Leikskrár

Leikskrá - Hafið

Eftir Ólaf Hauk Símonarson • Leikstjórn Sigurður Sigurjónsson

„Mér verður óglatt þegar ég horfi niður á þessa firði þar sem híma fáein íbúðarhús og eitt lúsugt frystihús og ekkert hreyfist nema hringormurinn“

Ragnheiður, dóttir þórðar og sunnu

Persónur og leikendur

 • Þórður Haraldsson, útgerðarmaðurÞröstur Leó Gunnarsson
 • Katrín / Kata, móðir ÞórðarGuðrún S. Gísladóttir
 • Kristín, sambýliskona ÞórðarElva Ósk Ólafsdóttir
 • Haraldur, sonur Þórðar og Sunnu, fyrri konu Þórðar, skrifstofustjóri útgerðarfélagsins, gegnir nú starfi forstjóraBaldur Trausti Hreinsson
 • Áslaug, eiginkona Haraldar, rekur tískuverslunBirgitta Birgisdóttir
 • Ragnheiður, dóttir Þórðar og Sunnu, kvikmyndaleikstjóriSólveig Arnarsdóttir
 • Guðmundur, eiginmaður Ragnheiðar, kvikmyndaklippariSnorri Engilbertsson
 • Bergur, fóstursonur Þórðar og Sunnu, skipstjóriBaltasar Breki Samper
 • Ágúst, sonur Þórðar og Sunnu, tónlistarmaðurOddur Júlíusson
 • María, dóttir Kristínar, menntaskólanemiSnæfríður Ingvarsdóttir

Myndbönd

 

Aðstandendur

 

 • LeikstjórnSigurður Sigurjónsson
 • TónlistGuðmundur Óskar Guðmundsson og fleiri
 • HljóðmyndKristján Sigmundur Einarsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson
 • LeikmyndFinnur Arnar Arnarson
 • BúningarÞórunn María Jónsdóttir
 • LýsingÓlafur Ágúst Stefánsson
 • MyndbandIngi Bekk
 • SýningastjórnKristín Hauksdóttir
 • AðstoðarleikstjórnBirna Hafstein
 • LeikgervadeildValdís Karen Smáradóttir (hárkollugerð og förðun) og Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir (hárgreiðsla)
 • BúningadeildBerglind Einarsdóttir (deildarstjóri og yfirumsjón sýningar), Ásdís Guðný Guðmundsdóttir, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Leila Arge, Ingveldur E. Breiðfjörð (búningaumsjón)
 • PrjónavinnaHjördís Sigurbjörnsdóttir
 • LjósastjórnHermann Karl Björnsson
 • Stóra sviðið, yfirumsjónGísli Bjarki Guðmundsson
 • LeikmyndarsmíðiSmíðaverkstæði Þjóðleikhússins og sviðsmenn
 • YfirsmiðurMichael John Bown
 • BarnaraddirRökkvi Rúnar Rúnarsson Hafstein, Hallur Emil Hallsson
 • TextaaðstoðRagnheiður Steindórsdóttir
 • Um tónlistinaTónlist er eftir Guðmund Óskar Guðmundsson, en einnig eru m.a. flutt lögin Draumalandið, Nú árið er liðið og Laugardagskvöld.
 • Draumalandið, söngur: Sigríður Thorlacius

Um höfundinn

Olafur-Haukur-Simonarson

 Ólafur Haukur Símonarson fæddist í Reykjavík árið 1947. Hann stundaði nám í hönnun, bókmenntum og leikhúsfræðum í Kaupmannahöfn 1965-70, í Frakklandi 1970-71 og aftur í Kaupmannahöfn 1972-74. Hann hefur unnið ýmis störf til sjós og lands en frá árinu 1976 hefur hann eingöngu sinnt ritstörfum. 

Ólafur Haukur er eitt mikilvirkasta og vinsælasta leikskáld Íslendinga en hann hefur einnig sent frá sér ljóðabækur, smásögur og skáldsögur, skrifað útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndahandrit, gefið út hljómplötur með eigin lögum og söngtextum og þýtt bækur, leikrit og kvikmyndir. 

Ólafur Haukur hóf rithöfundarferil sinn sem ljóðskáld en fyrsta ljóðabók hans af fimm, Unglingarnir í eldofninum, kom út árið 1968. 

Hann samdi sín fyrstu leikrit fyrir leikflokkinn Andrókles í Kaupmannahöfn snemma á áttunda áratugnum en gamanleikurinn Blómarósir sem Alþýðuleikhúsið sýndi árið 1979 var fyrsta leikrit hans á íslensku leiksviði. Meðal annarra leikverka Ólafs Hauks eru söngleikurinn Grettir sem hann samdi í félagi við Egil Ólafsson og Þórarin Eldjárn, Ástin sigrar, Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Hundheppinn, Kjöt, Á köldum klaka, Vitleysingarnir, Boðorðin níu og Fólkið í blokkinni, en leikrit hans hafa verið sýnd hjá Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Reykjavíkur, Alþýðuleikhúsinu, Hafnarfjarðarleikhúsinu, í Nemendaleikhúsinu og víðar. 

Fyrsta leikrit Ólafs Hauks sem tekið var til sýninga í Þjóðleikhúsinu var þríleikurinn Milli skinns og hörunds sem sýndur var árið 1984. Í kjölfarið fylgdu Bílaverkstæði Badda, Hafið, Gauragangur, söngleikurinn Þrek og tár, Kennarar óskast, Meiri gauragangur, Viktoría og Georg, Græna landið, Halldór í Hollywood og nú síðast Bjart með köflum. 

Hafið hlaut Menningarverðlaun DV 1993, var tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna og valið til sýningar á leiklistarhátíðinni í Bonn. 

Leikrit Ólafs Hauks hafa verið sýnd í Þýskalandi, Frakklandi, á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Útvarpsleikrit hans Söngvarinn hefur verið flutt víða í Evrópu.

 Ólafur Haukur hefur skrifað handrit tveggja kvikmynda sem báðar byggja á leikritum eftir hann, en þær eru Ryð og Hafið. 

Mynd: Ólafur Haukur fagnaði sjötugsafmæli sínu í ár
með skemmtilegum tónleikum á Stóra sviðinu.

 

Fyrsta skáldsaga Ólafs Hauks, Vatn á myllu kölska, kom út árið 1978 og var tilnefnd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna. Meðal annarra skáldsagna hans eru Vík milli vina, Blómarósir, Líkið í rauða bílnum, unglingasögurnar Gauragangur og Meiri gauragangur, Rigning með köflum, Ein báran stök, Aukaverkanir og æviminningabækurnar Fluga á vegg, Fuglalíf á Framnesvegi og Skýjaglópur skrifar bréf. 

Meðal hljómplatna Ólafs Hauks eru Eniga meniga, Hattur og Fattur, Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Fólkið í blokkinni, Allt í góðu og Gengur og gerist. 

Ólafur samdi sjónvarpsleikrit og loks sviðsleikrit um Hatt og Fatt. Fyrir RÚV skrifaði Ólafur sjónvarpsleikritið Bjallan. Fólkið í blokkinni var sex þátta myndaflokkur fyrir sjónvarp sem byggði á skáldsögunni. 

Ólafur Haukur var leikhússtjóri Alþýðuleikhússins 1980-82. Hann var formaður Leikskáldafélags Íslands 1986-1999, varaformaður Rithöfundasambands Íslands 1994-2002, sat í verkefnavalsnefnd Leiklistarhátíðarinnar í Bonn, Bonner Biennale, 1992 og 1994, sat í stjórn STEFs 1986-2015 og gegndi embætti varaforseta Leikskáldanefndar Alþjóðaleiklistarsambandsins 1993-2005. Ólafur Haukur er heiðursfélagi leiklistarráðs Alþjóðlega leiklistarsambandsins; hann er einnig heiðursfélagi Félags tónskálda og textahöfunda og Félags leikskálda og handritshöfunda á Íslandi.

 

Frumuppfærslan 1992

Hafið var frumflutt á Stóra sviði Þjóðleikhúsins haustið 1992 í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Leikmynd og búninga gerði Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Persónur í verkinu voru þá þremur fleiri, en með hlutverkin fóru:

 • Þórður: Helgi Skúlason
 • Kristín: Margrét Guðmundsdóttir
 • Kata: Bríet Héðinsdóttir
 • Haraldur: Jóhann Sigurðarson
 • Áslaug: Ragnheiður Steindórsdóttir
 • Ragnheiður: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
 • Guðmundur: Randver Þorláksson
 • Bergur: Sigurður Sigurjónsson
 • Ágúst: Stefán Jónsson
 • María: Þórey Sigþórsdóttir
 • Jón (sonur Þórðar og Sunnu, flugmaður): Pálmi Gestsson
 • Lóa (lagskona Jóns): Edda Arnljótsdóttir
 • Hjördís (dóttir Þórðar og Sunnu, kennari, ljóðskáld og ritstjóri kvennablaðs): Ólafía Hrönn Jónsdóttir 

Hafid-1992,-Helgi-Skulason

Hafid-1992,-Margret-Gudmundsdottir,-Sigurdur-Sigurjonsson

Hafid-1992,-Margret-Gudmundsdottir,-Thorey-Sigthorsdottir,-Edda-Arnljotsdottir,-Palmi-Gestsson-og-fleiri

Hafid-1992,-Randver-Thorlaksson,-Briet-Hedinsdottir,-Olafia-Hronn-Jonsdottir

Leikferð til Bonn 1993

 

Hafið leikferð til Bonn 1993

 

 

Brot úr viðtali sem Árni Ibsen tók við Ólaf Hauk Símarson fyrir leikskrá sýningarinnar á Hafinu í Þjóðleikhúsinu 1992

 

„Ég er fæddur í Reykjavík, ólst upp í Vesturbænum í námunda við sjó og höfn og bryggjur. Það má segja að allt mitt fólk hafi fengist við sjó og útgerð. Annar fóturinn var annað hvort niður á bryggju eða um borð í bátum og skipum. Það er því nærtækt fyrir mig að hugsa til þeirra sem eiga viðurværi sitt og afkomu undir sjó og afla.“

„Faðir minn gerði út fiskibát og var skipstjóri á bátum og skipum. Ég var velflest sumur til sjós sem unglingur og stundum skrapp ég með að vetrarlagi líka.“

„Við erum að lifa mjög breytta tíma. Tengsl Íslendinga við hafið eru að breytast. Sjávarbyggðirnar eins og við þekkjum þær munu á næstu árum – ég tala nú ekki um næstu áratugum – gerbreytast. Við erum sem þjóð komin í ákveðna blindgötu, getum ekki byggt á síauknum sjávarafla. Kröfur fólks hér á landi hafa líka breyst. Að búa í sjávarplássi úti á landi virðist ekki lengur fullnægja yngra fólki; það saknar þess sem þéttbýlið hefur upp á að bjóða, vill eiga fleiri möguleika fyrir sig og börn sín heldur en bjóðast. Lífsmunstur eru að breytast og munu gerbreytast á næstu árum og áratugum. Í íslensku máli hefur verið til hugtak sem heitir sjávarpláss, og menn hafa haft á því sameiginlegan skilning, en þetta er að umturnast og jafnvel að þurrkast út.“

„Byggð um landið mun væntanlega grisjast mjög mikið, heilu þorpin leggjast af. Kannski munu örfá eflast og stækka. Ákveðið lífsmunstur mun hrynja. Ætli veiðimennskuþjóðfélagið sé ekki á lokaspretti á Íslandi?“

ÓHS í viðtali í DV, 1992

„Fyrsta borgarkynslóðin er að koma út úr háskólum án þess að hafa nokkurn tíma unnið við frumgreinarnar til sjávar eða sveita. Margir Íslendingar hafa takmarkaðan skilning á því hvað það þýðir fyrir þjóðina að hér sé stundaður sjór og unnin verðmæti úr þeim afurðum. Leikritið er mín leið að koma fólki í skilning um að án sjávaraflans er þetta eyland úti í hafi ekki byggilegt. Hvernig áhorfandinn moðar úr inntaki verksins er svo hans mál.“

Kvikmyndin Hafið, 2002

Kvikmynd Baltasars Kormáks byggð á leikritinu var frumsýnd árið 2002.

 • Þórður: Gunnar Eyjólfsson 
 • Kristín: Kristbjörg Kjeld 
 • Kata:  Herdís Þorvaldsdóttir 
 • Haraldur: Sigurður Skúlason 
 • Áslaug: Elva Ósk Ólafsdóttir 
 • Ragnheiður: Guðrún S. Gísladóttir 
 • Morten (eiginmaður Ragnheiðar): Sven Nordin
 • Ágúst: Hilmir Snær Guðnason 
 • María: Nína Dögg Filippusdóttir  
 • Hafid-kvikmynd-Isl
 • Hafid-kvikmynd-ens

Umfjöllun

...okkar bestu sýningar standast tímans tönn

 

S.J. Fréttablaðið

 

 

 til hamingju með þetta afrek. Þessi sýning á erindi og nýtur vonandi langra lífdaga.

 

B.S. dv.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þjóðleikhúsið


Leikárið 2017-2018

69. leikár, 9. viðfangsefni

Frumsýning á Stóra sviðinu 26. desember 2017

Þjóðleikhússtjóri: Ari Matthíasson