Allt leikárið

Sögustund

Heimsóknir leikskólabarna eru árlegur viðburður í Þjóðleikhúsinu

  • Frumsýning 30.10.2017
  • Svið Þjóðleikhúskjallarinn
  • Sögustund Bernd Ogrodnik
  • Sögustund Bernd Ogrodnik
  • Sögustund Bernd Ogrodnik
  • Sögustund Bernd Ogrodnik

Níunda árið í röð býður Þjóðleikhúsið börnum í elstu deildum leikskóla í heimsókn í leikhúsið með kennurum sínum til að kynnast töfraheimi leikhússins.

Að þessu sinni er það brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik sem sýnir börnunum sjö stutta leikþætti. Handunnar trébrúður hans og heillandi töfrabrögð kalla fram eftirvæntingu og hlátur ungra leikhúsgesta.

Þjóðleikhúsið hefur allt frá upphafi lagt mikla áherslu á barnasýningar og leikhúsuppeldi með glæsilegum sýningum á Stóra sviðinu, og í gegnum tíðina hefur einnig verið boðið upp á heillandi barnasýningar á minni sviðunum. Með Sögustund vill Þjóðleikhúsið leggja sitt af mörkum til að kynna börnum heim leikhússins, því að leikhúsferðir geta veitt ungum sem öldnum mikla gleði, örvað þroska og eflt hæfileika okkar til að takast á við lífið og tilfinningar okkar.

Þjóðleikhúsið í samstarfi við Brúðuheima.

Heimsóknin

https://www.youtube.com/watch?v=IJBjCSn0s8g

Aðstandendur

  • Brúðuleikari, brúðugerð, leikmynd og tónlist Bernd Ogrodnik
  • Umsjón Þórhallur Sigurðsson

Næstu sýningar

  • Engin sýning framundan