Leikskrár

Leikskrá - Gilitrutt

Leikari

 • Bernd-Ogrodnik-sh-CopyBernd Ogrodnik

Listrænir stjórnendur

 • Leikgerð, brúðugerð, leikmyndahönnun og tónlist
  Bernd Ogrodnik
 • Leikstjórn
  Benedikt Erlingsson
 • Búningar
  Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
 • Ljósahönnun
  Jóhann Bjarni Pálmason
 • Leikmunagerð
  Móeiður Helgadóttir
 • Ljósmyndun
  Eddi
 • Sérstakar þakkir til
  Eriku Aalto, Sigríðar Sunnu Reynisdóttur, Egils Ingibergssonar, Sigurþórs Kristjánssonar og Ólafs Þórs Jónssonar.

Frá Bernd Ogrodnik

Kæri leikhúsgestur


Sýningin um Gilitrutt er ástaróður minn til Íslands. Ég býð ykkur inn í hljóðlátar hugrenningar mínar um það sem aldirnar hafa fært landinu og þjóðinni, styrk og sköpunarkraft.

Ef við styrkjum tengslin við umhverfi okkar, árstíðirnar og krafta náttúrunnar getur það stutt okkur til baka (eða fram á veginn) í átt að meira jafnvægi, í stað þess umróts sem við nú göngum í gegnum sem þjóð. Ef við reynum að stytta okkur leið eða komast á auðveldan hátt frá hlutunum mun Gilitrutt taka sinn toll. Þess í stað stendur okkur til boða að taka virkan þátt í þeim fögnuði sem lífið getur verið. Með því að gangast við því að við erum hluti af þessu landi, þá um leið verðum við hluti af fegurð þess, deilum
styrk þess og okkur er heitið nýrri vorkomu á hverjum tíma. 

Þegar ég ákvað að flytja þessa gömlu þjóðsögu um Gilitrutt fannst mér viðeigandi að nota eingöngu náttúruleg efni sem landið okkar býður í efnisvali fyrir sýninguna. Við þæfðum um 50 kíló af ull sem myndar hina alíslensku sveitasýn og íbúar og hetjur dalsins eru allir tálgaðir út í íslenskt birki. Við tónsmíðarnar kannaði ég víddir hljómanna frá hefðbundnu langspili og lék mér með vinalega hljóma harmonikkunnar.

Undirbúningurinn að sýningunni er búinn að vera ótrúleg vegferð inn á ókannaðar lendur og ég er óendanlega þakklátur öllu því frábæra listafólki sem hjálpaði mér við að skapa þessa sýningu.

Njótið vel

Bernd Ogrodnik

(2010)

Frá Benedikt Erlingssyni

Þegar við sjáum vandamál okkar í réttu ljósi tapa þau valdi sínu yfir okkur. Húsfreyjan í sögu okkar á við vanda að stríða. Hún er löt. Þegar hún viðurkennir það í raun og sannleika á hún fyrst von á upprisu.

Til að takast á við bresti sína þarf maður fyrst að bera kennsl á þá. Það getur verið þrautinni þyngra, jafnvel kostað fjallgöngu og hjálp vina og vandamanna. Sumir þurfa jafnvel hjálp að handan eða af öðrum heimi. En það vinnur enginn vinnu mína fyrir mig segir bóndinn okkar.

Vegferð Freyju og Jóns er ekki lokið. Sagan um Gilitrutt er auðvitað bara fyrsti kaflinn í ævisögu þeirra hjóna. 

Bernd Ogrodnik getur ekki að svo stöddu verið sakaður um leti. Hann semur og leikur og smíðar og spilar og málar og tálgar og vefar og vefar endalaust sitt vaðmál. Með honum við vefstólinn stendur Hildur kona hans og gefur hænsnunum og mjólkar kúna og gaukar einhverju að krumma. Það hefur verið einstaklega ánægulegt að starfa með þeim hjónum og mikill heiður að fá að vera þátttakandi í þessari fyrstu frumsýningu á nýju leikverki hér í Brúðuheimum.

Benedikt Erlingsson

(2010)