Leikskrár

Leikskrá - Fly Me to the Moon

Bráðskemmtilegt og hjartnæmt verk um tvær kjarnakonur sem hafa alltaf þurft að hafa fyrir lífinu

Leikarar

Aðstandendur

 • Höfundur og leikstjóri

  Marie Jones 

 • Leikmynd og búningar
  Snorri Freyr Hilmarsson
 • Lýsing
  Jóhann Friðrik Ágústsson
 • Hljóðmynd
  Kristján Sigmundur Einarsson
 • Þýðing
  Guðni Kolbeinsson
 • Raddir (Mo og Jason)
  Tinna Lind Gunnarsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson
 • Aðstoðarleikstjóri
  Anna Katrín Einarsdóttir
 • Sýningaumsjón og sýningastjórn
  Guðmundur Erlingsson
 • Tæknistjórn
  Áslákur Ingvarsson
 • Leikgervadeild
  Valdís Karen Smáradóttir (yfirumsjón)
 • Búningadeild

  Hjördís Sigurbjörnsdóttir (yfirumsjón)

 • Leikmunadeild
  Halldór Sturluson (yfirumsjón)
 • Sýningarréttur
  Colombine Teaterförlag
 • Frumsýning
  Kassinn, 28. septemer 2018

Um höfundinn


Marie Jones

Marie Jones er höfundur Fly Me to the Moon og leikstýrir jafnframt sýningunni.

Marie Jones (f. 1955) er leikkona, leikstjóri og leikskáld frá Norður-Írlandi. 
Marie hóf feril sinn í leikhúsi sem leikkona og hefur leikið á sviði, í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hún hefur leikið í flestum stærri leikhúsum á Írlandi og í Bretlandi.

Hún byrjaði að skrifa í samvinnu við aðra fyrir leikhópinn Charabanc í Belfast sem hún starfaði með til ársins 1990. Þá stofnaði hún ásamt öðrum leikhópinn Double Joint sem hún hefur starfað mikið með og skrifað leikrit fyrir. Í verkum sínum fjallar hún gjarnan á gamansaman hátt um málefni sem hafa hvílt á írsku þjóðinni.

Leikrit Marie hafa verið sýnd víða um heim, meðal annars í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Írlandi.

Með fulla vasa af grjóti (Stones in His Pockets) er þekktasta verk Marie, en það hefur verið leikið víða um heim og unnið til fjölda verðlauna. Verkið var sýnt á leikferð um Írlandi áður en það var sýnt á Dublin Theatre Festival, og í kjölfarið var það sett upp á West End og Broadway 2000-2001. Stones in His Pockets hlaut meðal annars Lawrence Olivier verðlaunin, The Evening Standard verðlaunin og þrjár tilnefningar til Tony verðlauna. Verkið hefur verið sýnt á  38 tungumálum. 

Með fulla vasa af grjóti  var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2000 og þá fóru Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson með öll hlutverkin. Ian McElhinney, sem leikstýrði frumuppfærslu verksins, leikstýrði því jafnframt í Þjóðleikhúsinu.  Verkið var endurfrumsýnt hér tvisvar, árin 2012 og 2017. Um 55.000 áhorfendur sáu verkið í Þjóðleikhúsinu, en lokasýningin var jafnframt sýnd í beinni útsendingu á RÚV. 

Fly Me To The Moon var framleitt af Green Shoot productions og frumflutt í Grand Opera House í Belfast. Verkið var einnig sýnt við miklar vinsældir í  New York, og sýningar eru í undirbúningi í Kanada og víða um Norðurlönd. 

Meðal annarra verka Marie eru leikgerð af Eftirlitsmanninum eftir Gogol, sem var sýnd á leikferð um Bretland og Írland, Night in November sem var sýnt í London, Glasgow, New York og þrívegis á leikferð um Írland, Women on the Verge of HRT sem var sýnt í Belfast, Dublin, Glasgow og Vaudeville Theatre í London og Dancing Shoes (ásamt  Martin Lynch) um norður-írska knattspyrnumanninn George Best, sem var frumsýnt í Grand Opera House og fór á leikferð um Bretland.

Hún leikstýrði nýlega eigin leikgerð, Archy in Manhattan, sem er byggð á Archie and Mehitabel eftir  Don Marquis hjá Grand Opera House.

Jones hefur einnig skrifað talsvert fyrir sjónvarp og kvikmyndir.

Marie Jones hefur verið sæmd tveimur heiðursdoktorsnafnbótum í bókmenntum og OBE (Order of the British Empire) orðunni.


Myndbönd


Viðtal við leikara og leikstjóra

Fly Me to the Moon með Frank Sinatra.