S.S.


Lögin í sýningunni

 • Betri tíð
  Lag: Valgeir Guðjónsson, Stuðmenn.
  Texti: Valgeir Guðjónsson, Þórður Árnason
 • Slá í gegn
  Lag og texti: Valgeir Guðjónsson
 • Íslenskir karlmenn
  Lag og texti: Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson
 • Hulin augu
  Lag: Egill Ólafsson
  Texti: Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon
 • Reykingar
  Lag og texti: Valgeir Guðjónsson, Sigurður Bjóla Garðarsson
 • ÚFÓ
  Lag og texti: Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson
 • Í stórum hring á móti sól
  Lag og texti: Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla
 • Í háttinn klukkan átta
  Lag og texti: Þórður Árnason
 • Angantýr
  Lag: Ragnhildur Gísladóttir, Stuðmenn
  Texti: Egill Ólafsson, Þórður Árnason
 • Dagur að rísa
  Lag og texti:Egill Ólafsson
 • Energí og trú
  Lag og texti: Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon, Valgeir Guðjónsson
 • Hevímetal maður
  Lag og texti: Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson
 • Frímann flugkappi
  Lag og texti: Jakob Frímann Magnússon
 • Haustið ´75
  Lag og texti: Valgeir Guðjónsson
 • She broke my heart
  Lag og texti: Valgeir Guðjónsson
 • Ég er bara eins og ég er
  Lag og texti: Egill Ólafsson, Þórður Árnason
 • Ástardúett
  Lag og texti: Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon
 • Æði
  Lag og texti: Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Jakob Frímann Magnússon
 • Það jafnast ekkert á við jazz
  Lag: Jakob Frímann Magnússon
  Texti: Jakob Frímann Magnússon, Valgeir Guðjónsson
 • Sigurjón digri
  Lag og texti: Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson
 • Að vera í sambandi
  Lag og texti: Jakob Frímann Magnússon, Valgeir Guðjónsson, Tómas Tómasson
 • Ólína og ég
  Lag: Stuðmenn
  Texti: Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla, Valgeir Guðjónsson
 • Gó gó partí
  Lag og texti: Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Jakob Frímann Magnússon
 • Út í kvöld
  Lag: Jakob F. Magnússon
  Texti: Jakob Frímann Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir
 • Leysum vind
  Jakob Frímann Magnússon
  Texti: Þórður Árnason.
 • Taktu til við að tvista
  Lag og texti: Valgeir Guðjónsson
 • Hveitibjörn
  Lag og texti: Jakob Frímann Magnússon, Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson
 • Valur og jarðarberjamaukið hans
  Lag: Ævar Rafnsson, Kristján Edelstein og Grýlurnar (Ragnhildur Gísladóttir, Linda Guðrúnardóttir, Herdís Hallvarðsdóttir og Inga Rún Pálmadóttir)
  Texti: Ævar Rafnsson, Kristján Edelstein.
 • Strax í dag
  Lag og texti: Valgeir Guðjónsson, Jakob Frímann Magnússon
 • Bara ef það hentar mér
  Lag og texti: Jakob Frímann Magnússon
 • Ofboðslega frægur
  Lag: Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon
  Texti: Þórður Árnason, Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon
 • Fljúgðu
  Lag: Valgeir Guðjónsson
  Texti: Valgeir Guðjónsson, Sigurður Bjóla, Egill Ólafsson.

...

Lagalisti á Spotify

Listi

Umfjöllun

Söngleikurinn sigldi fram úr okkar björtustu vonum. Þvílík skemmtun!

Stuðmenn

alveg ótrúlega góð skemmtun ... það labba allir út með bros á vör

Menningin, RÚV, BL

stuðinu er haldið uppi af einurð og krafti ... fagnaðarlætin á frumsýningarkvöldinu voru eins og í Atlavík '84

Mbl., ÞT

Þarna er næstum allt landsliðið í gamanleik mætt til leiks með Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Örn Árnason í aðalhlutverkum sem þau léku af sjarma og öryggi.

Hugrás, DK

syngja öll, dansa og hlæja af slíkri hjartans list, að maður sýpur hveljur og tárast. … Áhorfendur stöppuðu í gólfið, vildu meira – hrópuðu „encore“, „encore“, alveg eins og forðum

DV, BS

Þeirri kunnáttu ásamt söngvum Stuðmanna sem frumsýningargestir augljóslega bara elska, var svarað með miklum fagnaðarlátum í sýningarlok.Það verður sennilega uppselt á allar sýningar fram á vor að minnsta kosti.

RÚV, Víðsjá, MK

 Myndir