Allt leikárið

Stríð

  • Eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson

Nýtt verk eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson

  • Lengd 1 klst. ekkert hlé
  • Frumsýning 16.5.2018
  • Svið Stóra sviðið

Nýtt verk eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson

Frumþættir leikhússins eru skrúfaðir í botn í nýju verki Ragnars Kjartanssonar og Kjartans Sveinssonar, Stríði, þar sem fullskipuð sinfóníuhljómsveit leikur frumsamda tónlist Kjartans og handmáluð leiktjöld eftir Ragnar prýða sviðið. Allt er þetta umgjörð fyrir meginþátt verksins, leikarann að leika; manneskju sem sannlega þykist þjást sem yfirgefinn, deyjandi hermaður í rústum stríðs. 

Í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands .

Næstu sýningar

  • Engin sýning framundan