Allt leikárið

Kardemommu­bærinn

 • Eftir Thorbjörn Egner
 • Leikstjórn Ágústa Skúladóttir

Uppáhalds leikrit barna á öllum aldri!

 • Verð 5.500
 • Frumsýning 29.8.2020
 • Svið Stóra sviðið

TILKYNNING VEGNA SAMKOMUBANNS


Þjóðleikhúsið fagnar 70 ára afmæli með uppáhaldsleikriti íslenskra barna!

Verk norska listamannsins Thorbjörns Egners hafa verið samofin starfi Þjóðleikhússins allt frá því að Kardemommubærinn var frumsýndur hér árið 1960. Skáldskapur Egners rataði beint að hjarta íslenskra barna og Kardemommubærinn og Dýrin í Hálsaskógi hafa verið sett á svið á Stóra sviði Þjóðleikhússins reglulega allar götur síðan, enda verður hver kynslóð að fá að sjá sinn Kardemommubæ! Verkið er nú sett upp í Þjóðleikhúsinu í sjötta sinn, og er við hæfi að það sé afmælissýning Þjóðleikhússins á 70 ára afmæli þess, enda hefur Þjóðleikhúsið alla tíð lagt sérstaka áherslu á veglegar barnasýningar. Og eins og við vitum þá talar Egner til barna á öllum aldri!

Kardemommubær er hreint indæll bær, fullur af skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. En þrennt ógnar þó friðsældinni í bænum, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga Soffía frænka! Þegar ræningjarnir láta sér detta í hug að ræna sjálfri Soffíu frænku til sjá um húsverkin færist nú heldur betur fjör í leikinn. 

Fjöldi leikara, barna og tónlistarmanna tekur þátt í þessari bráðskemmtilegu og kraftmiklu sýningu, þar sem yndislegu sönglögin hans Egners gleðja jafnt ung og gömul hjörtu!

Næstu sýningar

 • 29.08 15:00 Stóra sviðið Sýningunni frestað
 • 30.08 13:00 Stóra sviðið Sýningunni frestað
 • 30.08 16:00 Sýningunni frestað

Leikarar

 • KasperHallgrímur Ólafsson
 • Sveppi-iiJesperSverrir Þór Sverrisson (Sveppi)
 • JónatanOddur Júlíusson
 • Ernesto-Camilo-Aldazabal-ValdesLjóniðErnesto Camilo Aldazabal Valdes
 • Soffía frænkaSteinunn Ólína Þorsteinsdóttir
 • Bastían bæjarfógetiÖrn Árnason
 • Frú BastíanRagnheiður Steindórsdóttir
 • Þórhallur SigurðssonTobías í turninumÞórhallur Sigurðsson
 • BakariÓlafía Hrönn Jónsdóttir
 • RakariSnæfríður Ingvarsdóttir
 • Berg kaupmaðurGunnar Smári Jóhannesson
 • Hildur-Vala-Baldursdottir-1Syversen sporvagnsstjóriHildur Vala Baldursdóttir
 • PylsugerðarmaðurBjarni Snæbjörnsson
 • Hakon-Johannesson_1574173681562Silíus og úlfaldiHákon Jóhannesson
 • Nicholas-Arthur-CandyHerra Hagerup bæjarbúi og fimleikakennariNicholas Arthur Candy
 • Frú Hagerup bæjarbúi og fimleikakennariRebecca Hidalgo
 • Bæjarbúi og asniAuður Finnbogadóttir
 • Kamilla Bergþóra Hildur Andradóttir
 • Kamilla Vala Frostadóttir
 • TommíArnaldur Halldórsson
 • TommíJón Arnór Pétursson
 • RemóHilmar Máni Magnússon
 • RemóBjarni Gabríel Bjarnason
 • Barn í Kardemommubæ og froskurAlba Mist Gunnarsdóttir
 • Skjaldbaka og meðlimur í fimleikaflokki KardemommubæjarAron Gauti Kristinsson
 • Barn í Kardemommubæ og skjaldbakaEdda Guðnadóttir
 • Barn í Kardemommubæ og mörgæs Hafrún Arna Jóhannsdóttir
 • Api og meðlimur í fimleikaflokki KardemommubæjarHrafnhildur Hekla Hólmsteinsdóttir
 • Barn í Kardemommubæ og froskurÍsabel Dís Sheehan
 • Barn í Kardemommubæ og flamingóiJórunn Björnsdóttir
 • Barn í Kardemommubæ og skjaldbakaKaja Sól Lárudóttir
 • Mörgæs og meðlimur í fimleikaflokki KardemommubæjarKatla Borg Stefánsdóttir
 • Skjaldbaka og meðlimur í fimleikaflokki KardemommubæjarKári Jóhannesarson
 • Api og meðlimur í fimleikaflokki KardemommubæjarLísbet Freyja Ýmisdóttir
 • Barn í Kardemommubæ og froskurMaría Pála Marcello
 • Mörgæs og meðlimur í fimleikaflokki KardemommubæjarMikael Köll Guðmundsson
 • Barn í Kardemommubæ og mörgæs Steinunn Lóa Lárusdóttir
 • Barn í Kardemommubæ og flamingóiTelma Ósk Bergþórsdóttir
 • Api og og meðlimur í fimleikaflokki KardemommubæjarTinna Hjálmarsdóttir
 • Api og meðlimur í fimleikaflokki KardemommubæjarVilhjámur Árni Sigurðsson
 • Barn í Kardemommubæ og froskurYlfa Blöndal Egilsdóttir


Hljómsveit

 • Trommur og slagverkSvanhildur Lóa Bergsveinsdóttir
 • KontrabassiBirgir Bragason
 • BanjóStefán Már Magnússon
 • KlarínettHaukur Gröndal
 • Trompet og kornetSnorri Sigurðarson
 • BásúnaSamúel Jón Samúelsson
 • Píanó og hljómsveitarstjórnKarl Olgeir Olgeirsson

Listrænir stjórnendur

 • Handrit, tónlist og söngtextar

  Thorbjörn Egner

 • Þýðing leiktexta
  Hulda Valtýsdóttir
 • Þýðing söngtexta
  Kristján frá Djúpalæk
 • Leikstjórn

  Ágústa Skúladóttir 

 • Tónlistarstjórn og útsetningar
  Karl Olgeir Olgeirsson
 • Danshöfundur
  Chantelle Carey
 • Leikmynd
  Högni Sigurþórsson
 • Búningar
  María Th. Ólafsdóttir
 • Lýsing
  Ólafur Ágúst Stefánsson
 • Hljóð

  Kristinn Gauti Einarsson

 • Leikgervi

  María Th. Ólafsdóttir, Högni Sigurþórsson, Ásta S. Jónsdóttir, Mathilde Morant og Valdís Karen Smársdóttir

 • Sýningarstjórn
  Elín Smáradóttir
 • Sýningarstjórn á sýningum

  María Dís Cilia / Elín Smáradóttir / Kristín Hauksdóttir

 • Aðstoðarleikstjóri
  Brynhildur Karlsdóttir
 • Sirkusstjóri
  Nicholas Arthur Candy
 • Dansstjóri
  Rebecca Hidalgo
 • Umsjón með börnum
  Aníta Rós Þorsteinsdóttir, Anna Róshildur Benediktsdóttir, Arngunnur Hinriksdóttir
 • Leikgervadeild
  Ingibjörg G. Huldarsdóttir deildarstjóri, Valdís Karen Smáradóttir (yfirumsjón), Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir, Tinna Ingimarsdóttir, Silfá Auðunsdóttir
 • Búningadeild
  Berglind Einarsdóttir deildarstjóri og yfirumsjón sýningar, Ásdís Guðný Guðmundsdóttir, Leila Arge, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Ingveldur Elsa Breiðfjörð
 • Leikmunadeild

  Ásta S. Jónsdóttir og Trygve J. Eliassen

 • Grímugerð

  Mathilde Anne Morant og Ásta S. Jónsdóttir

 • Hljóðmaður á sviði

  Eysteinn Aron Halldórsson 

 • Stóra sviðið

  Sviðsstjóri: Viðar Jónsson

  Yfirumsjón á sviði: Hildur Evlalía Unnarsdóttir

  Sviðsmenn: Rebecca Scott Lord, Siobhán Antoinette Henry, Lena Birgisdóttir, Sandra Ruth, Hera Katrín Aradóttir, Elísa Sif Hermannsdóttir

  Þátttakendur í sýningu sem bakhluti úlfalda: Rebecca Scott Lord / Hera Katrín Aradóttir

 • Leikmyndarsmíði og -málun

  Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins og sviðsdeild Þjóðleikhússins

  Yfirsmiður: Michael John Bown

  Smiðir: Viðar Jónsson, Arthurs Zorgis, Haraldur Leví Jónsson, Valdimar Fransson, Alex John George Hatfield, Gísli Bjarki Guðmundsson

  Yfirmálari: Valur Hreggviðsson

  Málarar: Rebecca Scott Lord, Dagur Alex Ingason, Lena Birgisdóttir, Sandra Ruth, Alicia Luz Rodriguez, Brett Smith, Hera Katrín Aradóttir

 • Um tónlistina

  Tónlistin í sýningunni er eftir Thorbjörn Egner, að undanskildum Rakaravísum, sem eru eftir Bjarne Amdahl. Útsetning tónlistar: Karl Olgeirsson og hljómsveit

Lögin í sýningunni

1. Forleikur

2. Vísa Bastíans bæjarfógeta

3. Veðurvísur Tobíasar

4. Sporvagninn

5. Söngur Kamillu - Heyrið lagið hljóma

6. Kardemommusöngurinn

7. Úlfaldinn talandi

8. Reiðivísur Soffíu frænku I - Ja, fussum svei, ég fyllist gremju og sorg

9. Ræningjarnir leita - Hvar er húfan mín?

10. Ræningjavísur - Við læðumst hægt og hljótt á tám

11. Reiðivísur Soffíu frænku II - Ja, fussum svei, mig furðar þetta rót

12. Gleðisöngur ræningjanna - Við halda skulum heim á leið

13. Páfagaukurinn frá Ameríku

14. Húrrasöngur fyrir Tobíasi

15. Vísur ræningjanna - Við læðumst hægt um laut og gil

16. Handtökuvísur

17. Vísur frú Bastían

18. Rakaravísur

19. Húrrasöngur fyrir ræningjana 
Thorbjörn Egner

Norski listamaðurinn Thorbjörn Egner fæddist í Osló 12. desember árið 1912 og lést á aðfangadag árið 1990. Hann var afar fjölhæfur listamaður, fékkst við myndlist og samdi ljóð, sögur, leikrit og tónlist. Hann er einna þekktastur fyrir leikrit sín Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og Karíus og Baktus, en hann sendi einnig frá sér fjölda bóka, myndskreytti bækur og vann margskonar barnaefni fyrir útvarp. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum barnamenningar, og sá meðal annars um útgáfu lestrarbóka fyrir börn.

Leikrit Thorbjörns Egners hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi í sex áratugi, eða allt frá því að Kardemommubærinn var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1960. Egner þótti afar vænt um þær góðu viðtökur sem verk hans hlutu hér á landi, og hann tengdist Þjóðleikhúsinu og starfsfólki þess nánum böndum. Kardemommubærinn er nú settur upp í Þjóðleikhúsinu í sjötta sinn, en sýningin er jafnframt 70 ára afmælissýning Þjóðleikhússins.

Myndlist, leikrit, sögur, ljóð og lög

Allt frá barnæsku lifði Egner í heimi sagna, myndlistar, tónlistar og leiklistar, eða eins og hann sagði sjálfur: „Að yrkja ljóð og vísur og leika tónlist og teikna og mála og setja upp leikrit er það sem ég hef haft mest gaman af allt frá því að ég man eftir mér, ég hef kannski alltaf verið nokkurs konar „klifurmús“.“

Teikning-Lilli

Egner ólst upp í Osló, en foreldrar hans ráku litla nýlenduvöruverslun á fyrstu hæð í húsinu þar sem fjölskyldan bjó. Í bakgarðinum var hesthús, heyloft og vagnskýli og þar gátu börnin sýnt leiksýningar og spilað í hljómsveit. Á sumrin dvaldi Egner á bóndabæ hjá skyldfólki sínu og í mörgum verkum sínum styðst hann við minningar frá æskuárunum í Osló og í sveitinni.

Egner lærði teiknun og hönnun og vann fyrst í stað við að teikna og mála. Hann myndskreytti bækur fyrir börn og fullorðna, og þótti góður grafíklistamaður. Hann vakti þó fyrst verulega athygli með þátttöku sinni í barnatímum í útvarpi á fimmta og sjötta áratugnum. Hann samdi sögur, vísur, tónlist og leikrit fyrir útvarp, og söng sjálfur lög og las sögur. Hann eignaðist brátt stóran hóp aðdáenda, og mikið af því efni sem hann vann fyrir útvarp varð honum síðar innblástur fyrir bækur og leikrit.

Teikning-af-ymsum-personum-ur-verkum-Egners

Thorbjörn Egner hóf að senda frá sér barnabækur árið 1940. Hann myndskreytti sjálfur bækur sínar og þóttu teikningar hans sérlega skemmtilegar. Segja má að hann hafi slegið í gegn sem höfundur með Karíusi og Baktusi, sem kom út á bók árið 1949 en hafði áður verið flutt í útvarpi.

Dýrin í Hálsaskógi (Klatremus og de andre dyrene i Hakkebakkeskogen) fylgdi í kjölfarið á bók árið 1953 og Kardemommubærinn (Folk og røvere i Kardemomme by) árið 1955. Þessi þrjú verk, sem síðar urðu leikrit, eru vinsælustu verk Egners, en hann sendi einnig frá sér fjölda annarra bóka.

Teikning-bakarar

Kardemommubærinn var frumsýndur á leiksviði í Noregi árið 1956 en það var á Íslandi sem Dýrin í Hálsaskógi voru fyrst frumsýnd á leiksviði, hér í Þjóðleikhúsinu þann 16. nóvember árið 1962. Tveimur vikum seinna var verkið svo frumsýnt í Kaupmannahöfn. Verkið hafði áður verið sýnt sem brúðusýning í Oslo Nye Teater haustið 1959. Karíus og Baktus var fyrst flutt sem útvarpsleikrit árið 1946. Leikrit Egners eru sett upp reglulega í Noregi og víðar á Norðurlöndum, og hafa verið leikin víða um heim.

Egner hannaði leikmyndir og búninga við fyrstu uppsetningar á verkum sínum, og leikstýrði nokkrum uppfærslum á eigin verkum.

Brúðukvikmyndir Ivo Caprinos frá árinu 1955 sem voru byggðar á Karíusi og Baktusi og Dýrunum í Hálsaskógi nutu mikillar hylli og gerð var kvikmynd byggð á Kardemommubænum árið 1988. Ný teiknimynd byggð á Dýrunum í Hálsaskógi kom út árið 2016.


Egner þýddi barnaefni og tók saman margar lestrarbækur fyrir börn. Hann var vel að sér um gömul hús og sendi frá sér rit um þau efni. Hann ferðaðist um Norðurlöndin og Miðjarðarhafslöndin, og skoðaði þar byggingar sem urðu svo fyrirmyndir að barnateikningum hans.

Norðmenn kunna vel að meta verk Egners, barnabækur, leikrit, hljómplötur, lestrarbækur, teikningar og fleira. Í Kristiansand Dyrepark hefur verið reistur sérstakur Kardemommubær , þar sem börn og fullorðnir geta spókað sig meðal persónanna úr verkinu. Egner vann til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar og tónlist og hann hefur verið heiðraður á margvíslegan máta í Noregi.

Egner_280_1167737868

Mikilvægt að lesa fyrir börnin

Egner og Anna kona hans kynntust þegar þau voru átján ára. Hún var alla tíð hans helsti samverkamaður og Egner segir að Anna og börnin þeirra hafi verið hans bestu hjálparmenn, gefið honum ráð og veitt honum innblástur. Þegar börnin voru ung höfðu foreldrarnir fyrir sið að lesa fyrir þau á kvöldin. „Ég er þeirrar skoðunar að það hafi mikla þýðingu að lesa upphátt fyrir börn,” sagði Egner. „Þá upplifa stórir og smáir veröld bókanna saman og tala saman um efni þeirra. Svona kvöldstundir held ég að leggi grunninn að trausti og samheldni sem getur varað allt fram eftir unglingsárunum og kannski um alla framtíð. Þetta eykur orðaforða barnanna og nærir hugmyndaflug þeirra og sköpunargleði.”

Þegar Egner var spurður að því hvaða kröfur hann gerði til barnasýninga, svaraði hann: „Ég vonast fyrst og fremst til þess að leikritið veki spennu, og skemmti stórum sem smáum og gleðji þá. En ég óska þess að á bak við skemmtilega atburðarásina finni fólk dýpri merkingu, áminningu um að enginn er bara hetja og enginn er bara skúrkur. Og við verðum að sættast á það að við manneskjurnar erum svolítið ólíkar – og við verðum að reyna að skilja hvert annað.”

Egner var eitt sinn spurður að því hvaða persónu í Hálsaskógi hann líktist mest. Hann svaraði því til að honum væri oft líkt við Bangsapabba, en að hann myndi líka gjarna stundum vilja vera Lilli klifurmús.

Egner-og-Gudlaugur-Rosinkranz

Thorbjörn Egner og Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið og Thorbjörn Egner tengjast sérstökum böndum. Verk hans hafa verið samofin starfi Þjóðleikhússins í um sex áratugi, eða allt frá því að Kardemommubærinn var frumsýndur hér árið 1960. Skáldskapur Egners rataði beint að hjarta íslenskra barna, og fyrsta uppfærslan á verkinu naut svo mikilla vinsælda að hún var sett aftur á svið árið 1965. Síðan þá hefur verkið verið sett upp með reglulegu millibili, eða árin 1974, 1984, 1995 og 2009, og nú er væntanleg ný sýning árið 2020.

Kardemommubaerinn 1960

Leikrit Egners Dýrin í Hálsaskógi hefur einnig notið afar mikilla vinsælda í Þjóðleikhúsinu, og hefur verið sett á svið fimm sinnum hér, árin 1962, 1977, 1992, 2003 og 2012. Tvö önnur leikrit eftir Thorbjörn Egner hafa verið sýnd í Þjóðleikhúsinu, Síglaðir söngvarar árið 1968 og Karíus og Baktus árin 2001 og 2013.

Dyrin-i-Halsaskogi-1962

Allt frá fyrstu sýningunni á Kardemommubænum áttu Þjóðleikhúsið og Thorbjörn Egner gott og náið samstarf. Egner gerði leikmynd og búninga þegar Kardemommubærinn, Dýrin í Hálsaskógi og Síglaðir söngvarar voru fyrst sýnd hér í Þjóðleikhúsinu. Leikmynda- og búningateikningar Egners voru notaðar við nýjar uppfærslur á verkum hans hér fyrstu 25 árin frá frumuppfærslu Kardemommubæjarins. Leikstjóri allra Egner-sýninganna hér í Þjóðleikhúsinu á þeim tíma var Klemenz Jónsson.

Dyrin-i-Halsaskogi-Thjodleikhusid_B7D2564

Egner kom oft til Íslands, og tengdist mörgum hér vináttuböndum. Fyrst kom hann vorið 1961 og sá lokasýningu á frumuppfærslunni á Kardemommubænum. Hann hafði fylgst með velgengi sýningarinnar, séð myndir og heyrt upptökur og orðið svo ánægður að hann hafði óskað eftir því að haldin yrði veisla í Þjóðleikhúsinu fyrir alla sem höfðu unnið að sýningunni á Kardemommubænum, og að hún yrði kostuð af höfundarlaunum hans. Veislan var haldin með glæsibrag og var Egner að sjálfsögðu boðið í veisluna. Árið 1963 sýndi Egner Íslendingum rausnarskap að nýju með því að verðlauna tvo íslenska leikara, Klemenz Jónsson og Bessa Bjarnason „fyrir ágætan leik og leikstjórn í leikritum hans, er þau voru sýnd í Þjóðleikhúsinu. ” Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri afhenti verðlaunin fyrir hönd höfundarins. Klemens Jónsson hafði þá leikstýrt frumuppfærslum bæði á Kardemommubænum og Dýrunum í Hálsaskógi og hlaut hann verðlaunin fyrir leikstjórnina. Bessi Bjarnason hlaut verðlaunin fyrir „mjög skemmtilega túlkun á Mikka ref í Dýrunum í Hálsaskógi.” 

Dyrin-i-Halsaskogi-Thjodleikhusid_B7D2012

Egner kom einnig til landsins árið 1965 þegar frumuppfærslan var tekin til sýninga að nýju. Egner var mjög ánægður með sýninguna og svo vænt þótti honum um viðtökur verka sinna á Íslandi að hann gaf Þjóðleikhúsinu höfundarréttartekjur af þeim í hundrað ár, með þessum orðum í gjafabréfi til Þjóðleikhússins árið 1965: „Og derfor vil jeg gjerne – i håb om at Kardemomme og Hakkebakkeskogen kommer til å bli spilt enda mange ganger i årene framover når nye barn vokser til – at Þjodleikhusid for de kommende hundre år skal ha opførelsesrettighetene for Island til begge mine komedier og at alle forfatterhonorarer for Kardemommubærinn og Halsaskogi i fremtiden går til stipendier elle andre formål som kan være til glede for teatret.“ Egner kom aftur til Íslands árið 1975, á 25 ára afmæli Þjóðleikhússins, og sá Kardemommubæinn að nýju. Við þetta tækifæri voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr Egnersjóði, en úr honum eru veittir styrkir til að efla leiklistarstarfsemi fyrir börn og ungt fólk, og til leikhúsfólks sem hefur unnið að því að auðga barnaleikhús. Höfundarréttargreiðslur vegna sýninga á verkum Egners á Íslandi renna í sjóðinn.

Dyrin-i-Halsaskogi-Thjodleikhusid_B7D2177

Egnersund

12. september 2019 samþykkti Borgarráð tillögu Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra um að gatan sem liggur á lóð Þjóðleikhússins vestan megin við leikhúsið, og tengir Hverfisgötu og Lindargötu, yrði nefnd Egnersund í höfuðið á Thorbjörn Egner. Í rökstuðningi sem fylgdi tillögunni sagði Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri: „Ekkert leikskáld hefur verið Þjóðleikhúsinu jafn gjöfult og Thorbjörn Egner og ekkert leikskáld hefur laðað fleiri börn í leikhúsið en hann. Það væri því sómi að því að sundið milli Þjóðleikhússins og Þjóðmenningarhússins fengi nafn Egners sem hefur verið mikill velgjörðarmaður íslensks leikhúss.“

Þjóðleikhúsið

Verk Egners á íslensku

Í Þjóðleikhúsinu hafa verið leikin fjögur leikrit eftir Thorbjörn Egner, Kardemommubærinn, Dýrin í Hálsaskógi, Karíus og Baktus og Síglaðir söngvarar.

Sagan um Karíus og Baktus kom út á bók á Íslandi árið 1954, og í kjölfarið fylgdu Fólk og ræningjar í Kardemommubæ og Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi.

Lilli klifurmús

Sýning Þjóðleikhússin á Kardemommubænum var hljóðrituð í Ríkisútvarpinu árið 1963 og gefin út á hljómplötu. 

Kardemommubaerinn-hljomplata

Sýning Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi var sömuleiðis hljóðrituð í Ríkisútvarpinu árið 1966 og gefin út á hljómplötu. 

Dyrin-i-Halsaskogi-hljomplata

Karíus og Baktus hafa einnig komið út á hljómplötu, geisladiski og hljóðbók. 

Karius-og-Baktus-hljomplata

Síglaðir söngvarar voru hljóðritaðir í Ríkisútvarpinu árið 1973 og komu út á geisladiski ásamt Karíusi og Baktusi. Verkstæði jólasveinanna kom út á hljómplötu og síðar á geisladiski.

Sigladir-songvarar-hljomplata

Sýning Þjóðleikhússins árið 2004 á Dýrunum í Hálsaskógi kom út á mynddiski.

Image result for dýrin í hálsaskógi dvd

Tónlistin úr sýningu Þjóðleikhússins árið 2012 á Dýrunum í Hálsaskógi kom út á geisladiski.

Image result for dýrin í hálsaskógi geisladiskur

Ný, norsk brúðumynd byggð á Dýrunum í Hálsaskógi kom út á mynddiski með íslenskum texta árið 2016.


Melkorka Tekla Ólafsdóttir

Ferilskrár barnanna í sýningunni

Kári Jóhannesarson 

Kári hefur leikið í Framleiðendunum og Xanadú sem Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands setti upp. Einnig æfði hann samkvæmisdansa hjá Dansskóla Reykjavíkur í 5 ár og fimleika hjá Fjölni og Ármanni í 3 ár.

Ísabel Dís 

Ísabel steig fyrst á svið í atvinnuleikhúsi í uppfærslu Borgarleikhússins á Söngleiknum Matthildi, þar sem hún lék titilhlutverkið. Ísabel stundar nám á fyrsta ári við Leiklistarskóla Borgarleikhússins og æfir jazzballett hjá Danslistarskóla JSB. Hún hefur sótt fjölda leiklistarnámskeiða bæði hjá Sönglist og Leynileikhúsinu frá sjö ára aldri. Hún hefur komið fram í auglýsingum í sjónvarpi og Stundinni okkar. Ísabel hefur áður æft fimleika hjá Gróttu í þrjú ár og ballett í Ballettskóla Eddu Scheving í fjögur ár. Hún er skapandi og lífsglöð 11 ára stelpa, mikill húmoristi sem hefur gaman að því að koma fólki til að hlæja.

Edda Guðnadóttir 

Edda tók þátt í uppfærslu á Matthildi og Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu. Hún hefur líka leikið í mörgum auglysingum og stuttmyndum t.d. útmeða, Hagkaup og Vís. Annars hefur Edda æft dans í mörg ár með Dans Brynju Péturs og í danskóla Chantelle Cary. Edda hefur komið fram á ýmsum hátíðum tengt dansi og leiklist t.d. Barnamenningahátíð, á Fiskideginum á Dalvík, Menningarnótt, Samfés. Edda elskar að leika og dansa og ætlar sér að verða leikkona.

Vilhjálmur Árni 

Vilhjálmur leikur Zúmma í Skoppu og Skrítlu og tók þátt í uppsetningu á 15 ára afmælissýningu Skoppu og Skrítlu í Eldborg, Hörpu veturinn 2019. Vilhjálmur var í úrslitum söngkeppninnar Jólastjörnunnar 2019 og kom fram á tónleikunum Jólagestir Björgvins það ár. Vilhjálmur er fæddur 2008 og hefur stundað nám í gítarleik hjá Tónsölum frá sex ára aldri. Vilhjálmur æfir áhaldafimleika hjá Gerplu og stundar hestamennsku með fjölskyldunni.

Arnaldur 

Arnaldur fór með hlutverk Lars í söngleiknum Matthildi sem sýnt var í Borgarleikhúsinu 2019. Sama ár tók hann þátt nokkrum senum í Vorsýningu MÍT í Háskólabíói. Í lok árs 2018 setti Arnaldur ásamt vini sínum Mattíhasi upp söngleikinn Gosa þar sem þeir sáu um allan undirbúning, léku öll hlutverk og leikstýrðu verkinu sjálfir. Þeir færðu Barnaspítala Hringsins allan ágóða af sýningunum og sýndu styttri útgáfu af henni fyrir börnin þar. Arnaldur hefur komið fram í nokkrum sjónvarpsþáttum þ.á.m. Stundinni okkar, Sögum-Verðlaunahátið barnanna og Skoppu og Skrítlu. Þar að auki hefur hann talsett teiknimyndir og þáttaraðir. Arnaldur var valinn Jólastjarnan 2017 í söngkeppni á Stöð 2 og fékk í kjölfarið tækifæri til að syngja fyrir fullum sal á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Hörpunni. Hann vann til bronsverðlauna í flokknum söngur og dans í úrslitakeppni “Dance World Cup 2019” og var í kjölfarið boðið á lokað námskeið hjá hinum virta “Arts Educational School“ í London. Arnaldur stundar nám við Leiklistarskóla Borgarleikhússins, er í einkatímum í söng og framkomu hjá Siggu Eyrúnu og æfir dans í Sviðslistaskóla Chantelle Carey (Chantelle Carey- School of Performing Arts).

Alba Mist

Alba Mist mun þreyta frumraun sína á sviði í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. Alba hefur alla tíð haft mikinn áhuga á leik, söng og dansi og hefur tekið þátt í skólaleikritum og danssýningum í nokkrum löndum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alba búið í Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. Hún hefur lært öll tungumálin, þroskast hratt og tekið áskorunum með opnum huga. Alba tók þátt í sumarnámskeiði Borgarleikhússins í sumarfríi sínu á Íslandi árið 2019. Alba er handboltastelpa og hefur stundað handbolta frá unga aldri.

Mikael Köll

Mikael hóf leikhúsferilinn sinn 6 ára gamall sem Herra Níels í Línu Langsokk í uppfærslu Borgarleikhússins. Þar lék hann í fjölskyldusýningunni Bláa hnettinum áður en hann steig á svið Þjóðleikhússins sem grádvergur, rassálfur og yrðlingur í Ronju Ræningjadóttur. Mikael hefur einnig komið fram í óperuuppfærslu á Töfraflautunni og á Jólatónleikum Siggu Beinteins. Mikael lék Snorra, eitt af aðalhlutverkunum í Flateyjargátunni sem var sýnd á RÚV 2018. Auk þess hefur hann leikið í Áramótaskaupinu, í herferð gegn einelti með Á allra vörum, í sjónvarpsröðinni Pabbahelgar sem og ýmsum auglýsingum, meðal annars fyrir Arion Banka, N1, Mussila og Toyota. Mikael æfir ballett í Listdansskóla Íslands og stepp- og söngleikjadans í Chantelle Carey School of Performing Arts. Í sumar 2019 tók hann í fyrsta skiptið þátt á Dance World Cup og hlakkar til að keppa aftur sem einn af fulltrúum Íslands árið 2020.

María Pála 

María Pál er fædd í september 2007. Hún er í Smáraskóla, þar sem hún lék Línu Langsokk í samnefndu leikriti, við mikla hrifningu viðstaddra. María Pála lék Hugrúnu í söngleiknum Matthildi í Borgarleikhúsinu. "Nú er boltinn hjá þér" heitir auglýsing um enska boltann hjá Sjónvarpi Símans, þar sem María Pála fór með aðalhlutverk. María Pála var í Suzuki-fiðlunámi í sex ár og hefur verið í jazzballett hjá Jazzballettskóla Báru frá árinu 2012. Eftir að hún fór á steppdansnámskeið má iðulega sjá hana steppa hvar sem tækifæri gefst til. 

Bergþóra Hildur 

Bergþóra Hildur Andradóttir er í 5. bekk í Laugarnesskóla. Hún syngur í Barnakór Vídalínskirkju, undir stjórn Jóhönnu Guðrúnar og Davíðs Sigurgeirssonar. Hún æfir dans í Dansskóla Brynju Péturs og hefur einnig farið á leiklistarnámskeið hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu. Þá hefur hún jafnframt æft knattspyrnu og frjálsar íþróttir.

Bergþóra Hildur söng með Barnakór Vídalínskirkju í Jólastundinni okkar árið 2016. Hún lék svo og söng í sama þætti árið 2019 og kom fram í Áramótaskaupinu það ár. Bergþóra Hildur fær nú tækifæri til að leika Kamillu í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu.

Telma Ósk 

Telma hefur æft fimleika í Gerplu í 9 ár. Hún æfir dans hjá Chantelle og tók þátt í söngleikjanámskeiðinu We Will Rock you. Hún var í Sönglist frá 2015-2019 og hefur farið á nokkur söngleikjanámskeið hjá Draumum. Hún er með grunnpróf í píanó og er í söngnámi í Tónsölum. Hún æfir skák og hefur mjög gaman af spilum. Hún er mikill dýravinur. Æfir dans hjá Plié.

Hafrún Arna 

Hafrún Arna lék aðalhlutverk í stuttmyndinni XY, var aukaleikari í kvikmyndinni Gullregn og þáttaröðinni Ráðherrann. Hafrún hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir KFC, RÚV og Örnu mjólkurvinnslu. Hún dansaði og lék í Jólastundinni okkar 2018 og er ungur fréttamaður hjá RÚV. Hafrún æfir dans og sviðslistir hjá Chantelle Carey – School of performing arts og hefur tekið þátt í mörgum verkefnum á vegum skólans. Hafrún er einnig á listdansbraut í Danslistarskóla JSB.

Kaja Sól 

Kaja Sól dansar Street dans hjá Brynju Péturs og einnig er hún að æfa Hjá Chantelle Carey og Dilly. Kaja sól fór sumarið 2019 til Portúgals og keppti á Dance world cup. Hún bjó í Kaupmannahöfn og dansaði þar Street dance í bæði í Danseplaneten og öðrum skóla sem heitir Hotstepper. Hún var í nokkrum lokuðum hópum sem dönsuðu á viðburðum og fór með keppnishóp sumarið 2018 á Evrópumeistaramót í Street dance sem var haldin í Þýskalandi, keppnin heitir UDO og Þar náðu þau 3 sæti.

Jórunn Björnsdóttir 

2009-2012 Ballettskóli Guðbjargar. 2013- Danskompaní. 2015 Söng- og leiklistarnámskeiðið Draumar 2018 Lék Nölu í uppsetningu Danskompaní á „Konungur Ljónanna“ 2019 Dance World Cup – Portúgal (Dúett – Macavity – enduðu í 5.sæti í Portúgal) 2019 We Will Rock You – Rokksmiðja hjá Chantelle 2019 Rosina Andrews – Elite Summerschool. Jórunn æfði á hljóðfæri í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar (fyrst flautu, svo fiðlu og að lokum píanó) frá 6. ára aldri fram til 11 ára aldurs.

Katla Borg 

Katla Borg er 12 ára gömul og hefur verið í leiklist, söng og dans hjá Chantelle og var í Sönglist í Borgarleikhúsinu í 2 ár. Hún hefur leikið í tónlistarmyndbandi hjá hljómsveitinni Of Monsters and Man. Hún lék sem aukaleikari í lokaverkefni í kvikmyndagerð í Borgarholtsskóla. Katla Borg dansaði í söngleikjasprengju MÍT 2019. Katla Borg er í framhaldshóp hjá Chantelle þar sem hún æfir steppdans, jazz technique, ballett, söngleikja dans og leiklist og söng. Þetta er fyrsta hlutverk Kötlu Borgar í leikhúsum landsins. Þetta er langþráður draumur.

Jón Arnór 

Jón Arnór er fæddur árið 2006 og hefur víðtæka reynslu tengdri leiklist og annars konar sviðslist. Jón Arnór byrjaði í Söngskóla fimm ára gamall og var síðar í listhópi hjá Sönglist. Sjö ára gamall tók Jón Arnór þátt í Ísland Got Talent þar sem hann endaði í öðru sæti sem töframaður. Í framhaldinu fylgdu töfrasýningar um allt land. Einnig var honum boðið til Þýskalands til að taka þátt hæfileikaþættinum Superkids sem sýndur var í þýska ríkissjónvarpinu. Fyrsta stóra leiklistarverkefni Jóns Arnórs var í fyrstu þáttaröð af Ófærð, þar sem hann lék Magga litla. Síðan þá hefur hann leikið í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum ásamt því að hafa talsett sjónvarpsefni. Jón Arnór fór með hlutverk Níelsar í söngleiknum Matthildi í Borgarleikhúsinu. Fyrir utan leiklist og töfra spilar Jón Arnór á gítar og æfir fótbolta með Fjölni.

Ylfa 

Ylfa hefur margoft komið fram í sjónvarpi m.a. leikið í Jólastundinni okkar (2016-2018) og stuttmyndinni Súru baununum, dansað í beinni útsendingu á RÚV á Sögum - verðlaunahátíð barnanna og söng og dansaði í gleðigöngunni á vagni Gunna og Felix á Hinsegin dögum 2019. Ylfa hefur sótt ýmis námskeið hjá Leynileikhúsinu og Draumum, æft karate, lært á píanó og sungið með barnakór Vídalínskirkju. Ylfa hefur æft jazzballett síðan hún var lítið stýri æfir nú dans og söngleik hjá Dansskóla Birnu Björns. Hún hefur tekið þátt í mörgum sýningum á vegum skólans en þetta er frumraun hennar á stóra sviðinu.

Lísbet Freyja 

Lísbet Freyja lék í sýningunni Matthildi í Borgarleikhúsinu á leikárinu 2018 til 2019 og hefur komið fram á ýmsum viðburði tengdum sýningunni. Lísbet hefur einnig leikið í Sögustund á Krakka Rúv og var ein af ungum kynnum á Menningarhátið barnanna á Rúv árið 2019. Lísbet Freyja lék aðalhlutverk í stuttmyndinni “Engir draugar” eftir Ragnar Snorrason og var hún valin besta leikkonan fyrir það hlutverk á Canberra stuttmyndahátðiðinni í Ástralíu árið 2017. Lísbet hefur einnig setið fyrir og leikið í auglýsingum og komið fram sem blómastelpa við opinberar athafnir. Lísbet Freyja hefur æft áhaldafimleika hjá Gróttu frá unga aldri og tekið ýmiss dans, söng og leiklilstar námskeið meðal annars hjá Sönglist og Leynileikhúsinu.

Tinna Hjálmarsdóttir

Tinna er í 7. bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Hún lék í Ronju ræningjadóttur á síðasta leikári og tók þátt í Dance World Cup í Portúgal síðastliðið sumar með dans- og söngatriði á vegum Dansskóla Birnu Björns. Hún hefur tekið þátt í sýningum hjá leikfélaginu Draumum frá fimm ára aldri, sumarnámskeiði hjá Sönglist og æft dans hjá Dansskóla Birnu Björnsdóttur síðastliðin ár. Meðfram leiklist og dansi æfir Tinna fimleika með Stjörnunni, allt af mikilli ástríðu.

Vala Frostadóttir 

Vala er í Austurbæarskóla en stundaði nám við Ísaksskóla fram að níu ára aldri en þar er lögð mikil áhersla á söng og framkomu. Hún söng meðal annars með kór Ísaksskóla og Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Með skólanum stundaði Vala balletnám í Balletskóla Eddu Scheving. 2013 lék Vala Sigga Sæta í nokkrum upptökum hjá Latabæ. Árið 2015 tók vala þátt í Ísland got Talent með bekkjarsystrum sínum og gekk þeim bara nokkuð vel. Hún hefur sótt leiklístarnámskeið hjá Leynileikhúsinu og söngnámskeið í Söngskóla Maríu Bjarkar. Vala lék í útvarpsleikritinu Svefngrímur í leikstjórn Guðjóns Petersen sem flutt var í Útvarpsleikhúsinu árið 2015 og í Áramótaskaupi Sjónvarpsins í leikstjórn Jóns Gnarr árið 2016. Undanfarið ár hefur Vala leikið Öldu í Matthildi í uppsetningu Borgarleikhússins 2019.

Hrafnhildur Hekla 

Hrafnhildur Hekla hefur leikið í Ronju ræningjadóttur í uppfærslu Þjóðleikhússins. Hún hefur æft áhaldafimleika hjá Gróttu og Fylki, verið í dansi hjá DWC og á Listdansbraut JSB. Einnig hefur hún verið í barnakór Langholstkirkju.

Aron Gauti 

Aron Gauti hefur tekið tekið þátt í leiklistarstarfi í nokkur ár. Síðasta vor tók hann þátt í Þjóðleik og lék í sýningunni Iris. Hann tók þátt í Hlustunarpartýi Ásrúnar Magnúsdóttur í Kúlunni veturinn 2017-2018. Aron hefur verið í dansi í DansKompaní í fimm ár og tekið þátt í mörgum stórum sýningum þar sem hann hefur bæði leikið og dansað. Hann er núna að undirbúa sig fyrir undankeppni Dance World Cup í Hörpunni. Aron Gauti æfir líka fótbolta með Keflavík og hefur gert frá fimm ára aldri. Kardemommubærinn er fyrsta verkefni Arons í atvinnuleikhúsi.

Hilmar Máni 

Hilmar Máni er rétt rúmlega 10 ára og hefur leikið í Billy Elliot, Medeu og Söngleiknum Matthildi í Borgarleikhúsinu og leikur nú Remó í Kardemommubænum hér í Þjóðleikhúsinu. Máni hefur nokkrum sinnum leikið í Stundinni okkar og Jólastundinni okkar hjá Rúv. Hann var einnig með í Sögum verðlaunahátíð barnanna á Rúv sem aðstoðarmaður kynnis. Hann hefur leikið í auglýsingu fyrir Sumarlestur á vegum Menntamálastofnunar og Rúv og leikið í Áramótaskaupinu. Hann hefur verið hluti af leikhópi Gunna Helga á Jólagestum Björgvins síðan 2015. Máni hefur æft fótbolta bæði með Breiðabliki og HK, fimleika hjá Gerplu, samkvæmisdans í Dansskólanum Hvönn og hip hop dans í Dansskóla Brynju Péturs.

Bjarni Gabríel Bjarnason

Bjarni Gabríel býr í Ártúnsholti og er nemandi í 6. bekk í Ártúnsskóla í Reykjavík. Bjarni Gabríel æfir fótbolta með 5. flokki hjá Fylki og hefur hann æft frá því hann var 5 ára gamall. Bjarni æfir einnig spretthlaup hjá Silju Úlfars. Bjarni hefur verið að æfaParkour hjá Fylki, en áður æfði hann fimleika hjá sama félagi. Bjarni æfði einnig ballett hjá Ballettskóla Eddu Scheving í nokkur ár. … Bjarni tók nokkur söngnámskeið hjá Söngskóla Maríu Bjarkar þegar hann var 4 og 5 ára. Bjarni Gabríel tók þátt í Jólastjörnunni á Stöð 2 árið 2017 og í framhaldi tók hann þátt í 4 sýningum af Jólagestum Björgvins Halldórssonar sem sýndar voru í Hörpunni það sama ár. Bjarni Gabríel hefur tekið þátt í Jólagestum síðan þá og komið fram í þessum árlegu tónleikum bæði 2018 og 2019. Bjarni Gabríel hefur síðastliðin ár sungið jólalög fyrir gesti Kringlunnar á aðventunni, en hann hefur einnig komið fram og sungið í útvarpi og sjónvarpi. Bjarni Gabríel hefur einnig komið fram og sungið fyrir hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir og árlega syngur hann fyrir hjúkrunarheimili höfuðborgarsvæðisins í desember. Bjarni Gabríel á 6 systkini og er næstyngstur í röðinni. Hann á lítinn hvítan dverg schnauzer hund sem heitir Nína og eru þau miklir vinir enda dýr eitt af áhugamálum Bjarna. Bjarni stundar skíði af kappi og hefur gert allt frá því að hann byrjaði að ganga. Bjarni elskar að veiða og er þá bryggjuveiði á Hjalteyri, þar sem fjölskyldan á hús, í uppáhaldi. Bjarni fékk fyrsta maríulaxinn sinn þegar hann var 4 ára á flugustöng í Hrútafirði og hefur hann haft veiðidellu síðan. Bjarni semur mikið af lögum og hefur tekið upp nokkur lög í stúdíói. Bjarni hefur mikinn áhuga á tísku og íþróttum.  Mottó: Ekki láta aðra tala þig niður.. segðu bara við sjálfan þig: Mér gæt'ekki verið meira sama! Segðu líka við sjálfan þig.. ég er ekki bara flottastur, ég er LANG flottastur .. því þú ert það!