Leikskrár

Leikskrá - Aðfaranótt

Persónur og leikendur

Gerður - Ebba Katrín Finnsdóttir

Hörður - Júlí Heiðar Halldórsson

Katrín - Þórey Birgisdóttir

Reynir - Hlynur Þorsteinsson

Súsanna- Elísabet Skagfjörð

Tómas - Hákon Jóhannesson

Vigdís - Eygló Hilmarsdóttir

Þórir - Árni Beinteinn Árnason

Bergur - Sigurður Þór Óskarsson (gestaleikari frá Þjóðleikhússinu)

Adfaranott-leikarar

Listrænir aðstandendur


Leikstjóri:Una Þorleifsdóttir

Höfundur:Kristján Þórður Hrafnsson

Leikmynd og búningar: Rebekka A. Ingimundardóttir

Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson

Tónlist: Gísli Galdur

Hljóðtæknimaður: Áslákur Ingvarsson

Aðstoðarleikstjóri: Anna Katrín Einarsdóttir

Útfærsla búninga: Eleni Podara og Hulda Dröfn Atladóttir

Klæðskurður og saumur búninga: Hulda Dröfn Atladóttir

Aðstoð við sviðshreyfingar:Melkorka Sigríður Magnúsdóttir

Leikmyndasmíði: Egill Ingibergson

Leikmyndamálun: Ingjaldur Kárason

Myndbandstækni: Egill Ingibergsson og Guðmundur Felixsson

Sýningarstjóri:Guðmundur Erlingsson

Leikritunarsamkeppni sviðslistadeildar LHÍ

Spegill á samskiptamynstur samtímans

Það er með stolti að við kynnum nýtt verk eftir Kristján Þórð Hrafnsson sem er skrifað með útskriftarárgang leikarabrautar 2018 í huga. Verkið bar sigur úr býtum í leikritasamkeppni Listaháskólans og Félags leikskálda og handritshöfunda en hugmynd Kristjáns var valin úr 10 innsendum hugmyndum og var hann í kjölfarið ráðinn til að skrifa leikrit fyrir útskriftarhópinn.

Í mati dómnefndar segir „Verk Kristjáns Aðfaranótt er áleitin rannsókn á árásargirni og ofbeldi sem á sér ólíkar birtingamyndirí samskiptum fólks og er um leið spegill á samskiptamynstur samtímans.Verkið gerist í næturlífi Reykjavíkur og varpar upp svipmyndum úr lífi ogsamskiptum ungs fólks sem tengjast hvert öðru með ólíkum hætti. Efnistök Kristjáns eru áleitin og efnið aðkallandi; í gegnum brot úr samtölum raðast upp mynd af ofbeldisglæp og spurningunni er varpað upp um hver sé fær um að fremja slíkan glæp.“

Það er mikilvægt að leikaraefni fái tækifæri til að spreyta sig á ólíkum verkefnumí námi sínu allt frá því að setjaupp trúðsnef, takast á við stór örlög ígegnum klassísk leikverk, máta sig viðhöfundaverkið í gegnum samsköpun ogtakast á við samtímaleikritun og nýskrif.Það eru forréttindi fyrir leikara en jafnframtáskorun að fá að glæða texta lífi fyrsturallra. Hér fá leikaraefnin tækifæri tilað takast á við samtíma sinn í gegnumpersónur sem eru skrifuð með þau í hugaog íslenskan veruleika sem umgjörð.Það hefur verið ánægjulegt að fylgjastmeð tilurð verksins, sköpunarferlinu semhefur tekið jafn langan tíma og meðganganashyrnings en verkið hefur laðað að sérmarga listamenn sem hafa fundið farvegfyrir listsköpun sína í þessari uppsetningu.Verði Aðfaranótt gæfurík umbreytingarstundfyrir upprennandi sviðslistafólkframtíðarinnar.

Steinunn Knútsdóttir, forseti sviðslistadeildar

Kæru áhorfendur

Aðfaranóttin reynist mörgum snúin.Kemur nóttin á undan eða eftir deginum? Er nóttin að koma eða fara? Aðfarir: Það hvernig farið er að við eitthvað. Leikskáld vinna með aðfarir,atferli og athafnir mannskepnunar. Aðfarir okkar eru efniviður leiklistar, að nóttu sem degi. Eitt er víst að átta leikarar eru nú að fara,útskrifast eftir þriggja ára nám.Þau hafa lagt mikið á sig í náminu, aflað sér margvíslegrar þekkingar og aukist hæfni og færni í þeirri list sem þau hafa valið að lifa og hrærast í. Aðfaranótt er þeirra útskriftarverkefni,en þó skiljast þeirra leiðir ekki alveg strax. Síðastliðið haust sköpuðu þau sýningu með nemendum í tónlistardeild,sem fékk nafnið, A Way to B, og tókst einkar vel. Upptaka af sýningunni var send á hið virta ITS Festival í Hollandi, þar sem árlega eru valin til sýninga verk sem þykja skara fram úr, frá sviðslistaskólum á heimsvísu. Það er skemmst frá því að segja að sýningin var valin til þátttöku á hátíðinni, sem haldin er í júní og er það mikið fagnaðarefni. Leikararnir átta munu því stíga sín síðustu skref, sem bekkur, á erlendri grundu. Það er falleg tilhugsun enda er veröldin þeirra leiksvið. Þau leggja af stað með gott nesti og nýja skó. Ég þakka þeim samfylgdina og óska þeim gæfu og velgengni í lífi og list.

Stefán Jónsson, fagstjóri leikarabrautar

Sigurverk leikritunarsamkeppni LHÍ

  • Aðfaranótt eftir Kristján Þórð Hrafnsson sýnt 2018
  • Við deyjum á Mars eftir Jónas Reyni Gunnarsson sýnt 2016
  • Spítalaskipið eftir Kristínu Ómarsdóttur sýnt 2005
  • Tattú eftir Sigurð Pálsson sýnt 2003
  • Íslands Þúsund Tár eftir Elísabetu Jökulsdóttur sýnt 2002

Önnur leikverk sem samin hafa verið fyrir útskriftarárganga leikarabrauta við Listaháskólann:

  • Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason sýnt 2010
  • Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson sýnt 2005 í samstarfi við Common Nonsense

Gagnrýni

athyglisvert leikrit… Heildarmyndin er sem sagt flott og ungu leikararnir eins og fiskar í vatni í allri kóreógrafíunni...

Víðsjá, RÚV, MK


Þetta er stórskemmtileg sýning og ætti skilið að ganga í allt sumar.

TMM, SA