Allt leikárið

Óvinur fólksins

 • Eftir Henrik Ibsen
 • Leikstjórn Una Þorleifsdóttir

Eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð

 • Verð 5.500
 • Lengd 1:45 ekkert hlé
 • Frumsýning 22.9.2017
 • Svið Stóra sviðið

Eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð.                

Óvinur fólksins smellpassar... ...inn í þann pólitíska poll sem Íslendingar þurfa að busla í þessa dagana.

Fbl, S.J.

 

Björn Hlynur  Haraldsson vinnur leiksigur með túlkun sinni

 

Pressan, B.S.

 

Tónlist Gísla Galdurs Þorgeirssonar og hljóðmynd hans og Kristins Gauta Einarssonar fannst mér verulega áhrifamikil.

 

TMM, S.A.

 

Sólveig Arnarsdóttir á líka frábært „come-back“ í þessari glæsilegu sýningu

 

PRESSAN, B.S.

Það eru uppgangstímar í bænum, ný og glæsileg heilsuböð laða að fjölda ferðamanna og efnahagur bæjarbúa blómstrar sem aldrei fyrr. Þegar Stokkmann læknir uppgötvar að það sem öll velmegunin grundvallast á felur í raun í sér dulda en stórhættulega meinsemd ákveður systir hans, Petra Stokkmann bæjarstjóri, að mæta honum af fullri hörku. Átök systkinanna skekja innviði samfélagsins og brátt logar allur bærinn í illdeilum. 

Áleitið verk um grimmilega valdabaráttu, græðgi og þöggun, rödd samviskunnar, rétt náttúrunnar og samfélagslega ábyrgð. Á sannleikurinn alltaf rétt á sér?

Verið velkomin á "heilnæmasta áfangastað landsins"! 

Umræður eftir 6. sýningu, laugardagskvöldið 7. október

 

Persónur og leikendur

Björn Hlynur Haraldsson: Tómas Stokkmann, læknir og eftirlitsmaður baðanna

Sólveig Arnarsdóttir: Petra Stokkmann, systir Tómasar, bæjarstjóri og formaður í baðstjórn

Lilja Nótt Þórarinsdóttir: Katrín Stokkmann, eiginkona Tómasar, verslunareigandi

Snæfríður Ingvarsdóttir: Petra Stokkmann yngri, dóttir Tómasar og Petru, barnakennari

Sigurður Sigurjónsson: Marteinn Kíl, fósturfaðir Katrínar, verksmiðjueigandi

Guðrún S. Gísladóttir: Ásláksen, meðeigandi Blaðsins og formaður félags atvinnurekenda

Snorri Engilbertsson: Hofstad, ritstjóri Blaðsins

Lára Jóhanna Jónsdóttir: Billing, blaðamaður á Blaðinu

Baldur Trausti Hreinsson: Jóhann Horster, skipstjóri

Vera Stefánsdóttir og Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir / Árni Arnarson og Júlía Guðrún Lovisa Henje: börn Tómasar og Katrínar

Viðtal við Unu Þorleifsdóttur, leikstjóra

https://youtu.be/JE8U-RQ7SYE

 

Viðtal við Evu Signýju, höfund leikmyndar og búninga

https://youtu.be/wGIP0kJYSjw

 

Viðtal við Grétu, höfund leikgerðar og dramatúrg

https://www.youtube.com/watch?v=FjrRLh1-hWg

Leikrit Henriks Ibsens á sviði íslenskra atvinnuleikhúsa

Veislan á Sólhaugum

 • LR, 1924. Leiðbeinandi Kristján Albertsson. Þýðandi Jakob Jóh. Smári.
 • Norræna félagið, 1942/43.

Víkingarnir á Hálogalandi

 • LR, 1903. Leiðbeinandi Jens B. Waage. Þýðandi Indriði Einarsson og Eggert Ó. Briem.
 •  LR, 1923. Leiðbeinendur þetta leikár: Guðrún Indriðadóttir og Stefanía Guðmundsdóttir. Þýðendur Indriði Einarsson og Eggert Ó. Briem.

Petur-Gautur-skorin

Pétur Gautur

 • LR, 1944. Leiðbeinandi Gerd Grieg. Þýðandi Einar Benediktsson.
 • Þjóðleikhúsið, 1962 Leikstjóri Gerda Ring. Þýðandi Einar Benediktsson.
 • Þjóðleikhúsið, 1991. Leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Þýðandi Einar Benediktsson.
 • ·LA, 1998. Leikstjóri Sveinn Einarsson. Þýðandi Helgi Hálfdanarson.
 • Þjóðleikhúsið, 2006. Leikstjóri Baltasar Kormákur. Þýðandi Karl Ágúst Úlfsson.

Petur-7

Máttarstólpar þjóðfélagsins

 • Þjóðleikhúsið, 1978. Leikstjóri Baldvin Halldórsson. Þýðandi Árni Guðnason.

Brúðuheimili

 • LR, 1905. (Heimilisbrúðan). Leiðbeinendur þetta leikár: Jens B. Waage og Árni Eiríksson. Þýðandi Bjarni Jónsson frá Vogi.
 • Soffía Guðlaugsdóttir í Iðnó, 1932/33.
 • LA, 1945. Leikstjóri Gerd Grieg. Þýðandi Bjarni Jónsson frá Vogi.
 • Þjóðleikhúsið, 1952. Leikstjóri Tore Segelcke. Þýðandi Bjarni Jónsson frá Vogi.
 • Þjóðleikhúsið, 1973. Leikstjóri Bríet Héðinsdóttir. Þýðandi Sveinn Einarsson.
 • Þíbylja-leikhópur, 1994. Leikstjóri Ása Hlín Svavarsdóttir. Þýðandi Sveinn Einarsson.
 • Þjóðleikhúsið, 1998. Leikstjóri Stefán Baldursson. Þýðandi Sveinn Einarsson.
 • LR, 2014. (Dúkkuheimili). Leikstjóri: Harpa Arnardóttir. Þýðandi: Hrafnhildur Hagalín.

Afturgongur_Gunnar-Ey_Bryndis-Schram

Afturgöngur

 • LR, 1904. Leiðbeinendur þetta leikár: Jens B. Waage og Árni Eiríksson. Þýðandi Bjarni Jónsson frá Vogi.
 • LR, 1920. Leiðbeinandi Jens B. Waage. Þýðandi Bjarni Jónsson frá Vogi.
 • LR, 1927. Leiðbeinandi Indriði Waage. Þýðandi Bjarni Jónsson frá Vogi.
 • Þjóðleikhúsið, 1965. Leikstjóri Gerda Ring. Þýðandi Bjarni Benediktsson frá Hofteigi.
 • LA, 1994. Leikstjóri Sveinn Einarsson. Þýðandi Bjarni Benediktsson frá Hofteigi.
 • Frú Emilía-leikhús, 1993. Leikstjóri Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Þýðandi Bjarni Benediktsson frá Hofteigi.

Þjóðníðingur

 • LR, 1908. Leiðbeinandi Jens B. Waage. Þýðandi Bjarni Jónsson frá Vogi.
 •  Þjóðleikhúsið, 1975 (leikgerð Arthurs Millers). Leikstjóri Baldvin Halldórsson. Þýðandi Árni Guðnason.
 • LR, 2001. (Fjandmaður fólksins, leikgerð Arthurs Millers). Leikgerð Arthurs Millers. Leikstjóri María Kristjánsdóttir. Þýðandi Sigurður Pálsson.
 • Þjóðleikhúsið, 2017. (Óvinur fólksins, leikgerð: Una Þorleifsdóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir). Leikstjórn: Una Þorleifsdótttir. Þýðing: Una Þorleifsdóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir.

Villiöndin

 • LR, 1928. Leiðbeinandi Haraldur Björnsson. Þýðandi Dr. Guðbrandur Jónsson.
 • Þjóðleikhúsið, 1954. Leikstjóri Gerd Grieg. Þýðandi Halldór Laxness.
 • LR, 1976. Leikstjóri Þorsteinn Gunnarsson. Þýðandi Halldór Laxness.
 • Þjóðleikhúsið, 1996. Leikstjóri Stefán Baldursson. Þýðandi Kristján Jóhann Jónsson.

Villiondin

Hedda Gabler

 • LR, 1942. Leikstjóri Gerd Grieg. Þýðandi Helgi Hjörvar.
 • LR, 1968. Leikstjóri Sveinn Einarsson. Þýðandi Árni Guðnason.
 • Katharsis leiksmiðja, 1992. Leikstjóri Kári Halldór Þórsson. Þýðing leikhópsins.
 • Fjalakötturinn, 2007. Leikstjóri Björn Gunnlaugsson. Þýðing Eline McKay.
 • Þjóðleikhúsið, 2011. Leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir. Þýðandi Bjarni Jónsson.

Hedda_gabler

Sólnes byggingameistari

 • Þjóðleikhúsið, 1970. Leikstjóri Gísli Halldórsson. Þýðandi Árni Guðnason.

Jón Gabríel Borkmann

 • Þjóðleikhúsið, 2003. Leikstjóri Kjartan Ragnarsson. Þýðandi Þórarinn Eldjárn.

John-Gabriel-Borkmann

Einnig hafa leikrit Henriks Ibsens verið flutt hjá Ríkisútvarpinu.

Henrik Ibsen - ártöl og atburðir

Skien

1828    Henrik Johan Ibsen fæðist þann 20. mars í norska smábænum Skien, annað barn hjónanna Knuds Ibsens kaupmanns og konu hans Marichen. Elsta barnið deyr, en Ibsen eignast fjögur yngri systkini. Fjölskyldan tilheyrir yfirstéttinni í Skien.

1835    Knud Ibsen verður gjaldþrota og fjölskyldan sest að á Venstøp, litlu sveitabýli utan við Skien, sem áður var sumarbústaður fjölskyldunnar.

1843    Ibsen fermist. Fjölskyldan flytur aftur til Skien. Ibsen flytur að heiman þann 27. desember. 

Grimstad

1844    Kemur í ársbyrjun til sjávarþorpsins Grimstad og gerist lærlingur hjá lyfsala. Hann býr við mikla fátækt þau sex ár sem hann er í Grimstad. Hann les mikið í frístundum og yrkir ljóð.

1846    Ibsen eignast son utan hjónabands með Else Sophie Jensdatter, sem er ein af þjónustustúlkunum á heimili lyfsalans. Hann fyrirverður sig fyrir þetta og heldur því leyndu en borgar meðlag með drengnum samviskusamlega í fjórtán ár.

1849    Lýkur við sitt fyrsta leikrit, Catilina.

Kristjanía

1850    Ibsen flytur til Kristjaníu (nú Osló) í þeim tilgangi að hefja læknanám við háskólann, en lýkur ekki undirbúningsnámi, enda eiga skriftir nú huga hans allan. Á leiðinni til Kristjaníu heimsækir hann fjölskyldu sína og fæðingarbæ í síðasta sinn. Hann hefur ekkert samband við fjölskylduna upp frá þessu, fyrir utan samskipti sem hann á við Hedvig systur sína. Starfar sem ritstjóri stúdentablaðs og vikublaðsins Andhrimner. Catilina er gefið út af vini Ibsens, Ole Schulerud í 250 eintökum og er dulnefni höfundarins Brynjolf Bjarme. Kristjaníuleikhúsið sýnir einþáttung Ibsens Kjæmpehøien þrisvar sinnum.

Björgvin

1852    Ole Bull ræður Ibsen til Norska leikhússins í Björgvin, þar sem honum er meðal annars ætlað að skrifa leikrit. Námsferð til að kynnast leikhúsi í Kaupmannahöfn og Dresden.

1853    Sancthansnatten er frumsýnt í Norska leikhúsinu en er aðeins sýnt tvisvar sinnum. Þetta er eina leikrit Ibsens sem hann vildi ekki láta gefa út.

1854    Kjæmpehøien er sýnt í Norska leikhúsinu í nýrri gerð en fær slæmar viðtökur.

1855    Fru Inger til Østeraad er frumsýnt í Norska leikhúsinu og er sýnt tvisvar sinnum.

1856    Ibsen ákveður að breyta til, leitar fanga í þjóðvísum og þjóðsögum og semur Gildet på Solhaug (Veisluna á Sólhaugum). Verkið er frumsýnt í Norska leikhúsinu í Björgvin og sýnt þar við miklar vinsældir. Það er einnig tekið til sýninga í Kristjaníuleikhúsinu og hjá Dramaten í Stokkhólmi. Ibsen trúlofast Suzannah Thoresen.

1857    Olaf Liljekrans er frumsýnt en hlýtur ekki góðar viðtökur.

Kristjanía

1857    Ráðinn listrænn stjórnandi við Norska leikhúsið í Kristjaníu. 

1858    Kvænist Suzannah Thoresen. Hærmændene på Helgeland (Víkingarnir á Hálogalandi) frumsýnt í Norska leikhúsinu í Kristjaníu.

1859    Einkasonurinn Sigurd fæðist 23. desember.

1860    Skrifar Svanhild, sem er uppkast að Kjærlighedens Komedie. 

1862    Norska leikhúsið í Kristjaníu verður gjaldþrota. Ibsen fær styrk til að ferðast til Gudbrandsdalen og Vestlandet og safna þjóðlegum fróðleik. Kjærlighedens Komedie kemur út á bók en er ekki frumflutt fyrr en 1873 í Kristjaníuleikhúsinu. Ráðinn sem bókmenntaráðunautur við Kristjaníuleikhúsið.

1863    Kongs-emnerne (Konungsefnin) kemur út.

1864    Sviðsetur sjálfur Konungsefnin í Kristjaníuleikhúsinu í ársbyrjun og sýningin er mikill sigur. Fær ferðastyrk og flytur með fjölskyldu sína til Rómar. 28 ár líða þar til hann flytur heim til Noregs á ný.

Róm

1866    Ljóðleikurinn Brand (Brandur) er gefinn út og fær stórkostlegar viðtökur. Ibsen verður frægur um alla Evrópu og Norska stórþingið veitir honum skáldalaun. Verkið er fyrst sviðsett í Nýja leikhúsinu í Stokkhólmi 1885.

1867    Kjærlighedens Komedie kemur út í endurskoðaðri útgáfu. Ljóðleikurinn Peer Gynt (Pétur Gautur) er gefinn út og verður annar stórsigur fyrir Ibsen. Verkið er frumflutt í Kristjaníuleikhúsinu tæpum áratug síðar, 1876.

Dresden

1868    Fjölskyldan flytur til Dresden þar sem hún býr í sjö ár.

1869    De unges Forbund kemur út og er frumsýnt í Kristjaníuleikhúsinu. Ferðast um París til Egyptalands og er viðstaddur sem fulltrúi Svíþjóðar og Noregs þegar Súesskurðurinn er opnaður.

1871    Sendir frá sér sitt fyrsta og eina ljóðasafn, Digte.

1873    Kejser og Galilæer kemur út. Verkið er frumflutt í Leipzig 1896.

1874    Heimsækir Noreg, dvelur í Kristjaníu og ferðast þaðan til Stokkhólms. Fru Inger til Østråt kemur út í nýrri gerð.

München

1875    Catilina kemur út í nýrri gerð. Fjölskyldan flytur til München og býr þar í þrjú ár. 

1877    Samfundets støtter (Máttarstólpar þjóðfélagsins) frumsýnt í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Ibsen gerður heiðursdoktor við háskólann í Uppsölum. 

Henrik-Ibsen-1878

Róm

1878    Flytur á ný til Rómar, þar sem hann er búsettur í sjö ár, með stuttum hléum.

1879    Et dukkehjem (Brúðuheimili) kemur út á prenti og er frumflutt í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn.

1881    Gengangere (Afturgöngur) kemur út. Verkið er frumflutt í Aurora Turner Hall leikhúsinu í Chicago árið eftir.

1882    En folkefiende (Þjóðníðingur) kemur út og er frumflutt í Kristjaníuleikhúsinu í ársbyrjun 1883.

1883    Gildet på Solhaug kemur út í nýrri gerð. 

1884    Vildanden (Villiöndin) kemur út og er frumflutt á Den Nationale Scene í Björgvin í ársbyrjun 1885.

München

1885    Heimsækir Noreg eftir ellefu ára fjarveru. Flytur til München þar sem hann býr í sex ár. 

1886    Rosmersholm (Rosmershólmur) kemur út og er frumflutt á Den Nationale Scene í Björgvin í ársbyrjun 1887.

1887    Dvelur um sumarið í Sæby á Jótlandi, ferðast til Gautaborgar, Stokkhólms og Kaupmannahafnar.

1888    Fruen fra havet (Konan frá hafinu) kemur út og er frumflutt í Kristjaníuleikhúsinu í febrúar 1889. 

1889    Sumardvöl í Gossensass í Týról í síðasta sinn. Kynnist Emilie Bardach, sem er 27 ára, en hún er ein nokkurra ungra kvenna sem leika mikilvægt hlutverk í lífi og list Ibsens síðustu árin. 

1890    Hedda Gabler kemur út og er frumflutt í Residenztheater í München í janúar 1891. 

Kristjanía

1891    Sest að í Kristjaníu. Kynnist píanóleikaranum Hildur Andersen, sem þá er 27 ára. Ibsen hefur ferðast mikið um ævina og dvalið víða í Evrópu í lengri eða skemmri tíma, en upp frá því að hann flytur aftur heim til Kristjaníu ferðast hann ekki lengra en til Svíþjóðar og Danmerkur.

1892    Bygmester Solness (Sólness byggingameistari) kemur út og er frumflutt í Lessingtheater í Berlín snemma árs 1893. Sigurd Ibsen kvænist Bergliot Bjørnson.

1894    Lille Eyolf (Eyjólfur litli) kemur út og er frumflutt í Deutsches Theater í Berlín í janúar 1895. 

1895    Flytur inn í íbúð á horni Arbiensgate og Drammensveien í Kristjaníu, þar sem hann býr til dauðadags. 

1896    John Gabriel Borkman (Jón Gabríel Borkmann) kemur út og er frumflutt samtímis í sænska leikhúsinu og finnska leikhúsinu í Helsinki 10. janúar 1897. 

1898    Sjötugasta afmælisdegi Ibsens fagnað í Kristjaníu, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.

1899    Når vi døde vågner (Þegar við hin dauðu vöknum) kemur út og er frumflutt í Hoftheater i Stuttgart í janúarlok 1900. 

1900    Fær hjartaslag í fyrsta sinn. 

1906    Ibsen deyr 23. maí, sjötíu og átta ára að aldri.

Henrik-Ibsen,-1895.-Teikning-eftir-Erik-Werenskiold.

 

Aðstandendur

 • Leikarar Björn Hlynur Haraldsson, Sólveig Arnarsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Snorri Engilbertsson, Sigurður Sigurjónsson, Baldur Trausti Hreinsson
 • Börn Vera Stefánsdóttir og Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir / Árni Arnarson og Júlía Guðrún Lovisa Henje
 • Leikstjórn Una Þorleifsdóttir
 • Leikgerð Gréta Kristín Ómarsdóttir og Una Þorleifsdóttir
 • Tónlist Gísli Galdur Þorgeirsson
 • Aðstoðarleikstjóri og dramatúrg Gréta Kristín Ómarsdóttir
 • Höfundur Henrik Ibsen
 • Leikmynd og búningar Eva Signý Berger
 • Hljóðmynd Kristinn Gauti Einarsson og Gísli Galdur Þorgeirsson
 • Lýsing Ólafur Ágúst Stefánsson
 • Þýðing Gréta Kristín Ómarsdóttir og Una Þorleifsdóttir
 • Hvíslari Tryggvi Freyr Torfason
 • Sýningastjórn María Dís Cilia
 • Leikgervadeild Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir, Silfá Auðunsdóttir
 • Búningadeild Berglind Einarsdóttir (deildarstjóri og yfirumsjón sýningar), Ásdís Guðný Guðmundsdóttir, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Leila Arge, Ingveldur E. Breiðfjörð (búningaumsjón)
 • Leikmunadeild Trygve J. Eliassen
 • Ljósastjórn Hermann Karl Björnsson, Jóhann Friðrik Ágústsson
 • Stóra sviðið, yfirumsjón Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir
 • Leikmyndarsmíði Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins
 • Ljósmyndir Hörður Sveinsson
 • Ritstjórn rafrænnar leikskrár Melkorka Tekla Ólafsdóttir
 • Viðtöl Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Sváfnir Sigurðarson, Gunnar Örn (Falcor)

Næstu sýningar

 • Engin sýning framundan